Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 14

Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 14
æða, en það veldur minnkuðu innflæði til vinstri hluta hjarta og styttri sýstólu. C) A2-P2 bil er jafnt við inn- og útöndun (fixed splitting) : I. Þegar innflæði til hægri ventriculus er stöð- ugt. Dæmi um það er atrial-septal defect þar sem flæðið frá vinstra til hægra atrium minnkar við innöndun en eykst við útöndun, en flæði til hægri ventriculus helst stöðugt það sama, þannig að lengd hægri ventriculus- sýstólu verður alltaf eins. II. Þegar bilun verður á hægri ventriculus þá helst rúmmál og lengd sýstólu hægri ventri- culus stöðugt. D) „Paradoxical splitting" er það nefnt þegar ann- að hjartahljóð er klofið við útöndun. Orsakir eru: I. a) A2 seinkaður vegna: 1) vinstra greinrofs, 2) aukaslags sem á upptök sín í hægri ventri- culus, 3) gangráðs í hægri ventriculus. Eg vísa til fyrri lýsingar á leiðni taugaboðs til hægri og vinstri ventriculus. I ofangreind- um tilvikum verður seinkaður samdráttur í vinstri ventriculus. Við innöndun verður A2-P2 bilið <20 msek. og eitt hljóð heyrisl, en við útöndun kemur P2 á undan A2. b) A2 einnig seinkaður, ef samdráttur i vinstri ventriculus er lengdur vegna: 1) stenosis valvulae aortae, 2) stenosis subvalvularis, 3) angina peotoris eða infarctus myo- cardii, 4) aukins útfallsmagns, t. d. við regurgitatio valvulae aortae og ductus arteri- osus persistens. Ekki valda þó ofangreindir sjúkdómar alltaf „paradoxical splitting“. Við stenosis valvulae aortae verður stenosis að vera mikil og lokan lítið kölkuð og hreyfanleg til að „paradoxi- cal splitting“ verði. Einnig heyrir það til undantekninga að angina pectoris eða in- farctus myocardii valdi „paradoxical splitt- ing“. II. P2 kemur snemma vegna þess að taugaboð til hægri ventriculus berst óeðlilega hratt. Þetta getur gerst við Wolf-Parkinson-White syndrome, en þá fer taugaboð oft framhjá AV hnút og beint frá atrium til ventriculus. Þrið'ja hjartahljóð (S3) Þriðja hjartahljóð er lágtíðnihljóð sem kemur 0,1—0.2 sek. á eftir öðru hjartahljóði. Það heyrist best yfir hjartatoppi. Díastólísk fylling á ventriculus hefur þrjá fasa. Fyrst er hröð fylling (rapid filling phase), þá hægari fasi (slow filling phase) og loks lokafasi vegna atrium sýstólu (atrial phase). Sé sam- tímis gerð hljóðritun og óbein rúmmálsritun (apex cardiography) sést að þriðja hjartahljóð kemur á mótum fyrsta og annars fasa díastólískrar fvllingar. Þriðja hjartahljóð er eðlilegt fyrirbrigði í börn- um og unglingum en ailltaf sjúklegt ef það heyrist í fullorðnum. Langoftast er um aukna þenslu á vinstri ventriculus að ræða og sjúklingur hefur einkenni um hjartabilun. Greina ber þriðja hjartahljóð frá opnunarhljóði mítralloku við stenosis mítralis (opening snap), en það hljóð kemur aðeins fyrr í díastólu og er hátíðnihljóð. Högghljóð frá gollurs- húsi (pericardial knock) líkist þriðja hjartahljóði og kemur á sama tíma. Þetta hljóð heyrist við peri- carditis constrictiva. Það er yfirleitt hærra en þriðja hjartahljóð. Fleiri einkenni veita vísbendingu við mismunagreiningu. Stutt díastólískt óhljóð getur einnig líkst þriðja hjai tahljóði. Fjórða hjartahljóð (S4) Fjórða hjartahljóð er lágtíðnihljóð sem myndast vegna minnkaðrar þenslugetu vinstri eða hægri ventriculus (decreased distensability) og á Hklega upptök sín í hjartavöðvanum. Það kemur samtímis samdrætti í atrium og ef þá er gert hjartalínurit og hjartahljóðritun sést að það kemur > 70 msek. á eftir P-takka hjartalínurits. Orsakir fjórða hjarta- hljóðs eru margvíslegar. 1) Blóðþurrð hjartavöðva (myocardial ischemia). a) Hjartakveisa (angina pectoris). Við hjartakveisu verður tímabundin blóð- 12 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.