Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 20
Fósturhjartsláttar- og hríðarit (CTG)
Úrlestur og túlkun
Arnar Hauksson læknir
Þróun shilnintis ú FHR-ritum:
Fósturhjartslúttarrituin
Hin upprunalega flokkun á fósturhjartsláttarritum,
sem samin var af Caldeyro-Barcia og samstarfsmönn-
um og út kom 1966 og endurbætt síðan af ílon og
Quilligan 1968, hefur staðist reynslu tímans. I dag
styðjast flestir við flokkun Hon, sem síðar var út-
færð af Bretanum Beard 1971. Beard sýndi þá fram
á að jafnvel alvarleg truflun á FHR-riti (.base line
tachycardia) er í 50% tilfella tengd eðlilegu sýru-
basavægi fóstursins.
Þá varð mönnum endanlega ljóst að FHR er að
meginhluta til mælikvarði á súrefnismettun fósturs-
ins. Hvernig einstakt fóstur bregst svo við súrefnis-
skorti (hypoxy) byggist á almennu ástandi þess,
hversu lengi álagið varir, og því hvort um sé að
ræða fylgjuþurrð (insufficientia placentae) eða
ekki. Segja má að FHR sé mælikvarði á breytingar
á súrefnismettun fóstursins og þegar ritið verði af-
brigðilegt þurfi að gera rannsóknir á blóðgösum frá
fóstrinu til þess að meta svar þess við súrefnisskort-
inum.
Hjartslúttar- og liríðamælir
(Cardiotocograph — CTG-monitor)
Þetta tæki skráir hjartslátt og hríðir ýmist með
ytri eða innri skráningu eftir því hversu langt í fæð-
ingu konan er komin. Nákvæmni slíkra tækja er mik-
il, ±0,1% á öllu mælisviðinu, sem er um 50-240
slög á mín.
A síðasta áratug hefur fleygt fram tækni við gerð
monitora. Jafnhliða hafa hrannast upp lífeðlisfræði-
legar upplýsingar um fóstur og móður, bæði fyrir
og í fæðingu. Það er nú samdóma álit að samdrátt-
ur legsins valdi skertum móður-fósturs Ijlóðskiptum.
Sú skoðun er og í gildi að áður en óafturkræfar
fósturskemmdir verði, hljóti fóstrið fyrst að vera út-
18
sett fyrir einhverju álagi og sé þessu álagi leyft að
aukast umfram það sem fóstrið geti hamlað gegn,
leiði það til varanlegra skemmda á fóstrinu, eða
jafnvel dauða þess. Því miður hefur enn ekki tekist
að íinna nákvæmlega þá stundu þegar svo er gengið
á varabirgðir fóstursins að það ræður ekki lengur
við álagið og kemst í hættu (foetal distress).
Rétt er að undirstrika að samdráttur er endurtek-
ið álag, sem öli fóstur eru útsett fyrir, en áhætíu-
fóstur (high risk) með lítið álagsþol (reserve) vegna
ýmisskonar meðgöngusjúkdóma móðurinnar, fylgju-
þurrðar, lyfjaáhrifa eða breytinga á blóðþrýstingi,
eru þá þegar undir talsverðu álagi, svo aukinn sam-
dráttur í hríðum og fæðingu er það aukaálag, sem
setur fóstrin í áðurnefnda hættu.
Ennþá greinir menn á um hvernig túlka eigi ýmis-
leg séreinkenni í ritum, en reynsla hefur fengist með
því að skoða niðurstöðurnar út frá sameiginlegri
útkomu úr ritunum, ástandi barnsins eftir fæðingu,
þekktum sjúkdómum móðurinnar á meðgöngu og
útlili fylgju eftir fæðingu. Einnig hafa verið gerðar
margvíslegar dýratilraunir, en auðvitað er ekki hægt
að leggja út í rannsóknir með móður og barn til
þess að sannprófa hvort álit okkar á ritunum sé rétt.
Orsaliir fósturúlags (Foetal distress)
í allt að 25% fæðinga er naflastrengur vafinn ein-
hvers staðar utan um líkamann. Þar sem fóstrið er
í afmörkuðu þröngu umhverfi, einkum og sér í lagi
þegar vatnið er farið, aukast líkur á því að nafla-
strengur komist í klemmu. Nú þekkja menn ákveðin
mynstur í fósturhj artsláttarriti, sem tengd eru þrýst-
ingi eða klemmu á naflastreng.
Onnur orsök fyrir fósturálagi (distress) er fylgju-
þurrð (insufficientia placentae). Þetta hugtak felur
í sér að öndunar- og næringarþörf fóstursins sé ekki
fullnægt. Þar sem góð blóðskipti og blóðflæði um
LÆKNANEMINN