Læknaneminn - 01.03.1980, Qupperneq 6
Spjall
A tímum vaxandi tölvuvœðingar hafa áhyggjur
manna aukist af þeim mögulei/cum, sem bjóðast til
misnolkunar ýmis konar upplýsinga um einkahagi
fólks. Það kom berlega í Ijós við síðasla manntal,
að' mörgum var ekki of Ijúft að gefa upplýsingar um
sína einkaliagi, og yfirlýsing forsvarsmanna Hag-
stofu um lagalega leynd þessara upplýsinga ekki end-
anleg trygging, því lögum má breyta. Það sem er tal-
ið trúnaðarmál í dag, getur orðið öllum heyrinkunn-
ugt á morgun, vegna breyttra aðstœðna.
I klínisku námi fara lœknanemar fljótt að taka
skýrslur af innlögðum sjúklingum á spítölum, svo-
nefnda journala (sjúkraskrár). Markmið þeirra er
að afla sem víðtœkastra upplýsinga um sjúklinginn,
sem gœtu skýrt einkenni hans og hjálpað til við
greiningu og meðferð. Ohjákvæmilega fylgja ýmsar
upplýsingar um einkahagi, þar sem ekki er verið að
meðhöndla sjúkt líffœri eitt sér, heldur sjúkan ein-
stakling eð'a í vissum tilfellum umhverfi. Innlögn á
spítala er stórmál í huga sjúklings, þótt það sé livers-
dagslegur atburður fyrir okkur. Hann gefur í góðri
trú þœr upplýsingar, sem að haldi mega koma við
greiningu.
En á að setja allar upplýsingar í journalinn?
Hverjir liafa aðgang að þessum upplýsingum?
A. m. k. lœknaneminn, lœknaritarinn, lœknar
deilarinnar, hinir lœknanemarnir á deildinni, hjúkr-
unarfrœðingar, hjúkrunarnemar og í vissum til-
vikum sjúkraliðar og sjúkraliðanemar. Fari sjúkl-
ingur í aðgerð, fylgir journallinn á skurðstofu, þar
sem skurðstofulið, svœjingarlið og vöknunarlið geta
kynnt sér innihald hennar. Hœtt er við að mörgum
vefðist tunga um tönn, ef þeir vissu lwe margir hafa
í raun möguleika á að lesa það, sem sagt er í einka-
viðtali.
Einn er þó sá aðili, sem menn virðast sammála
um að tryggja að komist ekki í skýrsluna, en það er
hinn sjúki sjálfur.
Einhver breyting kann þó að verða fyrr en varir
varðandi síðastnefnda atriðið. I Svíþjóð telja menn
stutt í að lögfestur verði réttur sjúklings til að lesa
journalinn, enda gerast menn nú orðvarir í ríki Svía.
Islenskir lœknar, er þar hafa starfað, hafa haft orð
á að þeim blöskri oft á tíðum, hvað selt sé í journala
hér. En þetta er sjálfsagt mismunandi eftir greinum.
Sjúkraskránni er œtlað að skrá sjúkdómssögu,
heilsujarssögu og skoðun, ásamt öðru því, er máli
skiptir fyrir greiningu og meðferð. Þótt hún sé ekki
opinbert plagg, er hún engin leyndarskýrsla að held-
ur, og upplýsingar skyldu skráðar mð varkárni og
ekkert það sett í almennan journal, sem sagt er í
trúnaði. Því þrátt fyrir öll ákvœði og reglur, eru of
margir aðilar, sem um véla, til að tryggja leynd
upplýsinga. Eða eins og héraðslæknirinn sagði í
símtali við kollega sinn hér í bœ: „Þakka þér kœr-
lega fyrir upplýsingarnar, en blessaður farðu ekki
að senda mér neitt um þetta, þá veit það öll sveitin.“
Með þessu blaði lœtur núverandi ritstjórn af störj-
um. Sumum kann e. t. v. að þykja ofœtlun að halda
út fjórum tölublöðum árlega, og viðbúið að visku-
brunnar höfunda verði þurrausnir fyrr en síðar. En
lengi er von á einum. I minni er haft, er franska vís-
indaakademían kvað upp úr með það með handa-
uppréttingu, að allt það vœri uppfundið í heiminum,
sem finna mœtti upp. Þetta mun hafa verið skömmu
áður en Ijósaperan var uppfundin. Margt er enn ó-
skrifað og skráð, og mun komandi ritstjórn hafa úr
nógu að moða, ef að' líkum lœtur, þótt misdjúpt
verði að vísu á því efni. Oska ég þeim besta gengis
við útgáfuna og viðleitnina að gera Lœknanemann
að betra blaði. L. K.
4
LÆKNANEMINN