Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Side 65

Læknaneminn - 01.03.1980, Side 65
Efnt var til fundar fyrir áhugamenn um Svíþjóð- arferð og reynt að kynna sem flestar hliðar málsins. Var í þessu sambandi m.a. tekin saman skrá yfir þá staði, sem læknanemar voru á í fyrra og er hún í herbergi F.L. Námsstöður Á síðasta ári brá svo við, að heilbrigðisráðherra tók þá ákvörðun, að ekki yrðu veittir styrkir fyrir námsstöður læknanema í héraði. Átti þetta að vera sparnaðarráðstöfun ríkisstjórnarinnar. Fannst stjórn F.L. illt í efni og skrifuðum við bréf til ráðherra þar sem leidd voru rök að nauð- syn þessara námsstaða. Fór fulltrúi stjórnar ásamt ráðningarstjóra á fund ráðherra og röktu máli'ð. Hann tók þetta vel upp og fengum við tvær milljónir til ráðstöfunar. Þessi ákvörðun gilti hins vegar eingöngu fyrir sl. sumar og er enn óljóst hvað verður um framhald á þessum styrkjum. Fundur í F.L. haklinn í jan. samþykkti að beina þeim tilmælum til fjárveitingarvaldsins að tryggt verið að fé fengist fyrir þessum stöðum á komandi sumri. Hefur Svavari Gestssyni heilbrigðismálaráð- herra verið kynnt ályktun F.L. og farið fram á að fé verði veitt í þessar stöður í sumar. Félagsfundir Boðað var til fjögurra félagsfunda á tímabilinu. Einn féll niður vegna fámennis. Tekin voru til um- ræðu ýmis mál og var umræða oft fjörug þótt ekki væru fundirnir fjölmennir. Helstu mál voru: Fílu- málið, sem síðar var leitt í farsælan farveg. Matar- fríðindamálið, en þar bar ýmislegt á góma án þess að niðurstaða fengist. Lagabreytingar: um Fræða- búr og um Námsnefndir. Lœknadeildarhúsið; en þar var farið mjög ýtarlega bæði í sögu málsins og einn- ig á hvaða stigi það mál er. Kennslustofumál, stúd- entaskiptastjóri kjörinn o.fl. Þriðjungsaðild Á síðasta aðalfundi var samþ)rkkt ályktun þess efnis, að stefna ætti að þriðjungsaðild stúdenta inn- an stjórnstofnana deildarinnar s.s. í deildarráði og kennslunefnd. En fyrir liggur m.a. stefnuyfirlýsing um þetta. Yar málið rætt talsvert á stjórnarfundum og höfðu allir hug á að efla völd stúdenta innan deildarinnar. Hins vegar vafðist fyrir fólki, hvernig að þessu væri best staðið, því bæði þyrfti laga- og reglugerðarbreytingar til. Og líka hafði nýverið verið búið að ganga frá rækilegri endurskoðun á lögum og reglugerð háskólans og þar hafði málið verið rætt að einhverju leyti. Nokkrum óaði líka við því, að þurfa að smala hátt í 30 læknanemum á deildarfundi. Málið er í biðstöðu. Deildarfundir Á árinu voru haldnir þrír deildarfundir, þar af einn um mitt sumar. Stöðuveitingar voru aðallega á dagskrá þessara funda. F.L. hefur hingað til haft þá stefnu að láta slík mál afskiptalaus. I júlí var þó eitt mikilvægt mál tekið fyrir, en það var fílumálið svonefnda. Þá kom F.L. með til- lögu að fílan yrði val, og var tillagan samþykkt eins og mönnum er kunnugt. Af tlciUlarráðsfuntlum Haldnir voru 22 deildarráðsfundir á tímabilinu. Komu fjölmörg mál til umræðu og afgreiðslu. Fer mestur tími deildarráðs í afgreiðslu almennra lækn- ingaleyfa og sérfræðileyfa en deildarráð er umsagn- araðili um slík mál. Þau mál er mesta þýðingu höfðu fyrir læknanema voru eftirfarandi: LÆKNANEMINN 59

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.