Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Side 25

Læknaneminn - 01.03.1980, Side 25
Síðbuið hjartsláttarfall (einslaga) Samdráttarkúrva A = (amplitude) dýptin á fallinu. LT — (lag time) töfin að fallinu. RT — (recovery time) ristími fallsins. Mynd VII. og lengd þess og ristími (recovery time) er í nokkr- um tengslum við magn og tímalengd þess þrýstings sem á strenginn verður. Mynd VII. Þetta er auð- þekkjanlegt og nokkuð öruggt mynstur. I stuttu máli má setja þessa vinnureglu: Líta vel á hj artsláttarritið. Ef í því eru föll (deceleration), bera þau saman við hríðirnar og spyrja: líkist hjart- sláttarritið samdráttarritinu? Ef það líkist því ekki er um breytileg hjartsláttarföll að ræða (varlable deceleration) og þá líklegast þrýstingur á nafla- streng eða hann í klemmu. Ef ritið líkist samdráttar- kúrvunni spyr maður sig, hver eru tengsl fallanna við upphaf samdráttar? Byrji fallið samtíma sam- dráttarkúrvunni er um snemmkomið hjartsláttarfall að ræða (early dipp), sem þýðir þrýstingur á höf- uð. Byrji fallið seinna en samdráttarkúrvan er venju- legast um fylgjuþurrð (utero-placental insufficience) að ræða. Gildi þess að flokka þannig í sundur hreytingai er sú, að meðferðin er mismunandi eftir gerðum þeirra og beinist að orsökum. I) Orsakatengsl snemmkominna hjartsláttarfalla (early deceleration): 1) Þýða augnablikshækkaðan ,,intracranial“ þrýsting hjá fóstrinu. 2) Yfirleitt saklaust FHR-rit. Megingildi þess er að þekkja það frá síðbúnum hjartsláttar- föllum, sem eru mun alvarlegri. II) Orsakatengsl síSbúinna hjartsláttarfalla (late deceleration): 1) Stafa af minnkuðum móður-fóstur næring- ar- og súrefnisflutningi. 2) Yfirleitt tengdar áhættumeðgöngu (high risk), ofstarfsemi í legi og lágum blóðþrýst- ingi móður. 3) Má yfirleitt létta þær með því að draga úr samdrætti í leginu, stoppa hríðir. gefa móð- ur súrefni, leiðrétta of lágan blóðþrýsting (hypotensio), breyta stellingu móður. 4) Síðbúin hjartsláttarföll (late dipp) eru mjög alvarleg og lúmsk því þau falla oftast nær innan eðlilegra FHR marka, milli 120 og 160. III) Orsakatengsl margbreytilegra hjartsláttarfalla (variable deceleration): 1) Verða vegna þrýstings á naflastreng. 2) Þetta er algengasta FTTR-ritið tengt fóstur- álagi (foetal distress). 3) Að miklu leyti háð legu móður og lagast oft við breytta legu. Ut frá breytingum á grunnlínu (base-line) og or- sökum tímabundinna breytinga á fósturhjartslætti (periodic variation) getum við dregið upp eftirfar- andi meginreglur: Upphaf legsamdráttar Lögun samdráttarkúrvu læknaneminn 23

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.