Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Page 46

Læknaneminn - 01.04.1969, Page 46
LÆKNANEMINN ■46 líkamans. Því fær húðin mest, þótt geisla eigi svæði í miðjum líkama. Segja má, að þetta sé helzti annmarki röntgentækja í geislalækningum. Erfitt og oft ógerlegt er að ná nægilega háum geislaskammti inn í líkamann, vegna þess að húðin er áður búin að fá þann skammt, sem hún þolir mestan. Mikill ókostur röntgen- tækja er það einnig, hve hratt geislunin gleypist, hve lítið er orð- ið eftir af geisluninni, þegar inn er komið, jafnvel þótt notuð séu 250 keV. Þessir tveir ókostir valda því, að til geislunar á djúptliggj- andi vef jum líkamans eru röntgen- tæki óhentug. Svo til engin bót er að því að hækka háspennuna upp fyrir 300 kV, m. a. vegna þess hve tækjabúnaður, sem þarf til að framleiða svo háa spennu, er viða- mikill. Tæki með innbyggðu geislavirku Cs-137 hafa verið notuð nokkuð, en ekki náð almennri útbreiðslu. Geislun frá Cs-137 svarar að orku til 600 keV röntgentækja. Þau eru að því leyti betri en röntgen- tæki, að ekki þarf mikinn og flók- inn útbúnað til að framleiða há- spennu, og geislunin vegna meiri orku gleypist ekki alveg eins fljótt. Aðalókostur röntgentækja, mesta geislun við yfirborð húðar, fylgir einnig þessum tækjum a. m. leyti. Einnig er erfitt að fá lítið cesíum- magn nægjanlega geislavirkt, en því stærri að rúmmáli sem geisla- hleðslan er því stærri verður fókus og þar með talsverð óskerpa á geislamörkum (hálfskuggi). Cs-137 tæki virðast ekki hafa nægilega mikla kosti fram yfir röntgentæki, til þess að þau geti almennt komið í stað þeirra, enda hefur reynslan sýnt það. Næst í röðinni, hvað orku snert- ir, koma geislunartæki með inn- byggðu geislavirku kóbalti. Mynd 3. a) sýnir hálfskugga, sem myndast vegna stærðar fókuss. b) sýnir hvemig minnka má hálfskugga með því að færa sviðmarka nær húð, en þá eykst geislun á húð vegna raf- einda, sem myndast í sviðmarkanum.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.