Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1998, Page 48

Læknaneminn - 01.04.1998, Page 48
Hugrenningar um læknanám Ragnhildur Steinbach Nám eins og læknanám hlýtur eðli málsins sam- kvæmt alltaf að vera breytingum undirorpið. Hvað varðar 1. og 2. árið eru breytingar greinilega nauðsyn- legar og eru menn almennt sammála um að núverandi fýrirkomulag samkeppnisprófanna sé óheppilegt. Líst mér best á inntökupróf sem væri að mörgu leyti sann- gjarnt þar sem fólk sæti við sama borð. Aðferð raunvís- indadeilda þar sem þeir krefjast ákveðinna skilyrða úr menntaskóla, s.s. náms í stærðfræðideildum eða ákveðinna einkunna í raungreinum, finnst mér ekki henta læknisfræði. Læknisfræðin er hvoru tveggja í senn; raungrein og félagsvísindi og raunar einmitt það sem gerir hana aðlaðandi. Núverandi skipulag 1. árs fer illa með námstímann á 1. ári og 2. árið virðist of strembið. Með inntökuprófi áður en hið raunverulega nám hæfist, væri hægt að skipuleggja fyrstu tvö árin betur. Við núverandi skipulag er spurning hvort 1. árið nýtist nógu vel og mætti þá létta af námsefni 2. árs. Verknámið er að sjálfsögðu mjög mikilvægur þáttur í læknanámi sem virðist hafa farið nokkuð hallloka í samkeppninni við önnur fög. Læknisfræði er umfangs- mikið nám og er hart keppt um tíma stúdenta. Mjög hæpið er hins vegar að slíta í sundur þekkingu og beit- ingu þekkingarinnar. Best er að þetta tvennt fari saman og er greinilega nauðsyn á að laga þetta. Eftir sérnám erlendis komst ég ekki hjá því að talta eftir því hversu óvanir aðstoðarlæknar voru að fást við ýmis klínisk og verkleg vandamál miðað við þá ábyrgð sem þeim var falin. Ég hef sjálf þá reynslu að þetta hafi ekki verið í nógu góðu lagi þegar ég var við nám í læknadeildinni en það virðist enn hafa sígið á ógæfuhliðina. Eg held Höfundur er skurðlœknir á Landspítalanum og befitr umsjón um verklegt nám Ixknanema á Landspítalanum hins vegar ekki að þetta sé neinum “að kenna”, aðstæð- ur hafa breyst smám saman þannig að sjúklingar eru nú mun styttra inni á legudeildum, eru veikari og algengu sjúkdómarnir sem læknirinn þarf síðar að fást við sjást orðið lítið inni á stóru sjúkrahúsunum, s.s. kviðslit og æðahnútar o.s.frv. Það þarf einnig að vera skipulögð kennsla í ýmsum verklegum þáttum, s.s. líkamsskoðun, uppsetningu þvagleggja o.s.frv. og markmiðin skýr. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að hafa ákveðinn þekk- ingargrunn en það má heldur ekki gleyma því að þró- unin er mjög hröð í læknisfræði í dag og þekking dags- ins í dag er kannski orðin úrelt á morgun. Margar textabækur í læknanámi eru mörg ár í vinnslu og sumt jafnvel orðið úrelt fljótlega eftir útgáfu. Kennslan þarf því að aðlaga sig þessu og er sjálfsnám mjög mikilvæg- ur þáttur og gagnrýnin hugsun. Sjálfsnám á hins vegar ekki að vera þannig að nemandinn sitji einn heima með einhverja doðranta og lesi, heldur þarf hann aðstoð við að leita að réttu hlutunum og er hlutverk kennarans þar síst minna heldur kannski meira krefjandi. Kenna þarf meira hvernig taka skuli á ýmsum vandamálum og er þar þrautalausnaaðferðin (“problem based learning”) mjög heppileg. Nefnd hefur starfað að undanförnu til að koma á laggirnar verknámsstofu eða færnibúðum (“skills lab”) og held ég að það geti nýst mjög vel. Endurskipulag í læknadeild er því orðið tímabært og læknadeild er reyndar þegar farin að huga að því máli. Eg held líka að það væri náminu til framdráttar að bera saman námið hérlendis við nágrannaþjóðirnar og má sjálfsagt mikið af því læra. 46 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.