Læknaneminn - 01.04.1969, Page 67
LÆKNANEMINN
63
ið krufið til mergjar. Á því sviði
koma kostir umræðuhópanna eink-
um vel fram, þegar miðað er við
fyrirlestra. Fyrirlestrarnir eru
haldnir fyrst og fremst samkvæmt
skipulagi kennaranna, en ekki
samkvæmt beiðni nemendanna og
e. t. v. hefur aðeins hluti stúdent-
anna áhuga á því efni þá stund-
ina. Tími gefst heldur ekki til þess
að svara öllum spurningum, sem
vakna hjá áheyrendum á fjöl-
mennum fyrirlestrum. Þátttakend-
ur í fámennari umræðufundum
hafa aftur á móti flestir áhuga á
efninu, og árangur námsins verð-
ur því betri.
Nýrri kennslutækni byggist
fyrst og fremst á því, að nemand-
inn taki þátt í kennslunni. Sú að-
ferð er í samræmi við þá stefnu,
að auka hæfni stúdentanna til
sjálfsmenntunar, sem þeir munu
síðan halda við eftir að skólanám-
inu lýkur.
Ýmis konar kennslutæki eru á
boðstólum, sem auðvelda sjálfs-
nám. Sum eru einföld og ódýr, en
önnur eru flókin og dýr. Eitt ein-
faldasta tækið, sem ég sá, var
sett saman úr venjulegri sýning-
arvél (Slide projector), segul-
bandstæki og sýningartjaldi. Þeir
sem sáu um öflun efnis fyrir þetta
tæki, tóku fyrirlestra kennaranna
upp á segulband og fengu að taka
eftirmyndir af myndum og töfl-
um, sem þeir sýndu. Efni þetta
var síðan geymt á sama stað og
tækið og var stúdentum til afnota,
hvenær sem þeir þurftu. Flóknari
og dýrari tæki eru svonefnd
,,video-tape“, sem taka kvikmynd-
ir með tali, sem hægt er að sýna
upp aftur og aftur. Söfnum slíkra
mynda hefur verið komið upp
sums staðar. Einnig eru „video-
tape“ tæki notuð til þess að fylgj-
ast með stúdentum í viðtali þeirra
við sjúklinga. Eftir að viðtalinu
lýkur, er myndin sýnd, og kennari
leiðbeinir stúdentunum um það,
sem betur hefði mátt fara. Með
sama hætti geta skólar komið sér
upp tiltölulega ódýru kennslu-
myndasafni, sem byggt er á efni,
sem til fellur á kennsluspítala eða
rannsóknastofu skólans.
Sumar nýjustu byggingar
læknaskólanna hafa sjónvarps-
kerfi innan veggja sinna. Sjón-
varpsskermar eru í kennslustof-
um, rannsóknastofum og skurð-
stofum, og er þannig hægt að
flytja erindi og sýna myndir úr
fjarlægð. Slík sjónvarpstæki eru
notuð mismunandi mikið. Virtust
einna frekast vera not fyrir þau,
þar sem stúdentafjöldi var mikill
og kennarar fáir. 1 einum skól-
anum, þar sem tiltölulega fáir
nemendur voru miðað við kenn-
arafjöldann, var tækjaútbúnaður
þessi lítið notaður, þrátt fyrir að
hann væri til. Kennurum og nem-
endum fannst það standa töluvert
að baki fyrirlestrum og umræðu-
hópum með beinni þátttöku við-
staddra.
Við Illinois-háskóla er sérstök
stofnun, sem annast rannsóknir á
læknakennslu. Sú stofnun vinnur
efni sitt á vísindalegan hátt og
hefur þegar orðið mjög fræg und-
ir stjórn Dr. George E. Miller. Þar
fara meðal annars fram rannsókn-
ir á ýmsum kennsluaðferðum. Ein
aðferðin, sem þar hefur verið
reynd, er svokölluð „role plying
tehnique." Þar taka stúdentar
og/eða kennarar að sér hlutverk
t. d. sjúklings og læknis og ræða
vandamálið sín á milli í áheyrn
annarra stúdenta og kennara. Á
eftir er síðan rætt um kosti og
galla þessa viðtals. Þessi kennslu-
aðferð líkist mjög mikið því, að
notað sé ,,video-tape“, en er miklu