Læknaneminn - 01.03.1980, Qupperneq 31
deildir sjúkrahúsanna vantar aukið húsnæði og }dví
hafa langir biðlistar myndast. Þó gæti }rar verið um
að ræða lélega nýtingu á því húsnæði sem er fyrir
t. d. skurðstofum.
b) Krabbameinslækningar og ellideildir hafa
>1 einnig orðið útundan eins og fyrr er nefnt.
Brynleifur H. Steingrímsson:
Sá hópur sem er vanræktur, ef vanrækslu skyldi
kalla í þjóðfélag inu, er hinn heilbrigði maður vegna
þess að með vaxandi samhjálpartilfinningu og sama-
rítanda, hefur athygli þjóðfélagsins oft og einatt
beinst einkum inn á það svið, að rækta og virða það
sem vesælt er, enda göfugt og eðli mannsins háleitur
til gangur. En þegar 7-10% af vergum þjóðartekjum
er varið beint til heilbrigðismála úr ríkissjóði og
þegar við bætist fjöldi líknarfélaga og annars konar
mannúðarstarfsemi í þjóðfélaginu, þá gefur það
auga leið, að gildismatið mótast meira og minna af
því sem áður var kallað samhj álparstefna þjóðfé-
lagsins. Hópurinn, sem stendur utan við þessa sam-
hjálparstefnu, hann er hinn hljóði fjöldi, sem er
dæmigerður fyrir B og C-tengilið hins sjúka.
Að mínum dómi ætti líkamsrækt og sálargæsla,
í svo háþróuðu tækniþjóðfélagi eins og við lifum í
dag, að vera verkefni heilbrigðisþjónustunnar alveg
eins og bólusetningar og fyrirbyggj andi aðgerðir
gegn smitnæmum sjúkdómum.
Theodór A. Jónsson:
Já, þeir sem þurfa vistun á hjúkrunarheimilinu.
Byggðar eru íbúðir fyrir aldraða og dýr sjúkrahús,
en hjúkrunarheimili fyrir aldraða og þá sem það illa
eru fatlaðir, t. d. eftir slys, að þeir þurfa stöðugt
lækniseftirlit, vantar. Eru þessir aðilar út úr neyð
oft vistaðir um lengri eða skemmri tíma í almennum
sj úkrahúsum.
Fjöldi fólks bíður árum saman eftir mjaðma-
skurðaðgerðum. Fólk sem er orðið öryrkjar og ó-
vinnufært, en mundi ná verulegum og jafnvel fullum
k Bata eftir aðgerð. Að maður tali nú ekki um betri
líðan.
Opinberir aðilar hafa í fæstum tilfellum haft
frumkvæði að aukinni þjónustu innan heilbrigðis-
þjónustunnar við öryrkja, heldur hafa samtök þeirra
knúið á um bætur.
læicnaneminn
Guðrún Helgadóttir:
Já. Það er auðvitað langt í land að heilbrigðis-
þjónusta í landinu sé eins og best getur orðið.
Nokkra hópa vil ég leyfa már að minnast á, sem ég
tel verða útundan:
Þroskaheftir (sem eru vitanlega mjög fjölbreytt-
ur hópur). Þó má benda á lög um aðstoð við þroska-
hefta, sem samþykkt voru á síðasta þingi. Þar er um
margháttaða aðstoð við þroskahefta að ræða, sem
draga verður í efa að unnt sé að framkvæma alls
staðar á landinu eins og lögin gera ráð fyrir.
Fræðslumál þroskaheftra hafa verið mjög vanrækt,
svo og atvinnumál auk margs annars.
Þeir sem endurhœfingar þarfnast utan sjúkrahúss.
Mikið vantar á að slíka þjónustu sé að fá nema helst
á Reykjavíkursvæðinu. Tryggingakerfið hefur afltof
lítið verið aðlagað endurhæfingu og samband milli
tryggingayfirlæknis og endurhæfingaráðs of lítið að
mínu mati. Framkvæmd laga um endurhæfingu frá
1970 er enn afar ófullnægjandi, og ef til vill þarfn-
ast þau endurskoðunar nú þegar. Við þá framkvæmd
þurfa fjölmargir aðilar að vinna saman að endur-
hæfingu sjúklings.
Aldraðir, en hjúkrunardeildir fyrir þá vantar sár-
lsga. Einnig vantar betra heilbrigðiseftirlit og starfs-
ráðgjöf fyrir þennan sívaxandi hóp.
Geðsjúkir, en mjög vantar á að „akut“-þjónusta
við þá sé viðunandi. Þá vantar sérmenntaða geð-
lækna um allt land, t. d. er aðeins einn geðlæknir
utan Reykjavíkur, en það er á Akureyri. A Ileykja-
víkursvæðinu eru nú göngudeildir fyrir geðsjúka,
ein á Kleppi og tvær við Landsspítalann. Er að því
mikil bót, en slíkt vantar mjög illilega annars staðar.
Loks skal nefna tannlœkningar, sem eru í miklum
ólestri víða um land. Víða vantar tannlækna og fít-
ið hefur orðið úr þeirri fræðslustarfsemi, sem gert
var ráð fyrir í starfsreglum, sem tryggingaráð sam-
þykkti 1977. Nauðsyn ber til að fleiri hópar fái
tannviðgerðir greiddar frá samlagi, þar sem margir
ráða ekki við þær fjárhagslega. Skólatannlækningar
eru alls ekki unnar skipulega enn, svo að segja má
að tannlækningar séu enn í mjög slæmu ástandi.
Almennar athugasemdir: Þessar athugasemdir eru
unnar eftir viðtöl við mér fróðari menn um þessi
mál, en ég ber á svörunum fulla ábyrgð. Eg er þeirr-
Framh. á bls. 32.
29
L