Læknaneminn - 01.04.1969, Side 73

Læknaneminn - 01.04.1969, Side 73
LÆKNANEMINN 69 diktafónn hefur og: skotið þar upp koll- inum. Eln því miður vantar hann mót- part sömu tegundar og kemur því að litlu gagni enn sem komið er. Virðast sum- ir ekki gera sér ljóst, að um orðabelgi gildir reglan: ,,der skal to til“, þ. e. einn fyrir þá, sem lesa, og annan fyrir ritara, ef nokkurs árangurs er að vænta. Þó hefur borið við, að læknar hafi lesið inn á hann aðgerðarlýsingar o. fl. og eru þeir ekki frá því, að slíkt sé fljótlega en gamla lagið, þ. e. að lesa kandidötum fyrir og láta þá hand- skrifa. Journalar eru hins vegar ennþá handskrifaðir og þvi fremur óyndis- legir aflestrar eins og við er að búast, þegar beita þarf ýmsum aðferðum til að ráða þær hieroglýfur, sem hinir og þessir hafa hripað niður í flýti. Hafa kandídatar fullan hug á því að fá þessu breytt. Sá merkisatburður skeði fyrir skömmu, að kandídatar fluttu í nýtt herbergi, en það gamla, sem lengi hef- ur verið frægt að endemum, var mokað út. Er það mál manna, að margt furðu- legt hafi komið í ljós við þá evaeuatio. Er hið nýja herbergi bjart og vistlegt og að öllu leyti í samræmi við nútíma- kröfur um mannabústaði. En það, sem mest hefur glatt kandí- data og stúdenta, er, að tekin hefur verið upp reglubundin kennsla á deild- inni. Hefur Gunnar Biering barnalæknir riðið á vaðið og er ætlun hans sú, að kandidatar fái a. m. k. fimm kennslu- stundir í perinatologíu þann tíma, sém þeir eru á deildinni. Miðast þessi lág- markskennsla við það, að kandidatar fái yfirferð yfir þau atriði, sem þeim er hvað mest nauðsyn að kunna skil á varðandi ungbörn: 1) Skoðun ungbarna. 2) Rhesuskvillinn. 3) Lífgun ungbarna. 4) Respiratory distress. 5) Fyrirburðii'. Þetta er hugsað sem minimum, en Gunn- ar hefur boðizt til að fara yfir fleiri atriði og hafa fleiri tíma, sé þess óskað. Gynaecologar deildarinnar hafa ekki, enn sem komið er, auglýst fasta kennslu, þótt sumir muni hafa slxkt í athugun. Hins vegar hafa þeir haft góð orð um að hafa tíma með kandidötum og stúdentum, ef um þá sé beðið. Er slíkt lofsvert, en fast kennsluprógram er samt það, sem koma skal. Skemmtileg nýbreytni hefur verið upp tekin nýlega, eins konar „hádegisverð- arfundir" sem haldnir eru hálfsmánað- arlega. Komið er saman hjá þeim lækn- inum, sem fundinn heldur hverju sinni, snæddar pylsur og drukkinn pilsner og, þá er menn hafa tekið sárasta skurðinn frá brjóstinu, tekur gestgjafinn til máls og færir í tal tímaritsgreinar, sem hann hefur tekið til, um efni, sem hann hef- ur valiö til umræðu á fundinum. Leggja svo hinir orð i belg og eru málin rædd fram og aftur. Er mjög létt yfir þess- um fundum auk þess að þeir eru fróð- legir, enda tekin fyrir forvitnileg efni, hvort sem um er að ræða algerar nýj- ungar eða kynntar framfarir á þekktu sviði. Hafa til þessa verið haldnir tveir fundir, annar um prostaglandín, — efni, sem að vlsu er fundið fyrir alllöngu í prostata, en sem kornið hefur í ljós, að finnst i blóði kvenna meðan á fæð- ingu stendur. Hinn fundurinn fjallaði um „induction of labour,“ kynnt voru ný sjónarmið varðandi gangsetningu á fæðingum. Er gott t.il þess að vita, að hreyfing skuli vera komin á menn innan fæð- íngardeildarinnar. Við þá deild hefur of lengi loðað, að þar ríki deyfð og drungi. Þó segja megi með réttu, að of snemmt sé að spá um framtíðina, mun þó óhætt að segja, að það, sem talið hefur verið upp, lofi góðu um framhaldið, K. R. Leiðrétting. 1 greininni Mengun andrúmsloftsins urðu eftirtaldar þrjár prentvillur: Á bls. 34 stendur feitletrað Síkomin eitrun, en á að vera Síðkomin eitrun. Á bls. 37 í síðustu línu á undan þriðju greinarskil- um í Lokaorðum stendur brennisteins- tríoxíð, en á að vera brennisteins- tvíoxíð Þrem línum ofar stendur best 1 stað berst. Svör við þrautum. Pétur er 50 ára. E'rumþættir i tölunni 2450 eru 2,5,5,7 og 7. Séu þeir margfaldaðir saman, fást margir möguleikar á aldri barnanna. Fyrst Pétur veit samanlagðan aldur þeirra, en þarf saxnt fleiri upplýsingar hljóta tveir möguleikarnlr að gera sömu summu. Það eru einmitt möguleik- arnir 5,10,49 og 7,7,50. Fyrst það nægir Pétri að vita, að elzta barnið er yngra en hann sjálfur, hlýtur hann að vera 50 ára. Norðlendingurinn er lyfstali, Aust- firðingurinn kennari, Sunnlendingurinn sýslumaður og Vestfirðingurinn bæjar- stjóri. 16 kg. Gaztu þetta nú ekki heldur?

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.