Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 52
Lesstofan í suðurenda HSI.
tilstuðlan stjórnarinnar og skrifaði hann grein í
Helgarpóstinn.
Nú standa málin þannig, að ennþá höfum við
Tjarnargötuna, lesstofur í Armúla, sem eins og fyrri
daginn eru ekkert nýttar og nýja lesstofu í Hjúkrun-
arskólanum.
Ekkert hefur heyrst neitt nýtt um lestrarhúsnæði,
nema að sjálfsögðu framtíðarlesstofur í Læknadeild-
arhúsinu.
Liifi félafisins
Lög félagsins voru endurskoðuð á starfsárinu og
verða nokkrar minniháttar lagabreytingar lagðar
fyrir aðalfund. Eru þær flestar til að staðfesta orð-
inn hlut eða tilraun til að efla starfsemi félagsins
inn á við.
JÚtfláfa meinvarpa
Meinvörpin grasseruðu hjá stjórninni. Gefin voru
út 6 blöð, sem hvert öðru var merkilegra. Stjórnin
reyndi að nota þennan miðil til að upplýsa um starf
sitt og til að kynna ýmis mál, sem kornu læknanem-
um við. í raun, þá eru meinvörpin mikilvægur hlekk-
ur í sambandi stjórnar og annarra læknanema og
vel þess virði að gera þau veglega úr garði.
Útfiáfa lafjanna off síniashrárinnar
Lög Félags læknanema og reglugerðir voru gefn-
ar út á árinu. Engin rétt lög höfðu þá komið út síð-
an appelsínugula kennsluskrá Læknadeildar kom síð-
ast út í júlí 1977. I framtíðinni stendur þó til að slík
kennsluskrá komi út árlega og fá þá lögin væntan-
lega þar inni sem fyrr.
Þegar haustmisseri hófst varð það ljóst, að engin
símaskrá nemenda kæmi frá skrifstofunni. Borið var
við fjárskorti, en það þótti undarleg afsökun, þar
sem slík símaskrá er gefin út fyrir kennara deildar-
innar og hefði það ekki hleypt kostnaðinum að ráði
upp þótt fjölrituð yrðu um leið eintök fyrir nem-
endur. Gefin var út símaskrá á vegum félagsins þar
sem notaðir voru stenslar skrifstofunnar. Nú er að
sjá hvort deildin tími að gefa út skrá yfir nemend-
ur sína næsta ár.
Frasðabúr
Eitt af verkum fráfarandi stjómar var stofnun
Fræðabúrs F. L. Hlutverk Fræðabúrsins er að halda
til haga og tryggja aðgengi prófa, glósa og annarra
slíkra gagna, er mættu koma læknanemum að gagni
við nám þeirra.
I Fræðabúri eiga sæti auk formanns einn fulltrúi
af hverju námsári og er hlutverk þeirra að vera
tengiliður búrsins við hinn almenna læknanema. Þá
skulu þeir Fræðabúrsmenn halda kynningarfund
með hverju námsári að hausti og kynna hvað er í
búrinu að finna hverju sinni.
Símamál í Ármála
Nokkur óánægja hefur verið meðal stúdenta í Ár-
múla 30 yfir því að ekki skyldi vera hægt að ná til
þeirra gegnum síma. Eins og stúdentum er kunnugt,
er símasjálfsali í Ármúlanum, og er hvorki gefið upp
símanúmer fyrir símann, né tengd við hann bjalla.
Er þetta hvort tveggja fyrir hendi hvað varðar sím-
ann á lesstofum læknanema í Tjarnargötu.
2. árs nemar ásamt fulltrúa frá stjórn F.L. héldu
á fund Stefáns Sörensen háskólaritara til að kanna
leiðir til úrbóta, en hann hefur með símamál H.I.
að gera. Gaf hann þær upplýsingar að þeir sjálfsalar
sem væru í kennsluhúsnæði H.L væru reknir með
miklum halla, og komið hefði til tals, að leggja þá
niður. Þá kvað hann simann í Ármúla 30 vera þann
48
LÆKNANEMINN