Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Qupperneq 21

Læknaneminn - 01.04.1969, Qupperneq 21
LÆKNANEMINN 21 myndina um ofbeldisleysi gagn- vart öðru fólki<! (sósíalísku stúd- entasamtökin, Mainz). Hinsvegar hafa kenningar þeirra byggzt á því, að innan þjóðfélagsins sé sí- fellt verið að beita óbeinu ofbeldi, undiroka og temja vitundina. Þeir álitu, að unnt væri að egna fram áþreifanlegri mynd þess, ef kerfið væri áreitt, og gera það þannig augljósara. Verður að segja, að þetta hafi þeim tekizt. Víðast greip kerfið til beinnar valdbeit- ingar, allt frá jafnréttisgöngunni til Selma til óeirðanna í París, og lét egnendur sína kenna á henni milliliðalaust, stundum í undir- bunum aðgerðum. Eftir gagna- söfnun frá þessum atburðum kom fyrst ærlega í ljós, hverjar aðferð- ir voru notaðar til að koma skikki á þjóðfélagið, þegar svo bar undir. Hér eru nokkur dæmi til skárri hugmynda um hinn hrjúfa raunveruleika atburðanna, sem svo furðufáum virðist kunn- ur hérlendis: í París var séræfð- um sveitum (CRS) beint gegn inni- króuðum stúdentum. Vopn: Tára- gas, klór- og fosfórsprengjur, gúmmíkylfur. ,,Lögreglan hefur alla taktíska og herstjórnalega yfirburði: hún er vélvædd, hefur fjarskiptasamband, æfingu. Ekki er unnt að sundurgreina lögreglu- þjóna (ómerktir), og því geta þeir lamið af lyst án þess að eiga rétt- arrannsókn á hættu. Hinsvegar eru mótmælendur dæmdir af skyndidómstólum (í allt að 4 mán- aða fangelsi), þeir eru í flestum tilfellum óvopnaðir, hafa ekki einu sinni hlíf af hjálmum, gera al- gjörlega tilviljanakenndar atlög- ur, þegar þrengt er að þeim í ólát- unum. Sá sem sprengjuþrýstingur fleygir um koll, brennist í andliti af klór- eða fosfórsprengjum, missir auga eða er nær kyrktur, sá sem er illa særður, fær ekki hjúkr- un, vegna þess að æfir lögreglu- menn og sadistar hindra rauða- krossfólk í starfi, — þessu fólki hrjóta ekki óljúflega orðin CRS — SS (margnotuð vígorð í Parísar- óeirðunum ÖM) af vörum“ (N. Meienberg: Weltwoche). Mörgum stundum eftir átökin var verið að hundelta fólk, hjúkrunarlið, konur, unglinga, yfirleitt alla í Latínu- hverfinu. Sjálfboðahjúkrunarkona ber til vitnis: ,, .. . í gegnum rimla sá ég út í portið. Hálfnak- inn ungur maður kom framhjá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.