Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Qupperneq 61

Læknaneminn - 01.04.1969, Qupperneq 61
LÆKNANEMINN 57 Þeir sömu álíta, að hin mikla áherzla, sem lögð hefur verið á grunngreinarnar og sjálfstæð vís- indastörf innan þeirra, fæli stúd- entana frá því að helga sig stundun sjúkra. Skortur almennrar læknisþjón- ustu utan sjúkrahúsa er mikið vandamál í borgum og sveitum Bandaríkjanna. Sá skortur stafar e. t. v. af því, að læknisþjónusta utan sjúkrahúsa hefur ekki fengið að þróast á vegum læknaskólanna, sem beint hafa athygli og vinnu nemendanna fyrst og fremst að sjúkrahúsastarfi og vísindastarfi. Haldnir hafa verið margir fund- ir læknaskólakennara, kennslu- fræðinga og þjóðfélagsfræðinga og bent á hugsanlegar leiðir til þess að bæta ástandið. Ein leiðin er sú að skera niður fjölda og lengd skyldunámsgreina. í stað þeirra er nemendum gefinn kost- ur á að velja sér námsgreinar við sitt hæfi í samráði við kennarana. Heildarnámstíminn í skólunum hefur þó yfirleitt ekki breytzt. Þessi ákvörðun virðist í fljótu bragði nokkuð róttæk, en við nán- ari athugun sést, að hún á fullan rétt á sér. Menntun stúdenta, sem nú innritast í læknaskóla, hefur batnað mikið á undanförnum ár- um og óhætt er að fullyrða, að að- eins úrvals nemendur fullnægi þeim kröfum, sem læknaskólarnir setja til inngöngu. Til þess að tryggja sér inngöngu í læknaskóla hafa því stúdentar valið sér raun- vísindagreinar og þar á meðal líf- fræðigreinar sem undirstöðu- menntun. Sumir þeirra hafa þeg- ar unnið að sjálfstæðum vísinda- rannsóknum í þessum greinum, þegar þeir koma í læknaskólana. Af þessum sökum hefur verið tal- ið óþarft í mörgum beztu lækna- skólunum að halda uppi allri þeirri kennslu, sem áður var nauð- synleg í grunngreinunum, því að hún yrði aðeins endurtekning fyr- ir nemendurna. Klínísku grein- arnar hafa einnig orðið fyrir barð- inu á niðurskurðarmönnunum, og eru sumar þeirra ekki lengur skyldunámsgreinar. f einum skól- anna var jafnvel talað um að hafa handlæknisfræði eina af val- frjálsu greinunum. Eitt af því, sem talið er nauð- synlegt að gera til þess að beina kandidötum að almennri læknis- þjónustu, er að breyta inntöku- skilyrðum skólanna. f stað þess að leggja aðaláherzlu á raunvísinda- greinar og útiloka aðra en þá, sem hafa fyrst og fremst lagt stund á þær, verður einnig reynt að taka inn stúdenta, sem hafa fyrst og fremst stundað hugvís- indagreinar, þar á meðal sálfræði og þjóðfélagsfræði. í slíkum til- fellum gæti þurft að endurskoða styttingu grunngreinanna sem skyldunámsgreina, sem áðan var getið. Til þess að fá lækna í störf í afskekktari hlutum landsins og í fátækrahverfum borganna, hefur verið stungið upp á að taka hluta af stúdentum frá slíkum lands- hlutum í þeirri von, að þeir muni snúa aftur til heimkynna sinna að loknu námi. Sá skóli, sem ég dvaldist lengst við, var Harvard Medical School í Boston. Sá skóli er að gjörbreyta kennslukerfi sínu, og var það að- eins að nokkru leyti mótað s. 1. haust, þ. e. fyrsta og annað árið voru að mestu skipulögð, en síð- ari tvö árin ekki nema að litlu leyti. Samt sem áður var ekki tal- ið fært að bíða með það að byrja, og var þá hafin kennsla á fyrsta árinu eftir hinu nýja kerfi. Helzti frumkvöðull breytingar- innar er Dr. Alexander Leaf, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.