Læknaneminn - 01.04.1969, Side 29
LÆKNANEMINN
29
enta og skólafólks (í París) er
kommúnismi engin lausn. Þeir
vilja betra lýðræði, „participa-
tion“, annað ekki“ (Claessen/
Peters: Rebellion in Frankreich).
í rauninni er einmitt eðli hinnar
nýju vinstri stefnu að hafa
ímugust á hugamyndakerfum,
þótt hún geri sér í sívaxandi mæli
far um að kynna sér „heildarsam-
hengi hlutanna“. Hinir virkari
stúdentar eru vissulega byltingar-
sinnar. Bylting þeirra, jafnvel
flestra nýmarxista, er þó í öðrum
dúr en sú klassíska. Forsenda
þeirra ,,gömlu“, hinn kúgaði
verkalýður, er ekki lengur við-
miðunarhæf og því ekki kveikju-
hæf til róttækra þjóðfélags-
byltingar. Grýluhugtökin Maó-
istar og Trotzkyistar eru yfirleitt
heldur friðsamlegar verur. Stúd-
entar vilja byltingu hugarfarsins,
menningarbyltingu í öðrum skiln-
ingi en þeim kínverska. Hún skal
vera sífelld, áreitin efagirni,
ævarandi endurmat, gagnrýni og
tregða gegn stöðnuðum kreddum
og valdkerfum. „Hugmyndaflugið
til valda“ stóð á veggspjöldum í
Sorbonne. Auðvitað finnst bylt-
ingarsinnum nauðsynlegt að gera
hreint í þjóðfélaginu, með e. k.
valdi, ef nauðsyn ber til, þótt ekki
sé stefnt að róttækri þjóðfélags-
byltingu.
Samkvæmt eðli „stéttar" stúd-
enta verða hjá þeim tíð forystu-
mannaskipti, og er það í rauninni
jákvætt. Nýir menn hafa undan-
farið tekið við ástandi, þá er viss-
ir áfangar hafa unnizt, sem gert
hafa stúdenta upplitsdjarfari, en
er jafnframt fullt spennu vegna
andsvara kerfisins. Þessir nýju
leiðtogar eru því róttækari og ill-
skeyttari, a. rn. k. í Þýzkalandi,
þar sem ég þekki til. Eru víða
komnar fram töluvert miklar öfg-
ar. Það, sem þótti keppikefli fyrir
2 árum, er orðið úrelt nú. Sundr-
ung hefur vaxið. Umræður fjalla
víða ekki um, hvort beita skuli
ofbeldi, heldur hvenær og hvern-
ig. Má því búast við miklum átök-
um, ekki sízt þar sem kerfið er nú
betur undirbúið og staðráðið í að
bregðast hart við. Þarf ekki að
fara í grafgötur um það, að þessi
þróun geti haft mjög skaðvænleg
áhrif fyrir grundvallarhugmyndir
andófsins og stúdentahreyfingar-
innar. Þó hafa ýmsar þeirra náð
að sáldrast víða út og festa ræt-
ur, og töluverðar eftirtekjur munu
áreiðanlega hafa jákvæð áhrif á
þjóðfélag framtíðarinnar. Edgar
Pisani, fyrrv. franskur ráðherra:
„Iivað mér líkar við stúdenta-
hreyfinguna? Að hún hefur beinzt
gegn hinum raunverulegu vanda-
málum. Þegar jafnvægi er aftur
komið á, munum við vera stúdent-
um þakklát“.
Reykjavík í janúar 1969.
„Hvers vegna ertu farinn að vefja sígaretturnar þínar sjálfur?“
„Læknirinn ráðlagði mér meiri hreyfingu."
#
„Getur þú lánað mér 100 krónur?"
„Nei, ég á aðeins 100 krónur sjálfur."
„Jæja, lánaðu mér þessar 100 krónur, hinar get ég átt hjá þér.“