Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Side 69

Læknaneminn - 01.03.1980, Side 69
Svar við sjúkratilfelli Svar við sjúhratilfelli Kvartanir þessarar konu eru mjög almenns eðlis og leiða liugann helst að kviða eða spennueinkenn- um og gætu bent lil oföndunarkasta. Þessar kvart- anir eru engan veginn líklegar til að leiða neinn á sporið til réttrar sjúkdómsgreiningar. Oðru máli gegnir um rannsóknarniðurstöður, þar sem mjög lágt se. Natrium og óeðlileg lungnamynd benda á- kveðið í eina átt. Hyponatraemia Það er sjaldgæít að sjá svo lágt s. natrium, eða 116 mEq/1. Margs konar truflanir geta leitt lil hy- ponatraemiu og má skipta þeim í þrjá meginflokka: I. Mjög óhófleg vatnsdrykkja getur leitt til hy- ponatraemiu þótt útskilnaðarhæfni nýrna sé óskert, en til þess þarf gegndarlausa drykkju, jafnvel meir en 20 lítra á sólarhring. II. Truflun á salta eða vatnsupptöku í distal tubuli nýrna getur leitt til hyponatraemiu. Þannig geta allir sjúkdómar sem leiða til minnkaðs streymis um distal tubuli valdið natriumlækkun. Dæmi um þetta eru glomerulonephritis, þurrkur, hjartabilun, lifrarbil- un, nephrotic syndrom og Addison’s sjúkdómur. Þá getur einnig verið beinlínis um að ræða minnk- aða saltupptöku í distal tubuli, t. d. vegna áhrifa þvagræsilyfja og i Bartter’s sjúkdómi. I þriðja lagi getur ástæðan legið í auknu gegn- dræpi vatns í distal tubuli vegna ofgnóttar vaso- pressins. Þessi truflun kallast á ensku „syndrome of inappropriate antidiuretic hormone secretion“, eða SIADH. Orsakir SIADH eru margvíslegar. I fyrsta lagi geta ýmis æxli myndað ADIf og ber þar hæst smáfrumuæxli í lungum auk margra annarra æxla. Þá geta ýmsar lungnasýkingar, svo sem lungnaberkl- ar, bráð lungnabólga og lungnaabscessar leitt til ADH myndunar í lungum, og reyndar er það ekki fátitt að sjá l'ágt se. natrium í sjúklingum með slæma lungnabólgu. Auk þess geta ýmsar miðtaugakerfis- truflanir leitt til óhóflegrar losunar ADH frá heila- dingli og má þar nefna höfuðáverka, heilaæxli, en- cephalitis og meningitis. Þá geta ótal lyf valdið SIADII svo sem mörg svæfingarlyf, carbamazepine, vincristine og ótal önnur. III. Stundum mælist natrium lágt i serum vegna tilvistar annarra osmotiskt virkra efna í serum eða efna sem minnka vatnshlutfall serums, svo sem í mikilli hyperlipidaemiu, eða hyperproteinaemiu samfara myeloma multiplex. Umrædd kona hafði enga sögu um óhóflega vatns- drykkju né lyfjatöku, ekki sögu né einkenni hjarta- eða lifrarbilunar, og se. urea og kreatinin reyndust eðlileg. Þegar við bætist, að eðlisþyngd þvags er 1.016 þá er SIADH orðið mjög líklegt. Til að stað- festa þá greiningu þarf að sýna fram á lágt osmola- litet í serum og hátt osmolalitet í þvagi, og reyndist serum osmolalitet 274 (normal mörk 285-295), en osmolalitet í þvagi var 583. (Þegar ekki er aðstaða til osmolalitetsmælinga, sem reyndar má gera óbeint með því að mæla frostmark serums, þá er nánast eins ábyggilegt að mæla natriumþéttni í þvagi, sem ævinlega er meir en 20 mEq/1. hjá sjúklingum með SIADH. Natriumþéttni þvags í þessu tilviki reynd- ist 100 mEq/1.) Einkenni hyponatraemiu eru margvísleg og ekki alltaf í samræmi við natriumgildið, þó eru flestir sjúklingar með einhver einkenni ef se. natrium er lægra en 125 mEq/1. Fyrstu einkenni eru venjulega óróleiki, höfuðverkur og kvíði, síðan ógleði og upp- köst, þá krampar og í svæsnustu tilvikum meðvit- undarleysi og dauði. Einfaldasta og öruggasta með- ferð er að takmarka vökvatekju við 1000 til 1500 ml. á sólarhring. Sum lyf til dæmis alkohol hindra ADH losun frá heiladingli og skýrir það væntanlega þorstann sem venjulega fylgir þynnkunni. Hins veg- ar dugar alkoholmeðferð ekki, ef um er að ræða LÆKNANEMINN 63

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.