Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 27

Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 27
barn. Hvernig má lagfæra slæmt rit? Algengasta or- sök fósturálags (foetal distress) er þrýstingur á naflastreng, sem gefur breytileg hjartsláttarföll (vari- able deceleration). Ein algengari orsök fyrir síðbúnum FHR föllum bjá konum með fylgjuþurrð, er óþarflega ríkuleg oxytocingjöf í gangsetningum. Það gefur samfelldan samdrátt í legið og þar af leiðandi ónógt blóðflæði. Ahrifin aukast hafi konunni þar að auki verið gefið verkja- eða deyfilyf, s.s. pethidin, glaðloft og epi- dural deyfingu, sem lækka blóðþrýsting. Þó hér að framan hafi verið minnst á meðferð jafnhliða og tilefni gafst til, er rétt að draga það saman í eftirfarandi röð: 1) Breytt lega móður. Þetta er tilraun til þess að fjarlægja þrýsting af naflastreng með því að dreifa þeim þrýstingskröftum. sem á hann verka. Sam- dráttakraftur legsins minnkar einnig nokkuð í hlið- arlegu. 2) Leiðrétta lágþrýsting, breyta stellingu móður, bækka undir fótum, gefa vökva í æð. Allt þetta hækkar þrýsting, gefur þar af leiðandi betra gegn- umstreymi blóðs um fylgju. 3) Minnka samdrætti í legi (uterus activitet). Draga úr eða skrúfa fyrir Syntocinondreypi. Gefa Utopar. Minnkaður samdráttur eykur blóðflæðið og gefur lengri hvíldir á milli álaga. 4) Gefa súrefni í þéttum maska, 6-7 lítra á mín. Það dregur úr síðbúnum föllum (late deceleration). Súrefnisgjöf til móður hækkar hlutþrýsting súrefnis í blóði og eykur þar af leiðandi súrefnisgjöf til fósturs. 5) Undirbúa fyrir keisaraskurð til að ljúka fæð- ingu, sé ástand óbreytt eftir 30 mín. Moniior or/ fiilfijuþurríí Ekki er hægt að ganga svo frá þessu rabbi um fósturhjartsláttarrit og monitor, að ekki sé minnst á giklihans við mat á langvinnri fylgjuþurrð (insuffic- cientia placentae chronica). Þar skal hafa í huga að hluti af perinatal dauða á sér stað fyrir og í fæð- ingu. (Allur samdráttur í legi verkar sem álag á fóstrið og þeim mun alvarlegra, sem fylgjuflæðið er lélegra fyrir). Þegar líður á meðgöngu aukast þarfir fóstursins með vaxandi stærð og í álagi er það fljótt að klára hugsanlegar varabirgðir í fylgjunni og sé hún lé- leg, minnkar hæfni þess til að mæta álagi (mynd IX). Mynd IX sýnir möguleika fósturnæringar teiknaða sem jafnstóra kassa. Dökki hlutinn er þörf fóstursins hverju sinni, hvíti hlutinn, ólitaði, það umfram magn af næringu og súrefni, sem fóstrið hefur í fylgjunni hverju sinni til að grípa til þegar það verð- ur fyrir álagi (í samdrætti). Við sjáum að þessi varasjóður minnkar eftir því sem á meðgöngu líður. A næstu mynd (X) sést hvað gerist við aukið álag á fóstrið. Það þarf þá meira loft og næringu og gengur fljótar á varaforða sinn í fylgju. Snemma LÆKNANEMINN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.