Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Qupperneq 33

Læknaneminn - 01.03.1980, Qupperneq 33
Skdkmót lœknadeildar 1980 Guðmundur J. Elíasson stud. med. Mánudaginn 10. marz 1980 var haldið hið árlega skákmót læknadeildar. Mótið var haldið í stofu 301 í Arnagarði, þar sem keppnisaðstaða er hin bezta. Frá hverju ári voru 8 skákmenn í liði og tefldi hver maður tvær fimm mínútna skákir við andstæðing sinn af hinum árunum. Þannig gat hver sveit fengið mest 16 vinninga eftir hverja umferð, og minnst auðvitað engan vinning. Sú sveit, sem eftir allar umferðirnar hafði flesta vinninga, taldist því sigur- vegari. Skákkeppnin var að þessu sinni geysilega hörð og stundum tvísýn. Þeir fáu áhorfendur og skákaðdá- endur, sem kornu til að fylgjast með keppninni, fengu mikið fyrir ómak sitt, nefnilega spennandi og taugatrekkjandi kvöldskemmtun. — Á mótinu voru harðar sviptingar, áhorfendur sáu til skiptis rauðan og sveittan, fagnandi sigurvegara, og niðurbrotinn, gráan og gugginn andstæðing hans. Sumir reyndu að fela mestu sigurgleðina og brostu máske bara út í annað munnvikið, og aðrir reyndu að dylja von- brigði sín eftir tapaða skák. Undirbúningur liðanna var að vonum mjög mis- Harðar sviptingar. Sigurvegarar aj 4. ári. jafn. Oruggar beimildir herma, að a.m.k. sumar sveitirnar hafi stundað stífar æfingar fyrir mótið og ætlað sér stóra hluti. Vonbrigði þeirra, sem biðu lægri hlut, voru því sár, en ánægja sigurvegaranna að sama skapi meiri. Um gang keppninnar er helzt að segja, að eftir tvær umferðir hafði 4. árið tekið 4 vinninga for- skot á 6. árið. Eftir 4. og næstsíðustu umferð, hafði 4. árið enn sama forskotið, þannig að úrslitin réðust í síðustu umferð, sem varð þess vegna geysispenn- ar.di. í lokaumferðinni fékk 6. árið 14 vinninga, en 4. árið 10^2 vinning. Fjórða árs menn höfðu þann- ig sigrað á mótinu með % vinningi og 6. árið í 2. sæti! Um einstök úrslit vísast til meðfylgjandi töflu, svo og um beztan árangur einstaklinga á hverju borði. Vonbrigði 6. ársins voru mikil, þeir ætluðu sann- arlega að kveðja deildina með sigri í skákmótinu, en máttu þola svo naumt tap. Gárungarnir létu þó þau orð falla, eftir að úrslitin voru ráðin, að 4. árið hafi sigrað með % vinningi af eintómum skepnu- skap til að skaprauna þeim sjötta árs mönnum. And- legir yfirburðir 4. ársins verða varla dregnir í efa. læknaneminn 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.