Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Side 17

Læknaneminn - 01.03.1980, Side 17
Díastólísk óldjóð Skipta má díastólískum óliljóðum í óhljóð, sem myndast við rangstreymi um aorta- eða púlmónal- loku (regurgitatio), og óhljóð sem myndast vegna flæðis um þrönga trícuspídal- eða mítralloku. Sem dæmi um díastólísk óhljóð úr fyrri flokknum mun ég ræða um óhljóð við leka á aortaloku og sem dæmi um óhljóð úr seinni flokknum um óhljóð við þrengsli á mitralloku. Leki á aortaloku (insufficientia valvulae aortae) Ohljóðið er hátíðnihljóð sem byrjar við annað hjartahljóð, nær mestri hæð fyrst í díastólu en lækk- ar eftir jrví sem á díastóluna líður (decrescendo). Hljóð þetta heyrist hæst meðfram hægri rönd bringubeins ofarlega eða meðfram vinstri rönd bringubeins neðarlega. Sagt hefur verið, að sé um aukna vidd (dilatatio) á aorta að ræða, eins og t. d. við sýfilis, heyrist óhljóðið hæst meðfram hægri rönd bringubeins, en sé hins vegar eðlileg vidd á aorta, heyrist óhljóðið best meðfram vinstri rönd bringubeins neðarlega. Þetta er þó ekki einhlítt. Allgott samræmi er milli hæðar og lengdar óhljóðs- ins og lekans á lokunni. Oft heyrist við leka á aorta- loku díastólískt lágtíðnióhljóð yíir hjartatoppi (Austin-Flint murmur). Þetta óhljóð líkist mjög ó- hljóði sem heyrist víð þrengsli á mítralloku. Tvær skýringar hafa komið fram um orsök þessa óhljóðs. Onnur er að titringur á fremra blaði mítrallokunnar, sem myndast vegna flæðis frá aorta og vinstra atri- um, valdi óhljóðinu. Hin skýringin er að fremra blað mítralloku loki að hluta til mítralhringnum (relative stenosis) vegna þess að þrýstingur frá aorta er hærri heldur en þrýstingur í vinstra atrium. Þrengsli á mítralloku (mitral stenosis) Ohljóð það sem heyrist við þrengsli á mítralloku er lágtíðnihljóð sem heyrist yfirleitt langbest yfir hjartatoppi. Þetta óhljóð kemur oft strax á eftir srnellhljóði (opening snap), það lækkar um miðja díastólu en hækkar oft aítur seint í díastólu. Þetta stafar af því að flæðið er mest fyrst í díastólu, mirmkar siðan en eykst aítur við samdrátt í vinstra atrium. Sé atrial íibrillation, eykst óhljóðið ekki seint í díastólu. 1 2 Mynd 7. Samanburður er sýndur á útjlœðisóhljóði (A) og rangstreymisóhljóði (B). Takið ejtir að rangstreymisóhljóð- ið byrjar við jyrsla hjartahljóð en ]iá hefst isovolumetriskur samdráttur og þrýstingur í vinstri ventriculus verður hœrri en þýstingur í vinstra atrium og flœði um lokuna hefst. Flæði heldur ájram þar til isovolumetriskri relaxalion er lokið. Smellhljóð (Clicks) Þessi hljóð heyrast eingöngu í sýstólu. Þau stafa af meðfæddum þrengslum í aorta- eða púlmónallok- um eða sigi (prolapse) á mítralloku. Smellhljóðið við þrengsli á aortaloku kemur 60-80 msek. á eftir fyrsta hjartahljóði og rétt á undan óhljóðinu. Heyr- ist smellhljóð, er víst að þrengslin eru í lokunni, og þvi gefur það vísbendingu við mismunagreiningu, en aortaþrengsli geta verið í lokunni (valvular sten- osis), fyrir neðan (subvalvular) eða fyrir ofan (supravalvular). Við jDrengsli á a. pulmonalis minnk- ar bilið milli fyrsta hjartahljóðs og smellhljóðs eftir því sem lokuþrengslin aukast og er þetta gagnlegt við mat á því hve mikil jrrengslin eru. Smellhljóð við sig á mítralloku kemur oftast í seinni hluta læknaneminn 15

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.