Bændablaðið - 11.05.2023, Qupperneq 26

Bændablaðið - 11.05.2023, Qupperneq 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 11.maí 2023 Fyrir rúmu ári var veflæga markaðstorgið Matland (matland. is) opnað matgæðingum sem vilja kaupa íslenska búvöru og matvæli. Matland er í samstarfi við bændur og aðra íslenska matvælaframleiðendur, auk þess að vera með eigin vöruþróun í samstarfi við Pylsumeistarann. Fyrir skemmstu voru snakkpylsur úr ærkjöti markaðssettar, sem Puttalingar heita. Tjörvi Bjarnason er fram- kvæmdastjóri Matlands, en hann er kunnur af störfum sínum fyrir Bændasamtök Íslands til margra ára. „Puttalingarnir eru snakkpylsur úr ærkjöti sem er ættað frá Kristínu og Sindra í Bakkakoti. Þetta er ný vara á markaðnum og er hluti af þróunarverkefni um nýjar matvörur úr ærkjöti sem meðal annars hefur hlotið styrk frá Matvælasjóði og úr Þróunarsjóði sauðfjárræktarinnar,“ segir hann. Fleiri vörutegundir úr ærkjöti „Puttalingarnir eru að mörgu leyti líkir áþekkum snakkpylsum sem eru vinsælar hjá íþróttafólki sökum hás próteininnihalds. Þá hefur komið í ljós að börn og unglingar kunna vel að meta Puttalingana og bjóráhugafólk er síður en svo eftirbátar þeirra því snakkpylsurnar fara sérlega vel með öli,“ bætir Tjörvi við. Það er Matland og Sigurður Haraldsson, kjötiðnaðarmeistari í Pylsumeistaranum, sem standa að verkefninu. „Auk Puttalinganna höfum við þróað og framleitt í tilraunaskyni ærskinku, salami, kjötbollur úr ærkjöti og auðvitað gömlu góðu bjúgun sem eru úr 98 prósent kjöti. Við erum í miðju kafi í þessu og vörurnar lofa góðu, þær eru bragðgóðar og þeir sem hafa smakkað láta vel af. Sigurður í Pylsumeistaranum hefur það sem sérstakt keppikefli að framleiða vörur sem eru lausar við öll óþörf íblöndunarefni og innihalda eingöngu kjöt, krydd og salt.“ Lágt afurðaverð fyrir ærkjötið Tjörvi segir að kveikjan að því að þróa kjötvörur úr ærkjöti hafi verið hvað bændur fá sorglega lítið greitt fyrir þessa kjötafurð. „Um þúsund tonn falla til árlega af kindakjöti sem lítið fæst fyrir. Raunar er afurðaverðið svo lágt að það dekkar vart sláturkostnað, hvað þá að borga bóndanum laun. Frá því að verkefnið hófst sjáum við að það er hægt að gera ýmislegt með ærkjötið. LÍF&STARF Kæli- og frystiklefar í öllum stærðum og gerðum Margar gerðir af vélbúnaði fyrir kæli- og frystiklefa Mikið úrval af hillum Járnháls 2 - 110 Reykjavík Sími 440 - 1800 www.kaelitaekni.is Kælitækni er leiðandi í sölu og uppsetningu á kerfum með náttúrlegum kælimiðlum Vöruþróun: Puttalingar eru snakk- pylsur úr ærkjöti Puttalingar frá Matlandi. Sigurður Haraldsson, kjötiðnaðarmeistari í Pylsumeistaranum, og Tjörvi Bjarnason, sem standa að verkefninu. „Um þúsund tonn falla til árlega af kindakjöti sem lítið fæst fyrir. Raunar er afurðaverðið svo lágt að það dekkar vart sláturkostnað, hvað þá að borga bóndanum laun,“ segir Tjörvi. Aðalfundur Bjarmalands, félags atvinnuveiðimanna í ref og mink var haldinn þann 16. apríl á Brúnum í Eyjafirði. Starf félagsins hefur legið niðri í nokkur ár en að sögn Garðars Páls Jónssonar, nýkjörins formanns, var þörf á því að lífga félagið við til að halda áfram þeirri vinnu að minnka það tjón sem refir og minkar valda og nýta þá reynslu sem veiðimenn félagsins búa yfir. Rúmlega þrjátíu