Læknaneminn - 01.04.1969, Side 16

Læknaneminn - 01.04.1969, Side 16
LÆKNANEMINN 16 heldur krefst hún samráðaréttar yfir valdamiðstöðvunum“ (Jean- Jackes Servan-Schreiber í vikubl. Express). f heild beinist gagnrýni þeirra að kerfinu, ekki persónum. Ég held ekki, að þeir séu svo ein- faldir eða hafi svo háar hugmynd- ir um sig, að þeir telji sig vera líkamnaðar ímyndir réttlætis, vizku og góðmennsku, eða að þjóð- félaginu sé stjórnað af eintómum slægvitrum illmennum eða fávit- um. Þeir álíta einmitt, að orsaka gallanna sé að leita í saumum kerfisins og allri samhreyfingu þess, að kerfið ali af sér ham- ingjuskortinn, sem þeir sjálfir fundu fyrir og áreiðanlega var kveikja allrar leitar þeirra og að- gerða, .....þetta dauðleiðinlega, innihaldslausa líf, sem er aðeins til í síframleiðslu vinnunnar en án marks. Þetta markleysi, þessi tæring hugans leiða til ómennsks ástands ... fólk heldur þetta ekki lengur út og vill breytingu, jafn- vel þótt það fái sitt daglega brauð“ (Bloch). Óyndið var frumvakinn, örvinglunin (frustrationin) afl- vakinn. Svo tók allt að snúast. Skýrastar hafa hugmyndir þeirra verið um endurskipulagn- ingu háskólanna og samráðarétt sinn þar. Háskólarnir hafa hingað til verið í þeirra augum fagidíóta- verksmiðjur og ófrjóir blótstaðir meðalmennskunnar. Iðnaðaráætl- anir og jafnvel þarfir einstakra fyrirtækja (t. d. VW í Þýzkalandi) réðu rannsóknaráætlunum þeirra. Vald einstakra prófessora var víða mjög mikið og dyntótt. Gagn- semi háskólanna var þannig að mestu mæld við kvarða hinnar hagnýtu beizlunar þekkingarinnar í þágu beinna þarfa kerfisins. Hugmynd um háskóla í líkingu við hina fornu akademíu virðist ekki njóta fylgis ráðafólks. Upp- eldisstöð frjórrar hugsunar, „samkomustaður samræðunnar“, væri ekki einungis óarðbær, held- ur gæti beinlínis orðið hættuleg. Þessvegna hafi félagslegri til- raunastarfsemi eða nútímastjórn- málalegum rannsóknum varla ver- ið sinnt. Það er álit stúdenta, að háskólar eigi að vera algjörlega óháðir stjórnmálavaldi. Þar starfi saman í jafnréttisbræðralagi stúdentar, aðstoðarkennarar og prófessorar að frjálsum fræði- störfum og rannsóknum. Þjóðir eigi að sjá sóma sinn í því að búa háskóla sína skilyrðislaust vel úr garði, þar sem einungis í alveg óháðu andlegu samstarfi megi vænta frjórra hugmynda. „Aðeins ef háskóli er staður, þar sem hug- myndir eru reyndar umfram þau not, sem í askana verða látin, og þar sem ríkir meiri áhugi á að bæta við samanlagða mannlega þekkingu helduren að hjálpa ríkisstjórnum við lausn raunhæfra vandamála, — aðeins þannig upp- fyllir háskólinn akademíska skyldu sína gagnvart stúdentunum og þjóðræknislega skyldu sína gagnvart samfélaginu“ (Fulbright, ibid.). Óánægja stúdenta hefur enn- fremur beinzt að viðhorfi þjóðfé- lagsins gagnvart þeim sjálfum. Það getur ekki án þeirra verið, en finnst samt sú greiðasemi að leyfa þeim að stúdera aðdáunar- verð. Við þekkjum öll rök einsog: Þið eruð námsfólkið, sem við ger- um kleift að læra, þjóðin öll til sjós og lands með sigg í höndun- um. Stúdentar eiga að lesa og síð- an þakka, unz dauðinn skilur sál frá búki. .. I Berlín stofnuðu stúdentar og prófessorar sjálfstæða mennta- stofnun, Gagnrýna háskólann, sem á að „rífa niður geðklofninginn

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.