Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 8

Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 8
Barkaáslunga. himnum (þ. e. á milli cartilago thyroidea og carti- lago cricoidea). Astæðan var sú að á þessum stað væri minni hætta á blæðingum. Væri farið neðar er meiri hætta á að stungið sé í gegnum bláæðaflækju skjaldkirtilsins. Auk þess væru auknar líkur á að loft færi undir húðina (subcutan emphysema), væri stungið neðar. Hér fer á eftir lýsing á aðferð Kal- inske við barkaástungu: 1) Sjúklingurinn liggi á bakinu með kodda undir herðunum, þannig að góð rétting (extension) fáist á hálsinn. Góð regla er að nota sjálfur maska, og ekki er verra að sjúklingurinn sjálfur sé með einn slíkan. 2) Næst skal finna cricothyroid-himnuna, en hún kemur neðan við cartilago thyroidea. Viðkom- andi fer síðan í dauðhreinsaða hanska. 3) Húðin sótthreinsuð, gjarnan með joðsprittlausn. Þá er húðin deyfð rétt neðan við thyroid-brjósk- ið (1 eða 2% lidocain lausn). 4) Við ástunguna sjálfa eru venjulega notuð sett, sem ætluð eru til að koma inn æðalegg (intra- venous catheter set, t. d. Bardi-cathR). Nálin þarf að vera gróf (t. d. númer 14) og er henni stungið í gegnum cricothyroid himnuna. Nálin á að vísa niður á við (caudalt), og flái nálarinnar aftur (posterior). Þetta verður að gerast varlega, þann- ig að nálin rekist ekki í bakvegg barkans. Síðan skal þræða æðalegginn fljótt niður í barkann (ca. 5 cm) og kippa svo nálinni til baka. Það verður að gera til að minnka áverka á barka- slímhúðinni (t. d. ef sjúklingur hóstar) og hindra það að æðaleggurinn skerist af og verði eftir inni í barkanum. 5) Setja 20 ml sprautu á enda æðaleggsins og sjúga síðan upp í sprautuna eins og hægt er. Margir mæla með því að hafa 2-4 ml af 0,9% saltvatni í sprautunni og sprauta því inn áður.3,8,11,12,14 Það eykur líkurnar á því að náist í sýni, m. a. með því að koma af stað hóstakasti, en um leið skal soga upp í sprautuna. Alla vega má reyna það ef ekki næst í sýni án þess. 6) Fjarlægja æðalegginn og þrýsta á stungustaðinn í 3-5 mínútur til að minnka líkur á blæðingu. Oþarfi ætti að vera að minna á að nauðsynlegt er að 'hafa allt við hendina sem til þarf áður en hafist er handa. Mikilvægt er svo að koma sýninu sem fyrst á rannsóknarstofuna til ræktunar. Miklar upp- lýsingar má fá á staðnum með því að grams lita strok úr sýninu og skoða í smásjá. Sé sjúklingurinn hálsstuttur og með lítinn stuttan barka er barkaástunga mun erfiðari og stundum ó- möguleg. Aðferðinni er því einkum beitt hjá full- orðnum og eldri börnum. Það þýðir þó ekki að hana megi ekki nota hjá yngri börnum. I nýlegri grein segir Brook frá barkaástungum hjá 74 börnum á aldrinum frá 2 mánaða til 18 ára.2 10 voru á aldrin- um 2 mán. til 2ja ára, 24 voru 2-6 ára, 12 voru 6-12 ára og 28 voru 12-18 ára. Enginn fékk alvarlega fylgikvilla og taldi hann að barkaástunga væri hættu- lítil hjá börnum. Kosturinn við þessa aðferð er að allir læknar ættu að geta lært hana og notfært sér hana við sjúkrabeð- inn. Það ber þó að hafa hugfast, að barkaástunga er aðgerð, sem getur í vissum tilfellum leitt til al- varlegra fylgikvilla. Þess vegna er rétt að íhuga. í upphafi hvort hagnaður sjúklingsins sé jtað mikill að aðgerðin sé réttlætanleg. Ábentlingar fyrlr barhaástunyu Ábendingar eru nokkuð á reiki og fara talsvert eftir gildandi vinnureglum sjúkrahúsa. Ef sjúkling- ur er talinn hafa lungnabólgu, er fyrsta skrefið venjulega að fá frá honum uppgangssýni. Ef í ljós kemur við skoðun á því, að ein tegund sýkla er í miklum meirihluta ( t. d. gram jákvæðir diplókokk- ar) ætti það að geta gefið nægilega vísbendingu svo hefja megi meðferð. Sýni sem sýndi mikið af hvít- 6 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.