Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 50

Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 50
Takamat-aðgerðin. ar þátttöku. MáliS var síÖan tekið upp á félagsfundi í janúar og var þar samþykkt að leita eftir takmörk- uðum matarfríðindum til handa læknanemum. Einn- ig var ákveðið að reyna að halda á loft kröfunni um frían mat í væntanlegum samningi milli kennslu- sjúkrahúsanna og Háskóla íslands. Aðstaífa UuUnadeildar á LandspíUdxdóð Það grípur fólk síst víðáttubrjálæði, þegar það hugsar Lil aðstöðu læknadeildar á lóð Landsspítal- ans. Það har þó lil s.l. sumar að stjórnarnefnd ríkis- spítalanna ákvað að teknar skyldu kennslustofur deildarinnar í tengigangi, ásamt lesstofum þeim sem 6. árs stúdentar höfðu til afnota. Setja átti húsnæðið undir rannsóknarstofur spítalans og var deildinni gert að hypja sig út fyrir haustið. Þetta hafði legið í loftinu, en dundi yfir þegar síst var von, og þannig að ákvörðunin var tekin án þess að málin væru rædd við neinn aðila frá læknadeild. Það er sjálfsagt að geta þess hér, að í umsögn læknaráðs LSP frá 19.06. 1979, er ákvörðun stjórn- arnefndarinnar talin sjálfsögð. Meðferð málsins var strax mótmælt af hálfu deild- arinnar, en hjá stj órnarnefnd er allt á sömu bókina lært; svör nefndarinnar bárust í formi bókana af fundum hennar. í apríl 1979 ritaði deildarforseti læknadeildar menntamálaráðuneytinu bréf þess efnis að hann óskaði eftir því að læknadeikl fengi inni að ein- hverju leyti í Hjúkrunarskóla íslands með starfsemi sína. Þá bar það til eftir að stjórnarnefnd úthýsti læknadeild úr LSP fékkst aðstaða til lestrar í kjall- ara í suðurenda HSl fyrir 20 sjötta árs stúdenta, í stað þeirra 29 borða sem voru í tengigangi LSP (tæpl. 30% rýrnun). Ollu sæmilega gefnu fólki hlýtur að vera ljós sú nauðsyn að kennslustofur séu til staðar í aðalbygg- ingu LSP til kliniskrar kennslu. Sótt var því um að kennslustofurnar fengju að halda sér út líðandi vetur. Samþykkti stjórnarnefnd fyrst að deildin fengi að halda kennslustofunum fram að sl. áramót- um, og gaf sig síðan þannig að læknanemar fá að sitja áfram í hinum glæsilegu húsakynnum til vors 1980. Stjórn F.L. fylgdist náið með fyrrgreindum mál- um. Má telj a fulllangt gengið, þegar stúdentar þurfa að berjast fyrir kennsluhúsnæði til handa H.I., en hinn 10.10 1979, sendi stjórnin frá sér plagg, sem bar yfirskriftina: „Astand kennslumála á LSP-lóð“ ■— álit stjórnar F.L. Yar þetta nokkuð ýtarleg greina- gerð, sem send var til eftirtalinna aðila: Stjórnar- nefndar ríkisspítalanna, rektors H. I., Heilhrigðis- ráðuneytisins, menntamálaráðuneytisins og lækna- ráðs LSP. Sama dag og álitsgerðin var dagsett, var haldinn félagsfundur í F.L. og þar samþykkt álykt- un, sem fól í sér mótmæli gegn brottvísun lækna- deildar úr tengigangi LSP. Á fundinum var einnig ræddur sá möguleiki að kennsla í klinisku námi skyldi færð í auknum mæli yfir á Borgarspítala og Landakot. 46 LÆICNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-940X
Tungumál:
Árgangar:
70
Fjöldi tölublaða/hefta:
146
Skráðar greinar:
25
Gefið út:
1940-í dag
Myndað til:
2022
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Læknisfræði : Læknisneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað: 1-2. tölublað (01.03.1980)
https://timarit.is/issue/433299

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1-2. tölublað (01.03.1980)

Aðgerðir: