Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Síða 42

Læknaneminn - 01.03.1980, Síða 42
með verklegum æfingum sem voru 12 talsins og dreifðust yfir veturinn. Það er mín skoðun að þær hafi verið meira og minna gagnslausar í því formi sem þær voru í fyrra. I þær var lögð talsverð vinna, sem var óarðbær bvað snerti bæði kunnáttu og einkunn. I fyrravetur var fyrirkomulagi skýrslugerð- ar breytt í þá veru, að eftir þriðju hverja æfingu átti að skila svonefndum fullkomnum skýrslum, alls fjórum. Að mínu mati var þessi breyting síst til bóta, þar sem vinnuálag á öðru ári er nóg fyrir, þó það sé ekki aukið með skýrsluvinnu sem að engu er metin. Auk þessa kom í Ijós að kennarar í verkleg- um æfingum leggja mjög mismikla vinnu í yfirferð á skýrslum og gera þar af leiðandi mjög mismiklar kröfur til nemenda. Að framansögðu sýnist mér ljóst að einhverjar breytingar ættu að eiga sér stað á verklegri kennslu í lífefnafræði. I fljótu bragði kem ég auga á tvær leiðir til úrbóta: 1. Að gagngerð endurskoðun á verklégu kennslunni fari fram, þar sem felldar yrðu út óþörfustu æf- ingarnar og aðrar teknar upp í staðinn sem tengjast námsefninu betur. Ennfremur skýrslu- vinna yrði annaðhvort minnkuð mjög eða metin til einkunnar. 2. Að verklegar æfingar í lífefnafræði verði lagðar niður, en í staðinn yrði tekið upp eitthvert annað kennsluform, t. d. umræðutímar, eða jafnvel fleiri fyrirlestrar. Asgeir Bragason. LífcSlisfrtuífi Fjöldi fyrirlestra var um 107 yfir veturinn auk nokkurra umræðufunda. Tilraunir voru samfara fyrirlestrum og verður nánar vikið að þeim síðar. Prófessor Jóhann Axelsson flutti ca. 20 fyrirlestra aðallega um himnuspennu og taugaboð, auk fyrir- lestra um sjálfvirkni hjarta og taugastjórnun melt- ingarvegar. Jóhann er skemmtilegur fyrirlesari, sem tekst að glæða áhuga nemenda fyrir faginu og skildum efn- um. Sá böggull fylgir þó skammrifi að framsetning og skipulagning efnis er alls ekki nógu góð, þannig aðal- og aukaatriðum hættir til að renna saman. Sem prófessor er hann jákvæður og mannlegur gagnvart stúdentum auk þess sem hann er opinn gagnvart hliðrunum eða breytingum námsefnis. Mæting var sæmileg. Guðmundur Einarsson las fyrir í 30 tíma á haust- önn. Fyrirlestrarnir fjölluðu, í stórum dráttum, um taugalí feðlisfræði. Námsefni þetta er erfitt að setja fram á einfaldan hátt þar sem mjög auðvelt er að tínast í smáatrið- um. Þessum hindrunum tókst Guðmundi að sneiða frábærlega hjá og eftir stóð skematísk og traust grind sem síðan var hægt að fylla upp í. Auk þessara skipulegu fyrirlestra er maðurinn hamhleypa til orðs og æðis, samfara óborganlegri kímnigáfu. Mæting var mjög góð. Stefán Jónsson hafði með höndum lijarta og blóðrásarkerfi, öndun og nýru. Þetta var eiginlega obbinn af kennslutímum vormisseris. Stefán er góður fyrirlesari þar sem hann tengir mjög saman teoríu og praxis. Stundum hættir hon- um þó til of mikilla bollalegginga um einstaka hluti og miðar þá lítið áfram. Geðprýðismaður er hann í hvívetna og nær ágætu sambandi við nemendur sína. Mæting var góð. Árni J’órsson hafði 10 tíma um hormóna seint á vorönn. Fyrirlestrarnir voru sérstaklega ferskir og skemmtilegir og virtist Árni eiga auðvelt með að fá afturkast frá nemendum. Það háir þessari kennslu hve seint hún er á vor- önn því prófaskjálftinn er á byrjunarstigi og tími til allra vangaveltna þar af leiðandi takmarkaður. Mæting var góð. Fjórir kennarar voru til viðbótar en kenndu of fáa tíma til að umsögn geti verið marktæk. Verkleg lífeðlisfrœði Tilraunir voru fjórar á hvorri önn og mismun- andi viðamiklar. Sléttur vöðvi á haustönn og blóð- þrýstingur á vorönn eru hvað stærstar. Framh. á bls. 64. 38 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.