Læknaneminn - 01.04.1969, Page 35
LÆKNA NEMINN
35
Hér að framan hefir verið
leitazt við að greina frá mjög
mikilvægum hluta af meðferð
sjúklinga með kransæðastíflu,
en gjörgæzludeildir fyrir þessa
sjúklinga hafa valdið bylt-
ingu á því sviði. Vafalaust er
í mörgum tilfellum hægt að koma
í veg fyrir hjartastopp, sé með-
ferð á arrhythmium hafin tíman-
lega og hjartastopp, er orsakast af
truflunum í rafleiðslukerfi hjart-
ans (electric failure), er hægt að
meðhöndla mun fljótar en áður.
Því miður hafa ekki orðið sömu
framfarir við meðferð losts og
hjartabilunar (power failure),
sem orsakast af kransæðastíflu.
Hefir dánartalan lítið minnkað í
þessum hópi þrátt fyrir margvís-
legar rannsóknir og tilraunir. Þó
er sennilegt, að vísindamönnum
komandi ára takist að fullkomna
þau tæki, er geta aðstoðað eða
yfirtekið störf hjartans um lengri
eða skemmri tíma.
Til þess að hressa upp á substantia grisea lesenda eru hér þrjár til þess
Ktlaðar leikfimisæfingar.
Pétur var á morgungöngu og mætti gamla stærðfræðikennaranum sin-
um, Bjarna, sem hafði dregið sig í hlé frá kennslu.
Bjarni var tvíkvæntur og átti 3 börn, og samtalið snerist um þau.
„Hve gömul eru þau orðin?“ spurði Pétur.
„Þér finnst gaman að fást við tölur, sagði Bjarni. Þau eru samtals jafn-
gömul og Sæmundur, og sé aldur þeirra margfaldaður saman, verður út-
koman 2450.“
Pétur vissi vel, hve gamall Sæmundur var, því að hann hafði skömmu
áður verið gestur í afmælisveizlunni hans. Hann fór nú heim til að reikna,
en hringdi fljótlega til Bjarna og sagði: „Þeta dæmi get ég ekki leyst,
nema að ég fái að vita eitt atriði í viðbót.“
„Það er alveg rétt,“ sagði Bjarni, „en þér nægir að vita, að elzta barnið
mitt er yngra en þú sjálfur."
Þessar viðbótarupplýsingar nægðu, og nú er spurningin: Hve gamall
er Pétur?
#
Hafi þetta reynzt ofvaxið máladeildarmönnum, er hér önnur þraut frem-
ur við þeirra hæfi.
Við spiiaborðið sitja fjórir menn og spila bridge; Vestfirðingur, Norð-
lendingur, Austfirðingur og Sunnlendingar. Þeir eru allir embættismenn,
og stöður þeirra eru raðað af hendingu: Bæjarstjóri, kennari, lyfsali og
sýslumaður. Enginn þeirra situr við þá hlið spilaborðsins, sem samsvarar
hans landshluta.
Kennarinn er á vinstri hönd Vestfirðingnum. Sunnlendingrurinn spilar
norður. Austfirðingurinn situr á hægri hönd lyfsalanum og bæjarstjór-
inn spilar á móti Norðlendingnum.
Hvaðan er hver?
#
Hafi einhver gefizt upp við þetta, er hér að lokum þraut, sem allir
hljóta að geta leyst.
Kassi vegur 8 kg. að viðbættum helmingi af þyngd sinni.
Hve þungur er hann?
Svör er að finna aftast í blaðinu,