Læknaneminn - 01.03.1980, Side 11
Hjartahlustun
Ásgeir Jónsson læknir
Greining hjartasjúkdóma byggist á sögu, skoðun
og rannsóknum. Skoðun má greina í marga þætli.
Eg mun eingöngu fjalla um einn þeirra, hjartahlust-
un, en það er gömul greiningaraðferð. Nýrri rann-
sóknaraðferðir á hjartasjúkdómum svo sem hljóð-
ritun, hjartaþræðing og bergmálstækni, hafa aukið
skilning manna á uppruna og merkingu hjartahljóða
og hjartaóhljóða. Gildi hjartahlustunar við grein-
mgu hjartasjúkdóma hefur því síst minnkað með
árunum.
Þau hljóð sem heyrast við hlustun má greina í
hjartahljóð (fyrsta og annað), tölthljóð (gallop-
hljóð eða þriðja og fjórða hjartahljóð), hjarta-
óhljóð, smellhljóð (clicks) og núningshljóð (rub).
Oft eru hjartahljóðin nefnd Sl, S2, S3, S4. (S
stendur þá fyrir sound).
Hjartahljjóð
Fyrsta hjartahljóð (Sl)
Fyrsta hjartahljóð er samsett úr fjórum fösum
fphase). Fyrsti og fjórði fasi heyrist ekki, en unnt
er að sjá þá með hljóðritun. Annar og þriðji fasi
myndast við lokun mítral- og trícuspídalloka sem
verður þegar þrýstingur í vinstri og hægri ventri-
culus verður hærri en þrýstingur í vinstra og hægra
atrium.
Þáttur mítrallokunnar í fyrsta hjartahljóði er
mun meiri en þáttur trícuspídallokunnar vegna
miklu meiri þrýstings í sýstólu í vinstri hjartahelm-
ingi en hægri. Mjög oft heyrist einungis eitt hljóð
sem þá myndast við lokun mítralloku.
Hljóð þetta er hátíðnihljóð, það er hæst yfir
hjartatoppi (apex cordis), en lækkar eftir því sem
nær dregur hjartagrunni (basis cordis). Það heyrist
rétt á undan slætti í hálsslagæð sem auðvelt er að
þreifa á um leið og hlustað er. Sýstóla er styttri en
díastóla og má nota þá vitneskju til að greina á milli
Mynd 1. Þessi mynd sýnir lirýslingsbreytingar í aorla og a.
pulmonalis og hjartahóljum í einu hjartaslagi (cardiac cy-
cle). Þá er sýnd opnun og lokun hjartaloka en lokun mílral-
og tricuspidalloká ve/dur jyrsta hjartahljóSi, en lokun aorla-
og pulmonalloka öffru hjartahljócii. Þá eru lcúrvur sem sýna
breyt'.ngar á blóffmagni vinstri venlricidus og jugular bláœff.
Apex cardiogram sýnir óbeint rúmmálsbreytingar í vinstri
ventriculus. Með því aff tengja þessar breytingar hjartaraj-
riti sést hvar í hjarlaslaginu jiœr kúma.
MC: Mitral closure; MO: Mitral opening; TC: Tricuspid
closure; TO: Tricuspid opening; AC: Aortic closure; AO:
Aortic opening; PC: Pulmonic closure; TO: Tricuspid
opening; OS: Opening snap; IC: Isovolumetric conlracúon;
IR: Isovolumelric relaxation; RFW: Rapid jilling wave;
SFW: Slow filling wave.
LÆKNANEMINN
9