Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 41
Reyndist Woodburne best m.eð tilliti til ritgerða-
prófs. I nevróanatomíu voru tímaglósur frá Hann-
esi til mests gagns, bókin eftir Barr er mjög torsótt.
Vefjafræði var gjarnan látin sitja á bakanum og
glósur frá Guðmundi lesnar en Leeson og Leeson í
Valgarðs hluta. Fóru margir flatt á vefjafræði
vegna þessa og legg ég til að menn glotti stíft í Lee-
son og Leeson (einkum þann síðarnefnda), það er
góð bók .
Það sem hér hefur birst eru skoðanir einnar
breyskrar sálar og endurspeglar ekki á neinn hátt
áíit fjöldans. Kennarar mættu gera meira af því að
senda út könnunarsnepla meðal nemenda ef þeir
vilja fá raunhæfa gagnrýni.
Stefán Steinsson.
Lífefnafrœð i
I fyrravetur var nemendum á öðru ári bent á 5
kennslubækur í lífefnafræði. Það er mín skoðun að
óþarfi sé að benda á svo margar Ijækur, því flestum
nemendum er fjárhagslega ókleyft að festa kaup á
þeim öllum, auk þess sem flestir eiga nóg með að
komast yfir námsefnið í einni kennslubók eða tveim-
ur. Undirrituðum dugði sæmilega að lesa bækur
þeirra Stryers og Harpers, þó að misjafnt sé hvaða
tökum kennararnir taka námsefnið. Fyrrnefnda bók-
in er eins ljós og jafn skemmtileg aflestrar og
kennslubók í lífefnafræði getur orðið, en sú síðar-
nefnda er nákvæm auk þess sem hún er að öllum
líkindum nauðsynleg í þeim hluta námsefnisins sem
tengist lífeðlisfræði.
Kennslan í lífefnafræði fór fram í fyrirlestrum og
verklegum æfingum í Armúla 30 eins og undanfarin
ár.
Davíð Davíðsson prófessor flutti 25 fyrirlestra
um ýmis efni, einkum hinn lífeðlislega hluta náms-
efnisins. Kennsla Davíðs var óskipuleg og óskýr að
mati undirritaðs. Tilgangslítið var að skrifa glósur
í tímum Davíðs vegna tilhneigingar hans að hlaupa
fram og aftur í námsefninu, enda var mæting í tíma
Davíðs fremur léleg. Til bóta væri ef Davíð sæi sér
fasrt að afmarka efni fyrirlestra sinna betur og þá
jafnframt að gefa nákvæmari og betri marklýsingu
t sínum hluta námsefnisins. Það má þó segja Davíð
til hróss að hann kryddaði kennslu sína gjarna með
ýmsu móti.
Vegna þess hve óljóst námsefnið verður í hönd-
um Davíðs, er örðugt að finna um það texta sem
tekur það fyrir á líkan hátt og hann. Undirritaður
las þó bók Harpers.
Hörður Filippusson dósent flutti 27 fyrirlestra um
margvísleg efni, svo sem um amínósýrur og prótein,
ensím, fituefni og stjórnun efnaskipta. Fyrirlestrar
hans voru skýrir og greinilega mjög vel undirbúnir.
Að skaðlausu mætti Hörður þó temja sér svolítið
líflegri framsetningu efnis, auk þess sem honum
liggur nokkuð lágt rómur. Nemendum til vinnu-
sparnaðar mætti Hörður, ásarnt öðrum kennurum í
lífefnafræði, gjarna fjölrita það mikilvægasta af
glærunum sem hann og fleiri kennarar nota í mikl-
um mæli. Marklýsing Harðar var mjög góð.
Baldur Símonarson dósent flutti 23 fyrirlestra
um sykurefnafræði, orkubúskap og oxun og efna-
skipti köfnunarefnissambanda. Fyrirlestrar hans
voru skýrir og skemmtilegir, enda var mæting yfir-
leitt mjög góð. Að öðrum kennurum í lífefnafræði
ólöstuðum, held ég að fyrirlestrar Baldurs hafi ver-
ið skemmtilegastir. Baldur gaf út fjölrit sem í var
mikið af glærum þeim sem notaðar voru í tímum.
Það mætti vera öðrum kennurum í lífefnafræði til
fyrirmyndar. Marklýsingar í Baldurs hluta voru ná-
kvæmar og góðar. Kennslubók Stryers er án vafa
best í efni Baldurs.
Þorvaldur Veigar Guðmundsson dósent flutti 22
fyrirlestra í lok vetrar um hormón og fleira. Fyrir-
lestrar Þorvaldar Veigars voru ákaflega góðir, skýr-
ir og áhugaverðir, enda fóru tímaglósur úr tímum
Þorvaklar Veigars langt með að duga sem lesefni
til prófs. Undirritaður gluggaði þó í bók Harpers
til stuðnings. Marklýsing var ágæt.
Elín Olafsdóttir lektor flutti 13 fyrirlestra um
frumuna, efnaskipti kjarnasýra og próteinsmíð. Fyr-
irlestrar Elínar voru skýrir og greinilega mjög vel
undirbúnir, en ekki að sama skapi skemmtilegir eða
áhugavekjandi. Er það miður því efni Elínar er í
eðli sínu fremur skemmtilegt. Kennslubók Stryers
dugir að mestu í efni Elínar. Undirrituðum þótti
prófhluti Elínar nokkuð viðamikill miðað við fjölda
fyrirlestra hennar.
Auk fyrirlestra fór kennsla í lífefnafræði fram
37
læknaneminn