Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 29
Forgangsverkefni
innan heilbrigðisþjónustunnar
Viðtöl við':
Matthías Bjarnason, fyrrv. heilbrigðismálaráðh.
Brynleif H. Steingrímsson heilsugæslulækni,
Theodór A. Jónsson forstöðumann,
Guðrúnu Helgadóttur, deildarstjóra Trygginga-
stofnunar ríkisins.
Vnnið af:
Hannesi Hjartarsýni,
Haraldi Sigurðssyni,
Kristjáni Guðmundssyni,
Tryggva Stefánssyni.
I. Hvcrs honar þjónustu innan liell-
hruióisþjónustunnar hcfur forgang?
Matthías Bjarnason:
a) Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu frá
1. jan. 1974, þá hefur uppbygging heilsugæslustöðva
í þeim héruðunr sem verst voru stödd, forgang. 1974
var byrjað á byggingum fyrir ca. 3 milljarða, á þá-
verandi gengi. Uppbygging befur gengið mjög hratt.
Fyrstu stöðvarnar voru Borgarnes og Egilsstaðir.
Síðan hafa þær komið hver af annarri: Höfn í
Hornafirði, Búðardalur, Bolungarvík o. fl.
b) Nýbyggingar og viðbyggingar sjúkrahúsa hafa
einnig haft forgang. Þar eru helst: Geðdeild Lands-
spítalans, sjúkrahúsin á Akureyri, Selfossi, Isafirði,
Patreksfirði, Keflavík, viðbygging kvennadeildar á
Landsspítalalóð og sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum,
sem byggt var fyrir gjafafé og ríkið er nú að endur-
greiða. Landakotsspítali, slysadeild, sem ríkið greið-
ir 85% af, og Hátúnsdeildin o. fl.
Brynleifur H. Steingrímsson:
Áður en þessum spurningum er svarað, tel ég rétt
að við áttum okkur á því, hver væri eðlilegasta við-
miðunarreglan þegar um heilbrigðisþjónustu ræðir.
Mín viðmiðun er sú, þar sem manneskjan er fædd
til að lifa og deyja, þá sé enn full ástæða til að
halda í þá gömlu Hippokratisku reglu, að okkur beri
í heilbrigðisþjónustunni fyrst og fremst að hjálpa
lífinu en ekki stýra því.
Svar við 1. spurningu er því, að þessi eðlilega,
náttúrlega forgangsröðun sé oft þverbrotin af heil-
brigðisþjónustunni. Dæmi: 1. Ohemju fjármagni og
mannafla er varið til gjörgæsluþjónustu. 2. Mjög
miklu fjármagni og mannafla er varið til baráttu
við krabbamein, sem oft er tilgangslaust. Almenn-
ingsálitinu er af heilbrigðisyfirvöldum snúið til að
inna af hendi þessa þjónustu fyrst og fremst og þar
með að prioritera sem númer eitt þessar dramatísku
lækningar.
Theodór A. Jónsson:
Heilsugæslustöðvar og sjúkrahús utan Reykjavík-
ur.
Guðrún Helgadóttir:
Varla verður um það deilt, að öll hrýn læknis-
hjálp hefur forgang í íslenskri heilbrigðisþjónustu.
Frá því að lög um heilbrigðisþjónustu nr. 56/1973
voru gefi út, hefur uppbygging heilsugœslustöðva
haft forgang og þá einkum byggðin utan Reykjavík-
ursvæðisins. Má segja að heilbrigðisþjónusta utan
Reykjavíkur hafi gjörbreyst við þetta. Almennt má
segja, að brýn sjúkraþjónusta sé að verða viðunandi
í landinu.
2. Hvers honar þjónusta ætti ufi haftt
forgang?
Matthías Bjarnason:
a) Krabbameinslækningar, sem hafa orðið alvar-
lega útundan.
b) Heimili fyrir aldraða: I. Langlegudeildir, 2.
27
læknaneminn