Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Qupperneq 35

Læknaneminn - 01.04.1969, Qupperneq 35
LÆKNA NEMINN 35 Hér að framan hefir verið leitazt við að greina frá mjög mikilvægum hluta af meðferð sjúklinga með kransæðastíflu, en gjörgæzludeildir fyrir þessa sjúklinga hafa valdið bylt- ingu á því sviði. Vafalaust er í mörgum tilfellum hægt að koma í veg fyrir hjartastopp, sé með- ferð á arrhythmium hafin tíman- lega og hjartastopp, er orsakast af truflunum í rafleiðslukerfi hjart- ans (electric failure), er hægt að meðhöndla mun fljótar en áður. Því miður hafa ekki orðið sömu framfarir við meðferð losts og hjartabilunar (power failure), sem orsakast af kransæðastíflu. Hefir dánartalan lítið minnkað í þessum hópi þrátt fyrir margvís- legar rannsóknir og tilraunir. Þó er sennilegt, að vísindamönnum komandi ára takist að fullkomna þau tæki, er geta aðstoðað eða yfirtekið störf hjartans um lengri eða skemmri tíma. Til þess að hressa upp á substantia grisea lesenda eru hér þrjár til þess Ktlaðar leikfimisæfingar. Pétur var á morgungöngu og mætti gamla stærðfræðikennaranum sin- um, Bjarna, sem hafði dregið sig í hlé frá kennslu. Bjarni var tvíkvæntur og átti 3 börn, og samtalið snerist um þau. „Hve gömul eru þau orðin?“ spurði Pétur. „Þér finnst gaman að fást við tölur, sagði Bjarni. Þau eru samtals jafn- gömul og Sæmundur, og sé aldur þeirra margfaldaður saman, verður út- koman 2450.“ Pétur vissi vel, hve gamall Sæmundur var, því að hann hafði skömmu áður verið gestur í afmælisveizlunni hans. Hann fór nú heim til að reikna, en hringdi fljótlega til Bjarna og sagði: „Þeta dæmi get ég ekki leyst, nema að ég fái að vita eitt atriði í viðbót.“ „Það er alveg rétt,“ sagði Bjarni, „en þér nægir að vita, að elzta barnið mitt er yngra en þú sjálfur." Þessar viðbótarupplýsingar nægðu, og nú er spurningin: Hve gamall er Pétur? # Hafi þetta reynzt ofvaxið máladeildarmönnum, er hér önnur þraut frem- ur við þeirra hæfi. Við spiiaborðið sitja fjórir menn og spila bridge; Vestfirðingur, Norð- lendingur, Austfirðingur og Sunnlendingar. Þeir eru allir embættismenn, og stöður þeirra eru raðað af hendingu: Bæjarstjóri, kennari, lyfsali og sýslumaður. Enginn þeirra situr við þá hlið spilaborðsins, sem samsvarar hans landshluta. Kennarinn er á vinstri hönd Vestfirðingnum. Sunnlendingrurinn spilar norður. Austfirðingurinn situr á hægri hönd lyfsalanum og bæjarstjór- inn spilar á móti Norðlendingnum. Hvaðan er hver? # Hafi einhver gefizt upp við þetta, er hér að lokum þraut, sem allir hljóta að geta leyst. Kassi vegur 8 kg. að viðbættum helmingi af þyngd sinni. Hve þungur er hann? Svör er að finna aftast í blaðinu,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.