Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 65

Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 65
Efnt var til fundar fyrir áhugamenn um Svíþjóð- arferð og reynt að kynna sem flestar hliðar málsins. Var í þessu sambandi m.a. tekin saman skrá yfir þá staði, sem læknanemar voru á í fyrra og er hún í herbergi F.L. Námsstöður Á síðasta ári brá svo við, að heilbrigðisráðherra tók þá ákvörðun, að ekki yrðu veittir styrkir fyrir námsstöður læknanema í héraði. Átti þetta að vera sparnaðarráðstöfun ríkisstjórnarinnar. Fannst stjórn F.L. illt í efni og skrifuðum við bréf til ráðherra þar sem leidd voru rök að nauð- syn þessara námsstaða. Fór fulltrúi stjórnar ásamt ráðningarstjóra á fund ráðherra og röktu máli'ð. Hann tók þetta vel upp og fengum við tvær milljónir til ráðstöfunar. Þessi ákvörðun gilti hins vegar eingöngu fyrir sl. sumar og er enn óljóst hvað verður um framhald á þessum styrkjum. Fundur í F.L. haklinn í jan. samþykkti að beina þeim tilmælum til fjárveitingarvaldsins að tryggt verið að fé fengist fyrir þessum stöðum á komandi sumri. Hefur Svavari Gestssyni heilbrigðismálaráð- herra verið kynnt ályktun F.L. og farið fram á að fé verði veitt í þessar stöður í sumar. Félagsfundir Boðað var til fjögurra félagsfunda á tímabilinu. Einn féll niður vegna fámennis. Tekin voru til um- ræðu ýmis mál og var umræða oft fjörug þótt ekki væru fundirnir fjölmennir. Helstu mál voru: Fílu- málið, sem síðar var leitt í farsælan farveg. Matar- fríðindamálið, en þar bar ýmislegt á góma án þess að niðurstaða fengist. Lagabreytingar: um Fræða- búr og um Námsnefndir. Lœknadeildarhúsið; en þar var farið mjög ýtarlega bæði í sögu málsins og einn- ig á hvaða stigi það mál er. Kennslustofumál, stúd- entaskiptastjóri kjörinn o.fl. Þriðjungsaðild Á síðasta aðalfundi var samþ)rkkt ályktun þess efnis, að stefna ætti að þriðjungsaðild stúdenta inn- an stjórnstofnana deildarinnar s.s. í deildarráði og kennslunefnd. En fyrir liggur m.a. stefnuyfirlýsing um þetta. Yar málið rætt talsvert á stjórnarfundum og höfðu allir hug á að efla völd stúdenta innan deildarinnar. Hins vegar vafðist fyrir fólki, hvernig að þessu væri best staðið, því bæði þyrfti laga- og reglugerðarbreytingar til. Og líka hafði nýverið verið búið að ganga frá rækilegri endurskoðun á lögum og reglugerð háskólans og þar hafði málið verið rætt að einhverju leyti. Nokkrum óaði líka við því, að þurfa að smala hátt í 30 læknanemum á deildarfundi. Málið er í biðstöðu. Deildarfundir Á árinu voru haldnir þrír deildarfundir, þar af einn um mitt sumar. Stöðuveitingar voru aðallega á dagskrá þessara funda. F.L. hefur hingað til haft þá stefnu að láta slík mál afskiptalaus. I júlí var þó eitt mikilvægt mál tekið fyrir, en það var fílumálið svonefnda. Þá kom F.L. með til- lögu að fílan yrði val, og var tillagan samþykkt eins og mönnum er kunnugt. Af tlciUlarráðsfuntlum Haldnir voru 22 deildarráðsfundir á tímabilinu. Komu fjölmörg mál til umræðu og afgreiðslu. Fer mestur tími deildarráðs í afgreiðslu almennra lækn- ingaleyfa og sérfræðileyfa en deildarráð er umsagn- araðili um slík mál. Þau mál er mesta þýðingu höfðu fyrir læknanema voru eftirfarandi: LÆKNANEMINN 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.