Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Page 61

Læknaneminn - 01.04.1969, Page 61
LÆKNANEMINN 57 Þeir sömu álíta, að hin mikla áherzla, sem lögð hefur verið á grunngreinarnar og sjálfstæð vís- indastörf innan þeirra, fæli stúd- entana frá því að helga sig stundun sjúkra. Skortur almennrar læknisþjón- ustu utan sjúkrahúsa er mikið vandamál í borgum og sveitum Bandaríkjanna. Sá skortur stafar e. t. v. af því, að læknisþjónusta utan sjúkrahúsa hefur ekki fengið að þróast á vegum læknaskólanna, sem beint hafa athygli og vinnu nemendanna fyrst og fremst að sjúkrahúsastarfi og vísindastarfi. Haldnir hafa verið margir fund- ir læknaskólakennara, kennslu- fræðinga og þjóðfélagsfræðinga og bent á hugsanlegar leiðir til þess að bæta ástandið. Ein leiðin er sú að skera niður fjölda og lengd skyldunámsgreina. í stað þeirra er nemendum gefinn kost- ur á að velja sér námsgreinar við sitt hæfi í samráði við kennarana. Heildarnámstíminn í skólunum hefur þó yfirleitt ekki breytzt. Þessi ákvörðun virðist í fljótu bragði nokkuð róttæk, en við nán- ari athugun sést, að hún á fullan rétt á sér. Menntun stúdenta, sem nú innritast í læknaskóla, hefur batnað mikið á undanförnum ár- um og óhætt er að fullyrða, að að- eins úrvals nemendur fullnægi þeim kröfum, sem læknaskólarnir setja til inngöngu. Til þess að tryggja sér inngöngu í læknaskóla hafa því stúdentar valið sér raun- vísindagreinar og þar á meðal líf- fræðigreinar sem undirstöðu- menntun. Sumir þeirra hafa þeg- ar unnið að sjálfstæðum vísinda- rannsóknum í þessum greinum, þegar þeir koma í læknaskólana. Af þessum sökum hefur verið tal- ið óþarft í mörgum beztu lækna- skólunum að halda uppi allri þeirri kennslu, sem áður var nauð- synleg í grunngreinunum, því að hún yrði aðeins endurtekning fyr- ir nemendurna. Klínísku grein- arnar hafa einnig orðið fyrir barð- inu á niðurskurðarmönnunum, og eru sumar þeirra ekki lengur skyldunámsgreinar. f einum skól- anna var jafnvel talað um að hafa handlæknisfræði eina af val- frjálsu greinunum. Eitt af því, sem talið er nauð- synlegt að gera til þess að beina kandidötum að almennri læknis- þjónustu, er að breyta inntöku- skilyrðum skólanna. f stað þess að leggja aðaláherzlu á raunvísinda- greinar og útiloka aðra en þá, sem hafa fyrst og fremst lagt stund á þær, verður einnig reynt að taka inn stúdenta, sem hafa fyrst og fremst stundað hugvís- indagreinar, þar á meðal sálfræði og þjóðfélagsfræði. í slíkum til- fellum gæti þurft að endurskoða styttingu grunngreinanna sem skyldunámsgreina, sem áðan var getið. Til þess að fá lækna í störf í afskekktari hlutum landsins og í fátækrahverfum borganna, hefur verið stungið upp á að taka hluta af stúdentum frá slíkum lands- hlutum í þeirri von, að þeir muni snúa aftur til heimkynna sinna að loknu námi. Sá skóli, sem ég dvaldist lengst við, var Harvard Medical School í Boston. Sá skóli er að gjörbreyta kennslukerfi sínu, og var það að- eins að nokkru leyti mótað s. 1. haust, þ. e. fyrsta og annað árið voru að mestu skipulögð, en síð- ari tvö árin ekki nema að litlu leyti. Samt sem áður var ekki tal- ið fært að bíða með það að byrja, og var þá hafin kennsla á fyrsta árinu eftir hinu nýja kerfi. Helzti frumkvöðull breytingar- innar er Dr. Alexander Leaf, sem

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.