Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 29

Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 29
LÆKNANEMINN 29 enta og skólafólks (í París) er kommúnismi engin lausn. Þeir vilja betra lýðræði, „participa- tion“, annað ekki“ (Claessen/ Peters: Rebellion in Frankreich). í rauninni er einmitt eðli hinnar nýju vinstri stefnu að hafa ímugust á hugamyndakerfum, þótt hún geri sér í sívaxandi mæli far um að kynna sér „heildarsam- hengi hlutanna“. Hinir virkari stúdentar eru vissulega byltingar- sinnar. Bylting þeirra, jafnvel flestra nýmarxista, er þó í öðrum dúr en sú klassíska. Forsenda þeirra ,,gömlu“, hinn kúgaði verkalýður, er ekki lengur við- miðunarhæf og því ekki kveikju- hæf til róttækra þjóðfélags- byltingar. Grýluhugtökin Maó- istar og Trotzkyistar eru yfirleitt heldur friðsamlegar verur. Stúd- entar vilja byltingu hugarfarsins, menningarbyltingu í öðrum skiln- ingi en þeim kínverska. Hún skal vera sífelld, áreitin efagirni, ævarandi endurmat, gagnrýni og tregða gegn stöðnuðum kreddum og valdkerfum. „Hugmyndaflugið til valda“ stóð á veggspjöldum í Sorbonne. Auðvitað finnst bylt- ingarsinnum nauðsynlegt að gera hreint í þjóðfélaginu, með e. k. valdi, ef nauðsyn ber til, þótt ekki sé stefnt að róttækri þjóðfélags- byltingu. Samkvæmt eðli „stéttar" stúd- enta verða hjá þeim tíð forystu- mannaskipti, og er það í rauninni jákvætt. Nýir menn hafa undan- farið tekið við ástandi, þá er viss- ir áfangar hafa unnizt, sem gert hafa stúdenta upplitsdjarfari, en er jafnframt fullt spennu vegna andsvara kerfisins. Þessir nýju leiðtogar eru því róttækari og ill- skeyttari, a. rn. k. í Þýzkalandi, þar sem ég þekki til. Eru víða komnar fram töluvert miklar öfg- ar. Það, sem þótti keppikefli fyrir 2 árum, er orðið úrelt nú. Sundr- ung hefur vaxið. Umræður fjalla víða ekki um, hvort beita skuli ofbeldi, heldur hvenær og hvern- ig. Má því búast við miklum átök- um, ekki sízt þar sem kerfið er nú betur undirbúið og staðráðið í að bregðast hart við. Þarf ekki að fara í grafgötur um það, að þessi þróun geti haft mjög skaðvænleg áhrif fyrir grundvallarhugmyndir andófsins og stúdentahreyfingar- innar. Þó hafa ýmsar þeirra náð að sáldrast víða út og festa ræt- ur, og töluverðar eftirtekjur munu áreiðanlega hafa jákvæð áhrif á þjóðfélag framtíðarinnar. Edgar Pisani, fyrrv. franskur ráðherra: „Iivað mér líkar við stúdenta- hreyfinguna? Að hún hefur beinzt gegn hinum raunverulegu vanda- málum. Þegar jafnvægi er aftur komið á, munum við vera stúdent- um þakklát“. Reykjavík í janúar 1969. „Hvers vegna ertu farinn að vefja sígaretturnar þínar sjálfur?“ „Læknirinn ráðlagði mér meiri hreyfingu." # „Getur þú lánað mér 100 krónur?" „Nei, ég á aðeins 100 krónur sjálfur." „Jæja, lánaðu mér þessar 100 krónur, hinar get ég átt hjá þér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.