Læknaneminn - 01.04.1969, Side 44

Læknaneminn - 01.04.1969, Side 44
LÆKNANEMINN U Rafeind losnar frá óhlaðinni frumeind við jónun Neikvæður jón. Rafeindin, sem losnaði við jónun sezt að hjá áður óhlaðinni frumeind, en hún fær við það auka neikvæða hleðslu Neikvæður jón (óbundin rafeind) Jona par Jakvæður jón. Frumeindin hefur misst eina neikvæða hleðslu og er ekki lengwr hleðslujafnvægi Mynd 1. Jónun. eftir rafhleðslu fátækari. Hafi hún áður verið í hleðslujafnvægi, verður hún nú með fleiri jákvæð- ar hleðslur en neikvæðar og því rafhlaðin út á við. Frumeindir eða sameindir, sem ekki eru í hleðslujafnvægi, kallast jónar. Þetta eru aðaláhrif geisla og á þeim byggjast flest önnur áhrif þeirra. Við geislun illkynja æxla valda einmitt þessi áhrif óbeint frumudauða. Geislar jóna mismikið. Röntgen- og gammageislar jóna frekar lítið. Þeir missa orku. sína smám saman við að fara í gegnum efni og kom- ast því miklu lengra en jafn orku- miklir betageislar, sem jóna þétt, missa orku sína fljótt og komast því skemmra í efni. Skýringin liggur í því, að betageislun er hlaðnar agnir, en röntgen- og gammageislun óhlaðnar. Hinar þrjár tegundir geislunar, röntgen-, gamma- og betageislun, fást á mismunandi vegu. Gamma- geislar fást frá geislavirkum efn- um, aðallega kóbalti, cesxum og radíum. Betageisla er mjög auð- velt að framleiða. Ekki þarf annað en að losa um rafeindir, t. d. í málmum, þar sem þær eru mjög laust bundnar, og knýja þær síð- an áfram með rafspennu. Röntgen- geislar eru framleiddir með aðstoð rafeinda, en rafeindir, sem knúðar hafa verið með háspennu, mynda röntgengeisla við að stöðvast í efni því, sem þær falla á. Slík röntgengeislun er mest notuð í geislalækningum. Skulu nú athuguð þau geisla- tæki, sem í dag eru helzt notuð til geislalækninga. Segja má, að frá árinu 1945 þar til nú hafi þróun hávolta og ísó- tópageislunartækja valdið róttæk- um breytingum í öllum geisla- lækningum. Skal þar sérstaklega minnzt á kóbalt-60 geislunartæki. Fyrsta tæki þeirrar gerðar var sett upp árið 1951, en nú er tala þeirra líklega orðin nálægt 2000. Má reikna með, að kóbalttæki komi að mestu leyti í stað þeirra

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.