Læknaneminn - 01.04.1998, Síða 18

Læknaneminn - 01.04.1998, Síða 18
Guðmundur Þorgeirsson Mynd 4. Aldursstöðluð dánartíðni úr kransæðasjúkdómi í Evrópu 1990- 1991. Konur 0-64 ára (ref. 3). Rates per 100 000 2. Oft kemur fram veldisfall (“curvilinert” eða “ex- ponentielt” fall) þegar lýst er sambandi áhættuþáttar og áhættu (12). Þetta þýðir að áhættuaukningin eykst því brattar þeim mun lengra sem kemur út á mæliskala áhættuþáttarins. Þessi staðreynd er ein af grundvallar- forsendum þess forvarnarstarfs sem byggist á því að leita uppi þann hóp eða þá hópa sem hafa mesta áhættu og beina forvarnaraðgerðum að þeim (“high risk strat- egy”)(2). Sem dæmi má nefna samband kólesteróls og áhættu. Þau 20% sem liggja efst á kólesterólskalanum taka á sig 40% af heildaráhættu viðkomandi samfélags vegna þess að áhættusambandið er veldisfall. 3. Munur á blóðfitugildum milli þjóða ræðst fyrst og fremst af mismunandi neyslu á mettaðri fitu. Erfða- þættir ráða hins vegar mestu um blóðfitudreifingu inn- an hvers samfélags eða þjóðfélags (14). 4. Ahættuþættirnir hafa innbyrðis mögnunaráhrif. A mynd 6 sjást áhrif kólesteróls á 10 ára dánarlíkur tveggja aldursflokka karla í Hjartaverndarrannsókninni (10). Samspil áhættuþáttanna er augljóst. I Framingham- rannsókninni (13) reyndust áhrif blóðþrýstings óveru- leg í hópi einstaklinga sem að öðru leyti höfðu hag- stæða áhættuþáttastöðu (mynd 7). Meðal þeirra sem bjuggu við milda áhættu varð hins vegar mikil viðbót- aráhættuaukning við hverja þrephækkun í blóðþrýst- ingi, jafnvel innan blóðþrýstingsmarka sem almennt eru talin skikkanleg. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að meta heildstætt sem flesta áhættuþætti þegar beitt er forvarnarúrræðum gagnvart einstaklingum, hvort sem um er að ræða hátt kólesteról, háan blóðþrýsting, skert sykurþol o.s.frv. Enda leggja flestar samþykktir um for- varnarstarf bæði austan hafs og vestan áherslu á heild- armat áhættuþátta þegar ráðlagt er um viðbrögð við einstökum áhættuþáttum, eins og t.d. við hækkaðri blóðfitu (15,16). 5. Ahættuþættir fylkjast saman (“clustering of risk”). Fjölmargar rannsóknir, þ.á.m. Hjartaverndarrannsókn- in, hafa sýnt tilhneigingu áhættuþátta að fara í flokk- um. Einkum er Ijóst að skert sykurþol, háþrýstingur, offita, hækkaðir þríglyceríðar og lágur styrkur eðlis- þungra lípóproteina (HDL) tengjast nánum böndum, hugsanlega gegnum sameiginlega lífefnafræðilega trufl- un og berast þar böndin að ónæmi frumna gegn áhrif- um insúlíns (17). 6. Kynjamunur. Ahætta kvenna að fá kransæðasjúk- dóm er svo miklu minni en jafnaldra karla að oft vill gleymast að kransæðasjúkdómur er ein algengasta dán- arorsök kvenna, þótt þungi hans komi fyrst fram við 16 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.