Læknaneminn - 01.04.1969, Síða 71

Læknaneminn - 01.04.1969, Síða 71
LÆKN ANEMINN 6 7 Öll voru erindi ræðumanna hin gleggstu, og fróðlegt var að heyra þetta vandamál rætt frá sjónarhóli skuri lækn- is, lyflæknis og barnalæknis. 1 lok fundarins var kosinn nýr stúd- entaskiptastjóri, Ölafur Oddsson. Fundurinn var vel sóttur. Fuiulur í F. L. Fundur var haldinn í Félagi lækna- nema 27. febrúar 1969 í einni kennslu- stofu Landspítalans. Fundarefni: Fé- lagsmál. Fyrstur tók til máls Sigmundur Sig- fússon II. hluta og ræddi um hina nýju löggjöf læknadeildarinnar, sem deildin er u. þ. b. að afgreiða. Gaf hann fund- armönnum gott yfirlit um þróun þess- ara mála. Kom fram, að róttækustu breytingarnar eru í sambandi við kosn- ingu deildarforseta, um leyfi lækna- deildar til að takmarka inngöngu í læknadeild og stofnun embættis kennslu- málastjóra. Að ioknu erindi Sigmundar voru um- ræður um löggjöfina. Ræddu menn aðal- lega um inntökuskilyrði í deildina og voru skoðanir manna á því máli mjög skiptar. Næstur tók tii máls gestur fundar- ins Jón G. Stefánsson cand. med. og ræddi um breytingu á reglugerðinni um veitingu lækninga- og sérfræðingsleyfa. Hefur nefnd á vegum læknadeildar starfað að tillögugerð um þessi mál að undanförnu, og mun tillagan nú liggja fyrir. Helztu breytingar eru þær, að gert er ráð fyrir, að kandidatsárið lengist um 2 mán., og menn geti valið um 4 mán. dvöl á slysavarðstofu, barnadeild eða geðdeild. Þá er og gert ráð fyrir styttingu sérfræðináms. Að loknu erindi Jóns urðu nokkrar umræður. Síðastur tók til máls Atli Dagbjartsson cand. med., og greindi mönnum frá hinni svonefndu Húsavík- urdeilu. Að lokum tók formaður félagsins Edda Björnsdóttir til máls og þakkaði ræðumönnum fyrir fróðleg erindi og sleit síðan fundinum. Fundurinn var illa sóttur, því að að- eins mættu 23 læknanemar. Fundur í F. L. Fundur var haldinn í Félagi lækna- nema 6. marz 1969 í Átthagasal Hótel Sögu. Gestir fundarins voru læknarnir Alfreð Gíslason og Þórarinn Guðnason. Formaður félagsins, Edda Björnsdóttir, setti fundinn og skipaði Jóhann Heiðar Jóhannsson fundarstjóra og Hörð Al- freðsson fundarritara. Ljóðalestur var fyrst á dagskrá. Þórarinn Guðnason lssknir las fjögur ljóð, eitt eftir hvert skáldanna Guðmund Frimann, Guðmund Böðvarsson, Þorstein Valdimarsson og Snorra Hjartarson, við góðar undirtektir fundarmanna. Þvi næst var erindi Alfreðs Gíslasonar læknis, sem hann nefndi: Hvað er líf? 1 upphafi máls síns ræddi hann stutt- lega um hlutverk lækna, þ. e. a. s. að varðveita heilsu, vernda líf og bjarga lifi. Næst ræddi hann um hugtökin „líf“ og ,,að lifa“, sem áður hefðu verið auð- skilin, en nú á tímum væri oft örðugt að skilgreina. Einföldustu skýringuna á lífi taldi hann þá, að það efni væri lif- andi, sem annaðist sjálft efnaskipti sín. Síðan vék ræðumaður að upphafi lifsins á jörðinni, og á hvern hátt það hefði hugsanlega orðið til og þróazt, og um rannsóknir vísindamanna á þessu sviði. Þá ræddi hann lítillega samband lífs og dauða. Að lokum dró ræðumaður saman nið- urstöður máls síns: Lífið er a. m. k. jafngamalt sólkerfunum. Það er gætt eilífn æsku. Lífið tók sér bólfestu í efn- inu, þegar efnið var undirbúið, slðan hefur það fullkomnazt og er enn í þró- un. Dauðinn er lífinu ónauðsynlegur og sumar lífverur bera í sér ódauðleikann (t. d. einfrumungar). Að loknu erindinu beindu fundarmenn nokkrum spurningum til fyrirlesara, en síðan var gert hlé á umræðum og tekið til við kaffidrykkju og kökuát. Meðan snætt var, lék Haukur Heiðar Ingólfs- son stud. med. létt lög á píanó. Síðar ræddi fyrirlesari nokkuð um hugtakið „biologiskt minni,“ og svaraði siðan enn nokkrum spurningum. Að umræðum loknum var þessum skemmtilega fundi slitið. Fundarsókn var nokkuð góð, mættir voru um 40 læknanemar. Aöalfundur F. L. Aðalfundur Félags læknanema árið 1969 var haldinn 25. marz í XI. kennslu- stofu H. 1. Edda Björnsdóttir formaður félagsins setti fundinn og stýrði honum, fundarritari var skipaður Leifur N. Dungal. Fyrst las formaður skýrslu um störf stjórnarinnar frá liðnu ári. Sigurður Þorgrimsson gerði grein fyr- ir reikningum stúdentaskipta. Pálmi Frímannsson las reikninga Læknanem- ans. Kom fram að upplag blaðsins hef-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.