félagsmenn voru mættir til fundar sem einnig var sendur út á netinu fyrir þá sem gátu ekki komið. Snorri Jóhannesson, fráfarandi formaður, á Augastöðum setti fundinn og hafði framsögu þar sem hann fór meðal annars yfir störf félagsins síðustu ár. Garðar segir að félagið árétti þörfina á því að unnið sé áfram í því að halda stofnstærð á ref og mink niðri og líst félagsmönnum illa á þær hugmyndir sveitarfélaga um að komast ódýrt frá þessari skyldu sinni með því að ráða „spákaupmenn“ til að sinna þessari vinnu. Kjör veiðimanna versnað Meðal þeirra mála sem voru til umræðu á fundinum voru kjör veiðimanna, en að sögn Garðars hefur kostnaður vegna þessara veiða hækkað gríðarlega undanfarin ár en skotlaun nokkurn veginn staðið í stað og ekki fylgt vísitölu. „Það er mikilvægt að leiðrétta kjör félagsmanna og greiða þeim sanngjörn laun fyrir vinnu sína, akstur er í mörgum tilfellum mjög mikill og lítið hefur verið gert í að greiða fyrir hann. Svo dæmi sé tekið. Svo verður að skoða hvernig á að taka á útungunar- stöðvum refs og minks í friðlöndum og þjóðgörðum, það er vafasamur gjörningur að ætla sér að hlúa að fuglalífi á þessum stöðum en bjóða jafnframt upp á veisluborð fyrir þá varga sem geta alist þar upp óáreittir. Það hefur sýnt sig að lítil sem engin grenjaleit að vori leiðir til þrálátra vandræða vegna dýrbíts á þeim svæðum sem slíkt hefur verið reynt, félaginu líst illa á hugmyndir sveitarfélaga að borga ekki fyrir leit þó svo að lögin gefi þeim svigrúm til að gera þetta á þennan veg,“ segir Garðar. Fráleitt að kostnaður lendi á æðarbændum Að sögn Garðars ræddu félagsmenn um að bæta þurfi vargvöktun kringum æðarvörp og finna þurfi grundvöll til að leysa þau mál. „Ef grenjaleit er hætt á þeim svæðum sem æðarvarp eru, stóreykst sú vinna sem þarf að sinna til að halda ref frá varpinu. Þessi vinna lendir á eigendum varpsins og þeirra að greiða fyrir hana, það er algjörlega fráleitt að þessi kostnaður lendi á æðarbændum, oftast er þessi kostnaðaraukning komin til vegna slælegrar vinnu sveitarfélaga. Auka þarf minkaveiði, það hefur sýnt sig ítrekað að honum má halda niðri með góðri og réttri vinnu en um leið og slakað er á stóreykst fjöldinn, nóg er komið af rannsóknum á þessum málum, frekar er að setja stærri fjárhæðir í að útrýma mink, allavega á þeim svæðum þar sem það er hægt, og svo það sé áréttað, það er hægt að útrýma mink á vissum svæðum.“ Sauðfjárbændur tilkynni tjón Garðar minnir veiðimenn á að mikilvægt sé að sinna rannsóknarvinnu samhliða vinnu sinni, með aukinni þekkingu á bráðinni og lífi hennar veitist betri skilningur á henni. Þá beinir hann því til sauðfjáreigenda að skrá niður tjón vegna refa og tilkynni til Matvælastofnunar. Í nýrri stjórn Bjarmalands eru þeir Garðar Páll Jónsson formaður, úr Skagafirði, Daði Lange Friðriksson gjaldkeri, úr Þingeyjarsveit, Þórir Indriðason úr Borgarfirði, Keran St. Ólafsson frá Patreksfirði og Jón Kristinsson úr Reykjavík. Félagar eru um 200 talsins. /smh Skotveiðifélagið Bjarmaland: Þarf að minnka það tjón sem refir og minkar valda Garðar Páll Jónsson er nýr formaður Bjarmalands, félags atvinnuveiðimanna í ref og mink. Myndir / Aðsendar Bjarmaland, félag atvinnuveiðimanna, hefur verið lífgað við.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.