Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 49

Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 49
1'tlun í mars sl. var samþykkt í háskólaráði að fílan skyldi kennd í öllum deildum háskólans og einkunn vegin hluti af heildareinkunn. Hver deild eða náms- hraut ákveður hvort um er að ræða val eða skyldu. Fór málið fyrst fyrir kennslunefnd og síðan deild- araráð læknadeildar. Þá lá fyrir: 1) Hvort fílan ætti að vera val eða skylda. 2) Vægi til lokaeinkunnar. 3) Hvenær í námi hún yrði kennd og hve marga fyrirlestra. 4) Taka afstöðu urn hugmyndir kennara í heim- speki um innihald námsefnis. Um tillögur og stefnu F.L. í málinu vísast til mein- varpa frá því í vor, en samþykkt var á deildarfundi í sumar að fílan yrði valfrjáls. Þess má geta að í vetur skráðu 2 stúdentar sig í fílu en kennslan féll niður vegna lélegrar þátttöku. Var hoðið upp á kennslu í formi tveggja fyrirlestra i viku, ekkert próf, en nemendur áttu að skila af sér 5-10 síðna ritgerð sem skyldi metin til einkunnar. Vægi greinarinnar 1/3 úr einkunn. Undarlegt að ekki hafi fleiri sýnt áhuga. fttutarmiðamálið Matarmiðamálið svonefnda tók drjúgan tíma á síðasta starfsári. Síðastliðið vor höfðu engin svör horist frá ráðandi aðilum innan heilbrigðiskerfisins. Var því leitað eftir fundi með stjórnarnefnd ríkis- spítalanna um málið. Fram til þessa hafði nefndin hunsað öll bréf stjórnar Félags læknanema og fýsti því læknanema mjög að vita hverjar hefðu verið raunverulegar ástæður afnáms matarfríðindanna. Stjórnarnefndin hafði engan áhuga á að ræða við læknanema og sendi máli sínu til stuðnings bók- anir nefndarinnar um málið, en þar var að engu vikið að rökum fyrir afnámi matarfríðindanna. Að fengnu þessu svari var sent bréf til heilbrigðismála- i'áðherra Magnúsar Magnússonar og til að fylgja eftir málinu fóru núverandi og fyrrverandi formaður a fund hans. Oskuðu þeir eftir því að hann beitti áhrifum sínum til að málið yrði endurskoðað. Svar i'áðuneytisins barst í sumar og kom þar fram að ráðuneytið myndi ekki beita sér fyrir upptÖku máls- ins. Þegar læknanemar komu saman í haust þótti því sýnt að þær leiðir sem stjórn F.L. hafði farið hæru ekki árangur. Var því boðað til félagsfundar um málið í byrjun október. Niðurstöður fundarins urðu þær að læknanemar voru ekki tilhúnir að grípa til róttækra aðgerða að svo stöddu, en þess í stað var stofnuð nefnd þar sem sætu fulltrúar þeirra nema er stunda klínískt nám. Skyldi hlutverk nefndarinnar vera að vinna að kynningu á málinu og að koma með tillögur til úrbóta. Nefndin hafði síðan sam- hand við flesta ráðandi aðila innan sjúkrahúsanna og kynnti þeim hugmyndir læknanema í málinu. Stjórn F.L. og matarmiðanefndin kom sér síðan saman um að eftirtaldar aðgerðir kæmu til greina: 1) Takamat aðgerðin. Aðgerð þessi gerir ráð fyr- ir að stúdentar taki mat með valdi í mötuneytum sjúkrahúsanna og skapa þannig óróa og glundroða þar til gengið yrði að kröfum læknanema. 2) Sjúrnalaaðgerðin. Hugmyndin var sú að hætta að taka sjúrnala. Þessi möguleiki var mikið ræddur og var af mörgum talinn raunhæfastur. Mikil vinna iiggur í gerð sjúrnala og var það einmitt ein megin röksemd læknanema að meðan læknanemar legðu fram mikla vinnu í þágu sjúkrahúsanna væri ekki óeðlilegt að þau gæfu læknanemum að borða, Hins vegar var óráðið hve mikinn þrýsting þessi aðgerð myndi skapa þar eð hún yrði að skapa spennu í gegnum aðstoðarlækna til yfirlækna og þaðan til ráðandi aðila. Öttuðust því margir að þessar aðgerð- ir myndu bitna á röngum aðilum, þ. e. aðstoðar- læknum. 3) Útgönguaðgerðin. Hér er átt við það að stúd- entar gengju út af kúrsusum. Þetta var nokkuð rætt en þótti ekki raunhæft. Þessar tillögur voru síðan kynntar fyrir yfirlækn- um deilda og ráðamönnum sjúkrahúsanna. Er skemmst frá að segja, að flestir skildu vel sjónar- mið læknanema en töldu tillögur stjórnar og matar- miðanefndar óraunhæfar. Sumum þótti þó Takamal aðgerðin athyglisverð en óskuðu sérstaklega eftir að fá að vera viðstaddir. Ákveðið var nú að viðra málið aftur á félags- fundi rétt fyrir jólin og freista að fá endanlega nið- urstöðu í málinu. Féll fundurinn niður vegna ónógr- læknaneminn 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.