Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 43

Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 43
Um 3. árið Líffæratneinafræði LíffærameinafræSi er ein af mikilvægustu undir- stöðugreinum læknisfræði. Greinin er i eöli sínu umfangsmikil og námskeiðið reyndist flestum hið tímafrekasta á vetrinum. Kemur þar einnig til að viðfangsefnið tengist lítt greinum á 1. og 2. náms- ári (andstætt lyfjafræöi). Aðalkennslubók var Basic Pathology (2. útg.) eft- ir S. L. Robbins og M. Angeil. Flestir voru ánægðir með þessa bók. Mestur hluti kennslu voru fyrirlestrar sem voru fluttir í bráðabirgðahúsi R. H. Stofan er gerð fyrir u. þ. b. 40 manns og má fara nærri um að loft hafi stundum verið slæmt þegar nýting stofunnar nálg- aðist 150%. Jónas Hallgrímsson lagði áherslu á að hafa fyrir- lestra skemmtilega en kafaði hins vegar sjaldan djúpt í fræðin. Hann fjallaði talsvert mikið um ís- lenskar aðstæður. Hann sýndi mikið af skugga- myndum og lét okkur í té útdrætti úr fyrirlestrum. Guðmundur Georgsson flutti góða og skemmtilega fyrirlestra um almenna meinafræði. Nokkuð vantaði á að hann kæmist yfir efnið á tilsettum tíma. Bjarki Magnússon sýndi á sér ólíkar hliðar á haust- og vormisseri. Á haustönn flutti hann m. a. nokkur inngangserindi um æxli og óeðlilegan frumu- vöxt. Þeir fyrirlestrar komust illa til skila. Að mínu mati reyndi Bjarki þar að koma of miklum fróðleik að, í stað þess að einfalda og draga saman. Á vor- misseri flutti Bjarki fyrirlestra um sjúkdóma í brjóstum, innkirtlum og kynfærum karla. Þá fannst mér Bjarki taka rétta stefnu. Hann lagði aðal- áherslu á algenga og hættulega sjúkdóma, sérstak- lega æxli í brjóstum, og bætti ýmsum fróðleik við þann sem er að finna í Robbins. AS vísu kom þetta niður á umfjöllun um sjúkdóma í innkirtlum en hann bætti það upp með vönduðu fjölriti. Fyrirlestrar Páls Þórhallssonar voru nánast út- drættir úr kennslubókinni. Hann gerði alltof lítið af því að greina milli aðal- og aukaatriða. Hannes Blöndal flutti fyrirlestra um sjúkdóma í miðtaugakerfi. Hann lagði til grundvallar Manuel of Basic Neuropathology eftir Escourelle og Poirier. Fjöldi mynda og teikninga skýra texta bókarinnar sem er stuttur. Hannes tók fyrir nokkra algenga sjúkdóma í taugakerfi skýrt og skipulega. Verklega námið var þríþætt: Krufningar. Hver nemandi átti að vera viðstadd- ur a. m. k. þrjár krufningar á haustönn. Jónas, Bjarki og Páll krufðu og skýrðu það sem var að sjá með ágætum. Líffærasýni: Ætlast var til að við skoðuðum u. jj. b. 250 sýni, ákaflega misjöfn að gæðum, í líf- færasafni R. H. Þetta gerðum við að mestu leyti upp á eigin spýtur. Eg tel æskilegt að kennari sé í safn- inu einhvern ákveðinn tíma, t. d. einu sinni eða tvisvar í viku lil að leiöbeina og e. t. v. fara í sýni samhliða fyrirlestrum. Það væri nemendum einnig hvatning til að byrja fyrr að skoða sýni. Vefjasýni: Jónas tók að sér þennan hluta námsins eftir áramót og var ekki byrjað að rýna í smásjár fyrr en í mars. Æskilegt er að þessi hluti námsins sé nokkurn veginn samhliða fyrirlestrum. Prófinu var skipt í tvo meginhluta: Vlunnleg próf: Fyrir hvern nemanda voru lögð eitt vefjasýni og eitt líffærasýni. Viðkomandi var oftast beðirm að segja hvaðan sýnið væri og lýsa þeim sjúklegu breytingum sem sæjust. Stundum var farið út í fræði. Gengi nemenda var mjög breytilegt í þessu prófi enda eru slík próf hálfgerð happdrætti. Til þess að heppnin vegi minna mætti hafa munn- lega prófið viðameira en um leið yrði að bæta verklega kehnslu, einkum í líffærasýnum. Verklega þáttinn í einkunn mætti þá auka. Skriflegt próf: Það var byggt upp af fimm rit- 39 læknaneminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.