Læknaneminn - 01.04.1969, Qupperneq 33

Læknaneminn - 01.04.1969, Qupperneq 33
LÆKNANEMINN SS hægt í æð og það endurtekið eftir 3—5 mínútur, ef svörun hefir ekki fengizt. Varast ber að gefa propranolol, ef um hjartabilun er að ræða, þar sem lyf þetta hefir neikvæð inotropisk áhrif á hjarta- vöðvann. Ennfremur skal lyfið alls ekki gefið, ef um er að ræða atrioventriculert rof eða asthma bronchiale. Þótt synchroniserað raflost geti leitt til enn alvarlegri arrhythmiu, þegar um digitalis- eitrun er að ræða, ber þó að reyna þá meðferð, þegar allt annað bregzt. Extrasystolur af ventriculerum uppruna er sú tegund af arrhyt- hmium, sem oftast sést við krans- æðastíflu. Er talið, að 70—80% sjúklinga fái þessa arrhythmiu fyrstu vikuna. Meðferð er hafin, ef fleiri en 5 extrasystolur koma fyrir á 1 mínútu, við multifocal extrasystolum og í þeim tilfellum, þar sem extrasystolur falla nærri undanfarandi T-bylgju í hjarta- rafritinu (E.K.G.). Síðustu árin hefir lidocain (Xylocain) verið notað í vaxandi mæli gegn arrhy- thmium af ventriculerum upp- runa. Toxisk áhrif þess á hjarta- vöðvann eru mun minni en procainamids, og þar af leiðandi sést hypotension sjaldnar. Lyfinu er auðvelt að stýra, þar sem verk- unin er stutt, eða um það bil 20— 30 mínútur. Venjulegur byrjunar- skammtur er 1 mg/kg í æð, sem endurtaka má eftir 3—5 mínútur, ef fullnægjandi svörun fæst ekki. Ekki er þó ráðlegt að gefa meir en 5 mg/kg á 20—30 mínútum, vegna möguleika á grand mal krampa- köstum. Höfuðdrungi, svimi og syfja eru helztu aukaverkanir við lidocain inngjöf. Stundum er hent- ugra að gefa lidocain í infusion, 4 mg á mínútu í byrjun, sem síðan er smám saman minnkað niður í 1 mg á mínútu. Sé almennt ástand gott og tekizt hafi að stöðva arrhythmiuna, er skipt yfir í procainamide eða chinidin per os. Almennt ástand sjúklings segir nokkuð til um, hvernig meðhöndla skal tachycardiur af ventriculer- um uppruna. Ef ástand sjúklings er gott og engin einkenni um lost eða hjartabilun, má reyna sömu meðferð og lýst hefir verið hér að framan við extrasystolur af ventriculerum uppruna. Aftur á móti er hjartanu gefið synchroni- serað raflost svo fljótt sem auðið er, ef sjúklingur er í lélegu ástandi og einkenni um lost eða hjarta- bilun koma í ljós. Fylgt er eftir með lidocain í infusion strax og sinus rhythmi hefir fengizt. Flutter og fibrillation af ventri- culerum uppruna eru alvarlegustu tachyarrhythmiurnar, og deyr sjúklingur innan 3—5 mínútna, ef ekkert er aðhafzt. Hér er reynt að defibrillera hjartað með raflosti í því augnamiði að fá sinus hnútinn til að ná stjórninni á nýjan leik. Ef raflostsmeðferð verður ekki við komið þegar í stað, skulu lífgunar- tilraunir hafnar þ. e. a. s. hjarta- hnoð og aðstoð við öndun. Takist ekki að defibrillera hjartað í fyrstu atrennu, tekst það stund- um, eftir að 1—2 mg af adrenalini hefir verið gefið intracardialt. Jafnframt er reynt að hafa hemil á hinni gífurlegu acidosis, sem á sér stað, eftir að hjartastarfsemin hættir, með NaHCO:; (44 mEq. á 5—10 mínútna fresti). Meðferð á bradyarrhytTimium. Stöðug bradycardia hjá sjúkl- ingum með kransæðastíflu er oft merki um miður góðar horfur. Hinn hægi hjartsláttur veldur minnkuðu útfalli hjartans, því að hvert slagrúmmál er lítið og ill-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.