Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 52

Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 52
auki er lögð áhersla á flókin kolvetni, treíjar og prótein úr fitusnauðum vörum bæði kjöti, mjólkurvörum, komvörum og baunum. Það er hlutfall fitu/kolvetna frekar en heildarfjöldi hitaeininga sem sýnir sterkust tengsl við offitu (23). Hinir feitu borða því oftast ekki fleiri hitaeiningar heldur meira af þeim úr fitu og minna úr grófum kolvetnum. Lækkun blóðfitu er allt frá 15-25 % og á þríglýseríðum 20- 40%, ef bæði ofannefnd markmið nást fram. Oft er það nægilegt (25). Niðurstöður úr Framingham rannsókninni benda til þess að án breytinga á fæðu væru um 16% amerískra karla kandidatar fyrir lyfjameðferð en með breytingum á fæðu mætti lækka þá tölu niður í 7% og 4% hjá konum. Þetta er þrátt l'yrir það að meðallækkun kólesteróls sé aðeins 7-11% í þeirri rannsókn(24). Þettaerþvíspurning um ótrúlegamikla peninga. Sú þumalfingursregla er stundum notuð að 1% lækkun í serurn kólesteróli minnki hættu á hjarta og æðasúkdómum um 2%. Þetta er trúlega vanmat og er 3% fall nær lagi (37). Fæði virðist hafa mest áhrif á LDL-C. Þar er mikilvægasta einstaka atriðið magn mettaðrafitusýra af kolefnislengdinni 12-16 (25), en þær er helst að finna í feitu kjöti, í feitum mjólkurvörum, sumum jurtafitum svo sem kókoshnetufitu sem mikið er notuð í brauð og kex og einnig sjörlíki svo nokkuð sé nefnt. Hún er 91 % mettuð áður en hún er unnin. Það segir því lítið þó það standi á vörum að þær innihaldi jurtafitu því hún er oft jafn slæm. Við mettun og steikingu breytast fjölómettaðar fitusýrur úr sinni eðlilegu cis- mynd yfir í trans-mynd sem er líffræðilega óvirk og auk þess mettuð og því ófær um að valda blóðfitulækkun. Algengt erað mælt sé með að hlutfalI mettaðrar/fjölómettaðrar fitu sé 1.0. Margar rannsóknir benda til þess að hlutfall heildarkólesteróls/ HDL sé betri mælikvarði á áhættu á hjarta og æðasjúkdómum, en heildarkólesteról, HDL eða þríglýseríð ein sér (26.27.28,37). E. Kólesteról. Kólesteról ermest verðlaunaða litlasameindin í líffræðinni enda hafa 13 vísindamenn sem helgað hafa líf sitt rannsóknum á því fengið Nóbelsverðlaun. Það virðist þó sjálft hafa minni áhril' á kólesteról í blóði heldurenmettuðfita. Háttkólesteról ífæðuerþótengt hækkunákólesteróli íblóðien miklu minnaen mettuð fita (25). Hvernig stendur þá á því að sumir geta innbyrt mikið magn fitu og þó aðallega kólesteról en samt haft litla blóðfitu? Melting kólesteróls er flókin og gerist í mörgum þrepum. Margir þættir hafa áhrif á það hve mikið er uppsogað svo sem magn fitu, trefja, plöntusteróla og hraði fæðunnar um meltingarveg. Hraðatakmarkandi skrefið er ekki fullþekkt en er þó talið tengjast flutningi frís kólesteróls í micellum úr þarmaaholinu að enterocytum og á fríu formi yfir himnurþeirra. Þetta vartalið gerast meðpassívu flæði en nokkrar rannsóknir hafa bent til áður óþekkts flutningspróteins yfir himnur frumanna. Skrefin inni í enterocytunum eru ekki vanalega talin hraðatakmarkandi. Minnkað uppsog virðist vera aðal aðferð líkamans til að takmarka kólesteról úr fæði. Stjórnin á því er þó mismunandi milli manna. Einnig spilar umbreyting kólesteróls og útskilnaður í formi gallsalta stórt hlutverk(29.30). Þar geta stórar plús hlaðnar fjölliður bundist mínus hlöðnum gallsöltum ogfluttúrlíkamanum. Þettaþvingarlifrinatil aðtaka kólesteról úr blóði og breyta því í gallsölt til útskilnaðar og lækkar um leið blóðfitu. F. Áhrif ýmissa fitutegunda og annara fæðutegunda á blóðfitu. 1. Einómettaðar fitusýrur. Dæmi um þær er olíusýra sem er ma. í ólífuolíu. Rannsóknir á miðjarðarhafsþjóðum sem neyta mikllarólífuolíu,einsogGrikkjum og Spánverjum og hafa lága tíðni hjartasjúkdóma, virðast benda til þess að ólían lækki LDL-C (31), amk. þegar hún komi í staðin l'yrir mettaða fitu(25), en hafi lítil áhrif á HDL- C og þríglýseríð. En sé hlutlausari þegar hún komi í stað kolvetna eða lækki kólesteról eitthvað. Okosturinn viðólífuolíuersáaðhún innihelduraðeins aðra af tveim lífsnauðsynlegu fitusýrunum eða línólíusýru. Kosturinn við hana er að hún fæst algjörlega óunnin eins og hún kemur úr ólífunum í formi Extra virgin olive oil og er græn á litin (32). 2. Fjölómettaðar fitusýrur. Dæmi um þæreru línolen (omega-3) og línolíusýrur (omega-6) sem eru báðarlífsnauðsynlegarogfinnastt.d. í graskersolíum 50 LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.