Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 40
LÆKNANEMINN
40
verið rannsakaðir eins og æskilegt
hefði verið, og má þá geta þess, að
Hvítabandið var aðeins lítil hand-
læknisdeild, sem hvorki hafði
rannsóknastofu, röntgendeild né
sérfræðinga í lyflækningum, nema
á hlaupum. Vegna plássleysis varð
aftur á móti að hraða aðgerðum,
eins og hægt var.
Einkennilega fáir voru með
hækkaða blóðúreu og kreatínín,
eða 78 með hækkaða blóðúreu og
48 með hækkað kreatínín við
komu. Áreiðanlega voru fleiri með
þvageitrun en þessar rannsóknir
sýndu. Intrav. urografía var ekki
gerð á nærri öllum, en ég er viss
um, að hún er langbezta nýrna-
prófið, sem hægt er að gera á
þessum sjúklingum.
Auðvitað var reynt að koma
þessum sjúklingum í eins gott
ástand og mögulegt var, áður en
þeir voru skornir upp. Bætt úr
blóðleysi með blóðgjöf, því að
blóðmeðul eru allt of seinvirk.
Mikill vökvi er nauðsynlegur, því
að margir eru þurrir og með þvag-
eitrun. Er því hgl. oft hærra við
komu, ef þeir eru með þvageitr-
un, en síðar mælist. Vanalega
voru þeir látnir drekka sykurvatn,
1—2 1 á dag. Ef um sjúklinga með
hjartasjúkdóma var að ræða, varð
að fara varlega, og varð þá allur
undirbúningur lengri.
Nú munu vera liðin rúmlega 80
ár, síðan Mercier og McGill gerðu
fyrstu prostatectomíuna. Síðan
hefur verið reynt að ná þessum
kirtli eftir öllum mögulegum leið-
um: 1) Gegnum perineum. 2)
Hefla hann burtu gegnum þvag-
rásina. 3) Fara gegnum kvið-
vegginn og blöðruna, neðan við
lífhimnuna eða 4), gegnum kirtil-
hýðið bak við lífbeinið, og nú síð-
ast aftur gegnum þvagrásina og
frysta hluta af kirtlinum, svo að
hann rýrni og skreppi saman.
Allar þessar aðferðir eiga það
sameiginlegt að vera ófullnægj-
andi, þ. e. prostata heldur velli og
við ráðum ekkert við þennan
kirtil, sem læknar vita ennþá sára-
lítið um, og vafasamt er, hvort er
okkur til nokkurs gagns, eða hví
ættu flestöll spendýr að lifa góðu
lífi án hans? Eg vona, að í fram-
tíðinni getum við losnað við öll
þau óþægindi, sem hann veldur
okkur, eftir að þetta allt hefur
verið rannsakað betur. Ánægjan
af því að hafa hann er vafasöm.
Allir sjúklingarnir voru skornir
upp á þann hátt, að farið var inn
í gegnum kviðvegginn, rétt ofan
við lífbein, og svo í gegnum blöðru,
a. m. Freyer, eða í gegnum kirtil-
hýðið á bak við lífbeinið, a. m.
Millini.
Ekki get ég gert mikinn mun á
hinum ýmsu aðgerðum. Þær taka
álíka langan tíma, og blóðmissir
er mjög svipaður. Það er áríðandi
að taka allan kirtilaukann, sem
getur verið mjög mismunandi að
stærð og þyngd, allt frá 5—10 g
og upp í 600 g. Ef eitthvað er skil-
ið eftir af kirtlinum, getur það
haldið áfram að stækka og orðið
til þess, að annarrar aðgerðar sé
þörf eftir nokkur ár.
I 8 tilfellum var um að ræða
menn, sem höfðu verið skornir
upp annars staðar áður, en nú voru
svo mikil þrengsli í innra þvag-
rásaropinu, að þeir voru komnir
með þvagteppu. Ég gat um 7 svip-
uð tilfelli í grein minni 1957.
Þetta er í öllum tilfellum af einni
og sömu ástæðu.
Stækkun blöðrubotnskirtilsins
má raunverulega skipta í tvennt.
Annað hvort er hún að mestu
leyti inn í blöðruna, og úr blöðr-
unni að sjá, líkist þetta einna
mest cervix uteri, eða hún er und-