Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 69

Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 69
Svar við sjúkratilfelli Svar við sjúhratilfelli Kvartanir þessarar konu eru mjög almenns eðlis og leiða liugann helst að kviða eða spennueinkenn- um og gætu bent lil oföndunarkasta. Þessar kvart- anir eru engan veginn líklegar til að leiða neinn á sporið til réttrar sjúkdómsgreiningar. Oðru máli gegnir um rannsóknarniðurstöður, þar sem mjög lágt se. Natrium og óeðlileg lungnamynd benda á- kveðið í eina átt. Hyponatraemia Það er sjaldgæít að sjá svo lágt s. natrium, eða 116 mEq/1. Margs konar truflanir geta leitt lil hy- ponatraemiu og má skipta þeim í þrjá meginflokka: I. Mjög óhófleg vatnsdrykkja getur leitt til hy- ponatraemiu þótt útskilnaðarhæfni nýrna sé óskert, en til þess þarf gegndarlausa drykkju, jafnvel meir en 20 lítra á sólarhring. II. Truflun á salta eða vatnsupptöku í distal tubuli nýrna getur leitt til hyponatraemiu. Þannig geta allir sjúkdómar sem leiða til minnkaðs streymis um distal tubuli valdið natriumlækkun. Dæmi um þetta eru glomerulonephritis, þurrkur, hjartabilun, lifrarbil- un, nephrotic syndrom og Addison’s sjúkdómur. Þá getur einnig verið beinlínis um að ræða minnk- aða saltupptöku í distal tubuli, t. d. vegna áhrifa þvagræsilyfja og i Bartter’s sjúkdómi. I þriðja lagi getur ástæðan legið í auknu gegn- dræpi vatns í distal tubuli vegna ofgnóttar vaso- pressins. Þessi truflun kallast á ensku „syndrome of inappropriate antidiuretic hormone secretion“, eða SIADH. Orsakir SIADH eru margvíslegar. I fyrsta lagi geta ýmis æxli myndað ADIf og ber þar hæst smáfrumuæxli í lungum auk margra annarra æxla. Þá geta ýmsar lungnasýkingar, svo sem lungnaberkl- ar, bráð lungnabólga og lungnaabscessar leitt til ADH myndunar í lungum, og reyndar er það ekki fátitt að sjá l'ágt se. natrium í sjúklingum með slæma lungnabólgu. Auk þess geta ýmsar miðtaugakerfis- truflanir leitt til óhóflegrar losunar ADH frá heila- dingli og má þar nefna höfuðáverka, heilaæxli, en- cephalitis og meningitis. Þá geta ótal lyf valdið SIADII svo sem mörg svæfingarlyf, carbamazepine, vincristine og ótal önnur. III. Stundum mælist natrium lágt i serum vegna tilvistar annarra osmotiskt virkra efna í serum eða efna sem minnka vatnshlutfall serums, svo sem í mikilli hyperlipidaemiu, eða hyperproteinaemiu samfara myeloma multiplex. Umrædd kona hafði enga sögu um óhóflega vatns- drykkju né lyfjatöku, ekki sögu né einkenni hjarta- eða lifrarbilunar, og se. urea og kreatinin reyndust eðlileg. Þegar við bætist, að eðlisþyngd þvags er 1.016 þá er SIADH orðið mjög líklegt. Til að stað- festa þá greiningu þarf að sýna fram á lágt osmola- litet í serum og hátt osmolalitet í þvagi, og reyndist serum osmolalitet 274 (normal mörk 285-295), en osmolalitet í þvagi var 583. (Þegar ekki er aðstaða til osmolalitetsmælinga, sem reyndar má gera óbeint með því að mæla frostmark serums, þá er nánast eins ábyggilegt að mæla natriumþéttni í þvagi, sem ævinlega er meir en 20 mEq/1. hjá sjúklingum með SIADH. Natriumþéttni þvags í þessu tilviki reynd- ist 100 mEq/1.) Einkenni hyponatraemiu eru margvísleg og ekki alltaf í samræmi við natriumgildið, þó eru flestir sjúklingar með einhver einkenni ef se. natrium er lægra en 125 mEq/1. Fyrstu einkenni eru venjulega óróleiki, höfuðverkur og kvíði, síðan ógleði og upp- köst, þá krampar og í svæsnustu tilvikum meðvit- undarleysi og dauði. Einfaldasta og öruggasta með- ferð er að takmarka vökvatekju við 1000 til 1500 ml. á sólarhring. Sum lyf til dæmis alkohol hindra ADH losun frá heiladingli og skýrir það væntanlega þorstann sem venjulega fylgir þynnkunni. Hins veg- ar dugar alkoholmeðferð ekki, ef um er að ræða LÆKNANEMINN 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.