Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Side 33

Læknaneminn - 01.04.1969, Side 33
LÆKNANEMINN SS hægt í æð og það endurtekið eftir 3—5 mínútur, ef svörun hefir ekki fengizt. Varast ber að gefa propranolol, ef um hjartabilun er að ræða, þar sem lyf þetta hefir neikvæð inotropisk áhrif á hjarta- vöðvann. Ennfremur skal lyfið alls ekki gefið, ef um er að ræða atrioventriculert rof eða asthma bronchiale. Þótt synchroniserað raflost geti leitt til enn alvarlegri arrhythmiu, þegar um digitalis- eitrun er að ræða, ber þó að reyna þá meðferð, þegar allt annað bregzt. Extrasystolur af ventriculerum uppruna er sú tegund af arrhyt- hmium, sem oftast sést við krans- æðastíflu. Er talið, að 70—80% sjúklinga fái þessa arrhythmiu fyrstu vikuna. Meðferð er hafin, ef fleiri en 5 extrasystolur koma fyrir á 1 mínútu, við multifocal extrasystolum og í þeim tilfellum, þar sem extrasystolur falla nærri undanfarandi T-bylgju í hjarta- rafritinu (E.K.G.). Síðustu árin hefir lidocain (Xylocain) verið notað í vaxandi mæli gegn arrhy- thmium af ventriculerum upp- runa. Toxisk áhrif þess á hjarta- vöðvann eru mun minni en procainamids, og þar af leiðandi sést hypotension sjaldnar. Lyfinu er auðvelt að stýra, þar sem verk- unin er stutt, eða um það bil 20— 30 mínútur. Venjulegur byrjunar- skammtur er 1 mg/kg í æð, sem endurtaka má eftir 3—5 mínútur, ef fullnægjandi svörun fæst ekki. Ekki er þó ráðlegt að gefa meir en 5 mg/kg á 20—30 mínútum, vegna möguleika á grand mal krampa- köstum. Höfuðdrungi, svimi og syfja eru helztu aukaverkanir við lidocain inngjöf. Stundum er hent- ugra að gefa lidocain í infusion, 4 mg á mínútu í byrjun, sem síðan er smám saman minnkað niður í 1 mg á mínútu. Sé almennt ástand gott og tekizt hafi að stöðva arrhythmiuna, er skipt yfir í procainamide eða chinidin per os. Almennt ástand sjúklings segir nokkuð til um, hvernig meðhöndla skal tachycardiur af ventriculer- um uppruna. Ef ástand sjúklings er gott og engin einkenni um lost eða hjartabilun, má reyna sömu meðferð og lýst hefir verið hér að framan við extrasystolur af ventriculerum uppruna. Aftur á móti er hjartanu gefið synchroni- serað raflost svo fljótt sem auðið er, ef sjúklingur er í lélegu ástandi og einkenni um lost eða hjarta- bilun koma í ljós. Fylgt er eftir með lidocain í infusion strax og sinus rhythmi hefir fengizt. Flutter og fibrillation af ventri- culerum uppruna eru alvarlegustu tachyarrhythmiurnar, og deyr sjúklingur innan 3—5 mínútna, ef ekkert er aðhafzt. Hér er reynt að defibrillera hjartað með raflosti í því augnamiði að fá sinus hnútinn til að ná stjórninni á nýjan leik. Ef raflostsmeðferð verður ekki við komið þegar í stað, skulu lífgunar- tilraunir hafnar þ. e. a. s. hjarta- hnoð og aðstoð við öndun. Takist ekki að defibrillera hjartað í fyrstu atrennu, tekst það stund- um, eftir að 1—2 mg af adrenalini hefir verið gefið intracardialt. Jafnframt er reynt að hafa hemil á hinni gífurlegu acidosis, sem á sér stað, eftir að hjartastarfsemin hættir, með NaHCO:; (44 mEq. á 5—10 mínútna fresti). Meðferð á bradyarrhytTimium. Stöðug bradycardia hjá sjúkl- ingum með kransæðastíflu er oft merki um miður góðar horfur. Hinn hægi hjartsláttur veldur minnkuðu útfalli hjartans, því að hvert slagrúmmál er lítið og ill-

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.