Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 50
Takamat-aðgerðin.
ar þátttöku. MáliS var síÖan tekið upp á félagsfundi
í janúar og var þar samþykkt að leita eftir takmörk-
uðum matarfríðindum til handa læknanemum. Einn-
ig var ákveðið að reyna að halda á loft kröfunni
um frían mat í væntanlegum samningi milli kennslu-
sjúkrahúsanna og Háskóla íslands.
Aðstaífa UuUnadeildar
á LandspíUdxdóð
Það grípur fólk síst víðáttubrjálæði, þegar það
hugsar Lil aðstöðu læknadeildar á lóð Landsspítal-
ans. Það har þó lil s.l. sumar að stjórnarnefnd ríkis-
spítalanna ákvað að teknar skyldu kennslustofur
deildarinnar í tengigangi, ásamt lesstofum þeim sem
6. árs stúdentar höfðu til afnota. Setja átti húsnæðið
undir rannsóknarstofur spítalans og var deildinni
gert að hypja sig út fyrir haustið. Þetta hafði legið
í loftinu, en dundi yfir þegar síst var von, og þannig
að ákvörðunin var tekin án þess að málin væru rædd
við neinn aðila frá læknadeild.
Það er sjálfsagt að geta þess hér, að í umsögn
læknaráðs LSP frá 19.06. 1979, er ákvörðun stjórn-
arnefndarinnar talin sjálfsögð.
Meðferð málsins var strax mótmælt af hálfu deild-
arinnar, en hjá stj órnarnefnd er allt á sömu bókina
lært; svör nefndarinnar bárust í formi bókana af
fundum hennar.
í apríl 1979 ritaði deildarforseti læknadeildar
menntamálaráðuneytinu bréf þess efnis að hann
óskaði eftir því að læknadeikl fengi inni að ein-
hverju leyti í Hjúkrunarskóla íslands með starfsemi
sína. Þá bar það til eftir að stjórnarnefnd úthýsti
læknadeild úr LSP fékkst aðstaða til lestrar í kjall-
ara í suðurenda HSl fyrir 20 sjötta árs stúdenta, í
stað þeirra 29 borða sem voru í tengigangi LSP
(tæpl. 30% rýrnun).
Ollu sæmilega gefnu fólki hlýtur að vera ljós sú
nauðsyn að kennslustofur séu til staðar í aðalbygg-
ingu LSP til kliniskrar kennslu. Sótt var því um
að kennslustofurnar fengju að halda sér út líðandi
vetur. Samþykkti stjórnarnefnd fyrst að deildin
fengi að halda kennslustofunum fram að sl. áramót-
um, og gaf sig síðan þannig að læknanemar fá að
sitja áfram í hinum glæsilegu húsakynnum til vors
1980.
Stjórn F.L. fylgdist náið með fyrrgreindum mál-
um. Má telj a fulllangt gengið, þegar stúdentar þurfa
að berjast fyrir kennsluhúsnæði til handa H.I., en
hinn 10.10 1979, sendi stjórnin frá sér plagg, sem
bar yfirskriftina: „Astand kennslumála á LSP-lóð“
■— álit stjórnar F.L. Yar þetta nokkuð ýtarleg greina-
gerð, sem send var til eftirtalinna aðila: Stjórnar-
nefndar ríkisspítalanna, rektors H. I., Heilhrigðis-
ráðuneytisins, menntamálaráðuneytisins og lækna-
ráðs LSP. Sama dag og álitsgerðin var dagsett, var
haldinn félagsfundur í F.L. og þar samþykkt álykt-
un, sem fól í sér mótmæli gegn brottvísun lækna-
deildar úr tengigangi LSP. Á fundinum var einnig
ræddur sá möguleiki að kennsla í klinisku námi
skyldi færð í auknum mæli yfir á Borgarspítala og
Landakot.
46
LÆICNANEMINN