Læknaneminn - 01.03.1980, Qupperneq 60
6) Námsnefndir
Samþ. hefur veriö að koma á fót námsnefndum
og skal ein námsnefnd starfa fyrir hvert ár. Skulu
nefndirnar skipaðar kennurum og nemendum að
jöfnu (2 stk. að hvoru). Nýlega hefur verið fjallað
um þessi mál á félagsfundi og í Meinvörpum og
verður málinu ekki gerð nánari skil hér.
7) Vinnureglur varðandi próf
Vegna kærumála varðandi próf hefur kennslu-
nefnd beint eftirfarandi reglum til kennara deild-
arinnar er þeir hafi til hliðsjónar við gerð, mat og
framkvæmd prófa:
1. Kennarar kynni nemendum og kennslunefnd
prófform og reglur um mat í upphafi kennslu.
Forsvarsmanni kennslugreinar ber að sjá til
að þetta sé gert.
2. Skrifleg endurtekningar- og sjúkrapróf skulu
líkjast upnharlega nrófinu sem mest að gerð.
Verði því ekki við komið skal tilkynnt a.m k.
með mánaðar fyrirvara í hverju breytingin
er fólgin. Sama gildir ef breytingar eru gerð-
ar á formi reglulegra prófa.
3. Við mat á endurtekningar- og sjúkraprófum
skal gera sambærilegar kröfur og í upphaf-
lega prófinu.
4. Kennarar riti ekki einkunnir sínar eða athuga-
semdir á prófúrlausnir, þar eð það kynni að
torvelda prófdómara, ef til yrði kvaddur,
að uppfylla þau skilyrði 49. gr. reglugerðar
Háskóla íslands, að gefa sjálfstætt einkunn
fyrir úrlausn.
Þessi samþvkkt má teljast nokkur búfengur fyrir
stúdenta þar sem einstaka kennarar hafa til þessa
haft sína hentisemi við próf og fyrirgjöf.
8) Námsefnislýsingar
Sent hefur verið bréf til kennara deildarinnar og
þeiv beðnir um einskonar ,.marklvsin<;u“ á kennslu
si-’ni. Slík námsefnislýsing yrði til mikilla bóta bæði
fyrir nemendur og einnig fyrir kennslunefnd og þá
aðila, sem fjalla um endurskioulagningu og samhæf-
ingu námsins, því raunverulega hefur enginn yfir-
sýn yfir kennslu (í smáatriðum) í deildinni. Slíkt
yrði einnig til mikilla bóta hvað varðar störf próf-
dómara í kærumálum, að upplýsingar þessar liggi
fyrir. Er nú eftir að sjá undirtektir kennara í máli
þessu.
9. Reglur um viðurkenningu eldri prófa
Umræða á sér nú stað um viðurkenningu eldri
prófa í læknadeild og viðurkenning prófa úr öðrum
deildum og öðrum háskólum eða sambærilegum
menntastofnunum. Þessi mál eru nú í deiglunni,
ákveðnar tillögur hafa komið fram en of snemmt
er að segja hvað endanlega kemur út úr máli þessu.
10) Einingakerfi í Ireknadeild
Nýlega hafa umræður um einingakerfi í deildinni
verið hafnar að nýju, en tillaga um slíkt var felld
á deildarfundi sl. vor. Hafa umræður nú snúist um
það að skilgreind verði vinnuvika í læknadeild og
hvernig heppilegt sé að skipta slíkri viku milli fyrir-
lestra, verklegs náms og sjálfsnáms. Er augljóst að
þessi skipting yrði mismunandi hjá aðskiljanlegum
greinum. Hverri grein yrði síðan úthlutað ákveðn-
um fjölda vikna og yrði hver vika metin sem ein
eining. Rætt hefur verið um að slíkt einingamat yrði
síðan notað til að meta vægi einkunna, en skiptar
skoðanir eru um það hvemig slíkt á að gera, þ.e.
hvort að preklinisku- og klinisku greinarnar ættu
að hafa sama vægi m.t.t. einingafjölda.
Hvað varðar fyrra atriðið, þ.e. skilgreiningu á
vinnuviku er ákaflega eðlilegt að slíkt sé gert. Með
slíku mætti sporna við sífelldri útþenslu greina og
hafa hemil á námsálaginu.
Að lokum
Mörg fleiri mál hefur rekið á fjörur kennslunefnd-
ar. en ekki er ástæða til að tíunda þau frekar hér.
Mikilvægt er að árétta að nemendur sem hafa ein-
hver mál fram að færa til kennslunefndar og/eða
deildarráðs, snúi sér til Félags læknanema með sín
mál, því að oft hefur það viljað brenna við að full-
trúar félagsins fái ekki upplýsingar um einhvern
málarekstur nemenda fyrr en á fundum í kennslu-
nefnd/deildarráði, og eru þá oft úti á þekju þar sem
forsaga málsins er ókunn. Einnig hafa nemendur
ekki lagt mál fyrir á „réttan“ hátt m.t.t. formleg-
heita og getur félagið ráðið þar bót á. Það er ákaf-
lega bagalegt að félagið viti ekki málarekstur nem-
54
LÆKNANEMINN