Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Qupperneq 64

Læknaneminn - 01.03.1980, Qupperneq 64
jafna möguleika tii vinnu. Reglugerð þessi var end- urskoðuð ýtarlega og breytt í janúar 1979 og því fyrst úthlutað eftir henni s.l. sumar og gekk það vel. Segja má að reglugerðin sé í stöðugri endurskoðun og ættu allir læknanemar að kynna sér hana vel. Vinnumiðlun fer fyrst og fremst fram að sumrinu, en jafnframt er úthlutað vinnu eftir því sem vinnu- tilboð berast og óskir koma fram um störf. Kannað- ur er vinnuáhugi manna fyrir páska og jólafrí og leitast við að útvega stöður í samræmi við það. Sl. sumar dreifðist vinna þannig á 4. og 5. ári: I o Vinnutilboð I vinnu Júní 28 og 5geðd. 28 Júlí 28 og 5geðd. 21 Ágúst 29 21 Sept. 22 18 Voru þetta stöður bæði á sjúkrahúsum sem og í héraði. Jafnframt þessu buðust bæjarvaktir í Hafn- arfirði og Keflavík og tóku menn þær sem uppbót við stöður. Fjöldi 4. árs nema var 32 og 5. árs 36, eða sam- tals 68. 15 nemar af 4. ári fóru til Svíþjóðar og ca. 20 5. árs nemar. Kemur þar skýring á þeirri óvana- legu uppákomu, að stöðutilboð voru fleiri en starf- andi nemar. Mestu munar þar um, að í lok maí barst féiaginu lilboð um héraðslæknisstöður í Sví- þjóð fyrir 5. árs nema og fóru 10-12 nemar í þær. Hefðu þeir starfað hér heima hefði verið skortur á vinnu. Auk þessara sumarstarfa féllu til ýmis skamm- tímastörf, aðallega á sjúkrahúsum í Reykjavík. Einn- ig fengum við 2 millj. frá heilbrigðisráðuneyti til að kosta námsstöður í héraði. Þá hefur félagið annast bæjarvaktir á Suðurnesjum síðan í septem- ber og fengið þar 12-16 vaktir á mánuði. Hefur þessum stöðum verið úthlutað mánaðarlega og hafa 6. árs nemar forgang. 29 af 42 þriðja árs nemum fengu vinnu í gegnum félagið á árinu, flestir við hjúkrunarstörf. I síðustu reglugerðarbreytingu var ákveðið að draga út forgangsröð fyrsta ráðningarfundar sum- arsins, í janúar. Er það til að þeir sem lenda aftar- lega í röðinni, geti kannað möguleika á annarri vinnu, t.d. í Svíþjóð eða á annan hátt brugðist við þeim litlu möguleikum, sem þeir hafa á vinnu í júní. Vandamál okkar er að nær ógjörningur virðist að segja fyrir um vinnumöguleika á komandi sumri. Kemur það til af því, að við erum þrautalending á eftir útskrifuðum læknum. Fyrst þarf að koma í ljós hvaða héruð verða laus. Það er spurning hvort einhverjir læknar færi sig milli héraða, hversu marg- ir kandidatar og nýútskrifaðir ætla í hérað, hvort einhverjir koma til vinnu erlendis frá, og hvenær ætlar viðkomandi héraðslæknir í frí. Varðandi sjúkrahúsvinnu þarf að bíða eftir að meðlimir F. U. L. og kandidatar ákveði sig. Allt þetta gerist með dæmigerðum íslenskum rólegheitum og eru fáir sem treysta sér til að gefa ákveðnar upplýsingar fyrr en í mánuðinum áður en staðan losnar. Meðan þetta viðgengst, verður litlu hægt að spá með vissu um atvinnuhorfur og hætt við að af hljótist óánægja stúdenta og vinnuveitenda ef upp kemur staða eins og sl. sumar. Helsti ávinningur síðasta starfsárs er, að ný og betri reglugerð um vinnuúthlutun hefur tekið gildi. Þó eru enn gloppur í henni og verður það klassískt viðfangsefni hvernig hægt er að tryggja jafna tekju- skiptingu í milli manna. Einnig má telja að bæjar- vaktavinnan hafi verið ávinningur og ábyggilega hjálpað mönnum í ríkjandi dýrtíð og er nauðsyn- legt að sinna þeirri starfssemi vel svo okkur haldist á henni. Þórir Kolbeinsson. Svíþjóð Sl. sumar fjölgaði mjög þeim læknanemum, sem leituðu til Svíþjóðar með sumarvinnu. Tvísköttun- arsamningur er í gilcli í milli landanna þar sem seg- ir, að námsmenn, sem vinni störf, sem eru nauðsyn- leg námi þeirra og standa skemur en 100 daga, séu undanþegnir skatti í því landi sem þeir vinna, en greiði skatt af tekjunum í sínu heimalandi. Ljósrit af samningum er til í herbergi F.L. Nýtt vottorð fékkst hjá deildarforseta um mikilvægi starfanna fyrir læknismenntunina og tók vottorðið mjög fram því vottorði er læknanemar höfðu árið áður. Dugði það að lokum öllum nema 2. og 5. árs nemum. Verð- ur hér sennilega um framtíðarvottorð deildarinnar í þessu máli að ræða. Allar líkur eru á því að það fáist aftur í vor. 58 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.