Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 6

Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 6
Spjall A tímum vaxandi tölvuvœðingar hafa áhyggjur manna aukist af þeim mögulei/cum, sem bjóðast til misnolkunar ýmis konar upplýsinga um einkahagi fólks. Það kom berlega í Ijós við síðasla manntal, að' mörgum var ekki of Ijúft að gefa upplýsingar um sína einkaliagi, og yfirlýsing forsvarsmanna Hag- stofu um lagalega leynd þessara upplýsinga ekki end- anleg trygging, því lögum má breyta. Það sem er tal- ið trúnaðarmál í dag, getur orðið öllum heyrinkunn- ugt á morgun, vegna breyttra aðstœðna. I klínisku námi fara lœknanemar fljótt að taka skýrslur af innlögðum sjúklingum á spítölum, svo- nefnda journala (sjúkraskrár). Markmið þeirra er að afla sem víðtœkastra upplýsinga um sjúklinginn, sem gœtu skýrt einkenni hans og hjálpað til við greiningu og meðferð. Ohjákvæmilega fylgja ýmsar upplýsingar um einkahagi, þar sem ekki er verið að meðhöndla sjúkt líffœri eitt sér, heldur sjúkan ein- stakling eð'a í vissum tilfellum umhverfi. Innlögn á spítala er stórmál í huga sjúklings, þótt það sé livers- dagslegur atburður fyrir okkur. Hann gefur í góðri trú þœr upplýsingar, sem að haldi mega koma við greiningu. En á að setja allar upplýsingar í journalinn? Hverjir liafa aðgang að þessum upplýsingum? A. m. k. lœknaneminn, lœknaritarinn, lœknar deilarinnar, hinir lœknanemarnir á deildinni, hjúkr- unarfrœðingar, hjúkrunarnemar og í vissum til- vikum sjúkraliðar og sjúkraliðanemar. Fari sjúkl- ingur í aðgerð, fylgir journallinn á skurðstofu, þar sem skurðstofulið, svœjingarlið og vöknunarlið geta kynnt sér innihald hennar. Hœtt er við að mörgum vefðist tunga um tönn, ef þeir vissu lwe margir hafa í raun möguleika á að lesa það, sem sagt er í einka- viðtali. Einn er þó sá aðili, sem menn virðast sammála um að tryggja að komist ekki í skýrsluna, en það er hinn sjúki sjálfur. Einhver breyting kann þó að verða fyrr en varir varðandi síðastnefnda atriðið. I Svíþjóð telja menn stutt í að lögfestur verði réttur sjúklings til að lesa journalinn, enda gerast menn nú orðvarir í ríki Svía. Islenskir lœknar, er þar hafa starfað, hafa haft orð á að þeim blöskri oft á tíðum, hvað selt sé í journala hér. En þetta er sjálfsagt mismunandi eftir greinum. Sjúkraskránni er œtlað að skrá sjúkdómssögu, heilsujarssögu og skoðun, ásamt öðru því, er máli skiptir fyrir greiningu og meðferð. Þótt hún sé ekki opinbert plagg, er hún engin leyndarskýrsla að held- ur, og upplýsingar skyldu skráðar mð varkárni og ekkert það sett í almennan journal, sem sagt er í trúnaði. Því þrátt fyrir öll ákvœði og reglur, eru of margir aðilar, sem um véla, til að tryggja leynd upplýsinga. Eða eins og héraðslæknirinn sagði í símtali við kollega sinn hér í bœ: „Þakka þér kœr- lega fyrir upplýsingarnar, en blessaður farðu ekki að senda mér neitt um þetta, þá veit það öll sveitin.“ Með þessu blaði lœtur núverandi ritstjórn af störj- um. Sumum kann e. t. v. að þykja ofœtlun að halda út fjórum tölublöðum árlega, og viðbúið að visku- brunnar höfunda verði þurrausnir fyrr en síðar. En lengi er von á einum. I minni er haft, er franska vís- indaakademían kvað upp úr með það með handa- uppréttingu, að allt það vœri uppfundið í heiminum, sem finna mœtti upp. Þetta mun hafa verið skömmu áður en Ijósaperan var uppfundin. Margt er enn ó- skrifað og skráð, og mun komandi ritstjórn hafa úr nógu að moða, ef að' líkum lœtur, þótt misdjúpt verði að vísu á því efni. Oska ég þeim besta gengis við útgáfuna og viðleitnina að gera Lœknanemann að betra blaði. L. K. 4 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.