Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 17

Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 17
Díastólísk óldjóð Skipta má díastólískum óliljóðum í óhljóð, sem myndast við rangstreymi um aorta- eða púlmónal- loku (regurgitatio), og óhljóð sem myndast vegna flæðis um þrönga trícuspídal- eða mítralloku. Sem dæmi um díastólísk óhljóð úr fyrri flokknum mun ég ræða um óhljóð við leka á aortaloku og sem dæmi um óhljóð úr seinni flokknum um óhljóð við þrengsli á mitralloku. Leki á aortaloku (insufficientia valvulae aortae) Ohljóðið er hátíðnihljóð sem byrjar við annað hjartahljóð, nær mestri hæð fyrst í díastólu en lækk- ar eftir jrví sem á díastóluna líður (decrescendo). Hljóð þetta heyrist hæst meðfram hægri rönd bringubeins ofarlega eða meðfram vinstri rönd bringubeins neðarlega. Sagt hefur verið, að sé um aukna vidd (dilatatio) á aorta að ræða, eins og t. d. við sýfilis, heyrist óhljóðið hæst meðfram hægri rönd bringubeins, en sé hins vegar eðlileg vidd á aorta, heyrist óhljóðið best meðfram vinstri rönd bringubeins neðarlega. Þetta er þó ekki einhlítt. Allgott samræmi er milli hæðar og lengdar óhljóðs- ins og lekans á lokunni. Oft heyrist við leka á aorta- loku díastólískt lágtíðnióhljóð yíir hjartatoppi (Austin-Flint murmur). Þetta óhljóð líkist mjög ó- hljóði sem heyrist víð þrengsli á mítralloku. Tvær skýringar hafa komið fram um orsök þessa óhljóðs. Onnur er að titringur á fremra blaði mítrallokunnar, sem myndast vegna flæðis frá aorta og vinstra atri- um, valdi óhljóðinu. Hin skýringin er að fremra blað mítralloku loki að hluta til mítralhringnum (relative stenosis) vegna þess að þrýstingur frá aorta er hærri heldur en þrýstingur í vinstra atrium. Þrengsli á mítralloku (mitral stenosis) Ohljóð það sem heyrist við þrengsli á mítralloku er lágtíðnihljóð sem heyrist yfirleitt langbest yfir hjartatoppi. Þetta óhljóð kemur oft strax á eftir srnellhljóði (opening snap), það lækkar um miðja díastólu en hækkar oft aítur seint í díastólu. Þetta stafar af því að flæðið er mest fyrst í díastólu, mirmkar siðan en eykst aítur við samdrátt í vinstra atrium. Sé atrial íibrillation, eykst óhljóðið ekki seint í díastólu. 1 2 Mynd 7. Samanburður er sýndur á útjlœðisóhljóði (A) og rangstreymisóhljóði (B). Takið ejtir að rangstreymisóhljóð- ið byrjar við jyrsla hjartahljóð en ]iá hefst isovolumetriskur samdráttur og þrýstingur í vinstri ventriculus verður hœrri en þýstingur í vinstra atrium og flœði um lokuna hefst. Flæði heldur ájram þar til isovolumetriskri relaxalion er lokið. Smellhljóð (Clicks) Þessi hljóð heyrast eingöngu í sýstólu. Þau stafa af meðfæddum þrengslum í aorta- eða púlmónallok- um eða sigi (prolapse) á mítralloku. Smellhljóðið við þrengsli á aortaloku kemur 60-80 msek. á eftir fyrsta hjartahljóði og rétt á undan óhljóðinu. Heyr- ist smellhljóð, er víst að þrengslin eru í lokunni, og þvi gefur það vísbendingu við mismunagreiningu, en aortaþrengsli geta verið í lokunni (valvular sten- osis), fyrir neðan (subvalvular) eða fyrir ofan (supravalvular). Við jDrengsli á a. pulmonalis minnk- ar bilið milli fyrsta hjartahljóðs og smellhljóðs eftir því sem lokuþrengslin aukast og er þetta gagnlegt við mat á því hve mikil jrrengslin eru. Smellhljóð við sig á mítralloku kemur oftast í seinni hluta læknaneminn 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.