Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Síða 43

Læknaneminn - 01.03.1980, Síða 43
Um 3. árið Líffæratneinafræði LíffærameinafræSi er ein af mikilvægustu undir- stöðugreinum læknisfræði. Greinin er i eöli sínu umfangsmikil og námskeiðið reyndist flestum hið tímafrekasta á vetrinum. Kemur þar einnig til að viðfangsefnið tengist lítt greinum á 1. og 2. náms- ári (andstætt lyfjafræöi). Aðalkennslubók var Basic Pathology (2. útg.) eft- ir S. L. Robbins og M. Angeil. Flestir voru ánægðir með þessa bók. Mestur hluti kennslu voru fyrirlestrar sem voru fluttir í bráðabirgðahúsi R. H. Stofan er gerð fyrir u. þ. b. 40 manns og má fara nærri um að loft hafi stundum verið slæmt þegar nýting stofunnar nálg- aðist 150%. Jónas Hallgrímsson lagði áherslu á að hafa fyrir- lestra skemmtilega en kafaði hins vegar sjaldan djúpt í fræðin. Hann fjallaði talsvert mikið um ís- lenskar aðstæður. Hann sýndi mikið af skugga- myndum og lét okkur í té útdrætti úr fyrirlestrum. Guðmundur Georgsson flutti góða og skemmtilega fyrirlestra um almenna meinafræði. Nokkuð vantaði á að hann kæmist yfir efnið á tilsettum tíma. Bjarki Magnússon sýndi á sér ólíkar hliðar á haust- og vormisseri. Á haustönn flutti hann m. a. nokkur inngangserindi um æxli og óeðlilegan frumu- vöxt. Þeir fyrirlestrar komust illa til skila. Að mínu mati reyndi Bjarki þar að koma of miklum fróðleik að, í stað þess að einfalda og draga saman. Á vor- misseri flutti Bjarki fyrirlestra um sjúkdóma í brjóstum, innkirtlum og kynfærum karla. Þá fannst mér Bjarki taka rétta stefnu. Hann lagði aðal- áherslu á algenga og hættulega sjúkdóma, sérstak- lega æxli í brjóstum, og bætti ýmsum fróðleik við þann sem er að finna í Robbins. AS vísu kom þetta niður á umfjöllun um sjúkdóma í innkirtlum en hann bætti það upp með vönduðu fjölriti. Fyrirlestrar Páls Þórhallssonar voru nánast út- drættir úr kennslubókinni. Hann gerði alltof lítið af því að greina milli aðal- og aukaatriða. Hannes Blöndal flutti fyrirlestra um sjúkdóma í miðtaugakerfi. Hann lagði til grundvallar Manuel of Basic Neuropathology eftir Escourelle og Poirier. Fjöldi mynda og teikninga skýra texta bókarinnar sem er stuttur. Hannes tók fyrir nokkra algenga sjúkdóma í taugakerfi skýrt og skipulega. Verklega námið var þríþætt: Krufningar. Hver nemandi átti að vera viðstadd- ur a. m. k. þrjár krufningar á haustönn. Jónas, Bjarki og Páll krufðu og skýrðu það sem var að sjá með ágætum. Líffærasýni: Ætlast var til að við skoðuðum u. jj. b. 250 sýni, ákaflega misjöfn að gæðum, í líf- færasafni R. H. Þetta gerðum við að mestu leyti upp á eigin spýtur. Eg tel æskilegt að kennari sé í safn- inu einhvern ákveðinn tíma, t. d. einu sinni eða tvisvar í viku lil að leiöbeina og e. t. v. fara í sýni samhliða fyrirlestrum. Það væri nemendum einnig hvatning til að byrja fyrr að skoða sýni. Vefjasýni: Jónas tók að sér þennan hluta námsins eftir áramót og var ekki byrjað að rýna í smásjár fyrr en í mars. Æskilegt er að þessi hluti námsins sé nokkurn veginn samhliða fyrirlestrum. Prófinu var skipt í tvo meginhluta: Vlunnleg próf: Fyrir hvern nemanda voru lögð eitt vefjasýni og eitt líffærasýni. Viðkomandi var oftast beðirm að segja hvaðan sýnið væri og lýsa þeim sjúklegu breytingum sem sæjust. Stundum var farið út í fræði. Gengi nemenda var mjög breytilegt í þessu prófi enda eru slík próf hálfgerð happdrætti. Til þess að heppnin vegi minna mætti hafa munn- lega prófið viðameira en um leið yrði að bæta verklega kehnslu, einkum í líffærasýnum. Verklega þáttinn í einkunn mætti þá auka. Skriflegt próf: Það var byggt upp af fimm rit- 39 læknaneminn

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.