Bændablaðið - 11.05.2023, Page 37

Bændablaðið - 11.05.2023, Page 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023 Ísland LCI Lely Center Ísland Jarð- og pinnatætarar til afgreiðslu 3 metra jarðtætari með jöfnunarvals 3.5 metra pinnatætari með jöfnunarvals Eigum til afgreiðslu vel útbúnar Zetor dráttarvélar með ámoksturtækjum Forterra HSX 120 - 117 hestafla Forterra HSX 140 - 136 hestafla Þekkt gæðamerki Útbúnað má sjá á facebook.com/zetorisland nema að afkoman sé góð. Það er líka þessi félagslegi þáttur, að það sé ekki sjálfsagt að fólk afsali sér þeim lífsskilyrðum sem aðrir í þjóðfélaginu búa við, til þess eins að vera bændur. Það er frekar vonlaus staða, eins og dæmi eru um, þegar kannski tveir einstaklingar þurfa að vinna fulla vinnu utan bús, en verja svo afgangstímanum í að sinna búrekstrinum,“ segir Steinþór. Undirliggjandi bjartsýni bænda Hann segir að það þurfi líka að uppfæra nýliðunarstuðning í landbúnaði. „Þar er einnig óvissa um, í hvert sinn sem úthlutað sé, hversu mikið hægt sé að búast við. Potturinn er þar bara föst tala sem þynnist svo bara út eftir því hversu margir umsækjendur eru – og þeim fer fjölgandi en kostnaður vegna fjárfestinga hækkar. Sem betur fer er alltaf undir- liggjandi bjartsýni í bændum, því við vitum að þrátt fyrir allt eru náttúruleg skilyrði hér betri en víða. Hér eigum við ýmsar auðlindir eins og gott vatn, hreina orku og landbúnaðarland sem er gaman og krefjandi að vinna við, svo ekki sé minnst á fólkið og þekkinguna. Þetta er líka þegar upp er staðið frábær lífsstíll sem fylgir þessu.“ Góður félagsskapur ungra bænda Steinþór segist telja að ungt fólk með áhuga á búskap sé upp til hópa jákvætt og sé tilbúið að taka stökkið – hann heyri minna af hinum sem séu tvístígandi og kannski hverfa frá því að fara þessa leið í lífinu. „Og það er ein af áskorununum sem landbúnaðurinn stendur frammi fyrir; hvenær viljum við fá fólk í búskap? Viljum við fá fólkið fljótlega eftir nám – og þá þarf ákveðið átak til að ná því inn – eða dugar að fólkið komi inn þegar það er búið að stofna fjölskyldu og kannski komið með fjárhagslegt sjálfstæði til að geta farið út í búskap sem er svo sem ekkert síðra, þannig séð?“ Að sögn Steinþórs er starfsemi Samtaka ungra bænda í nokkuð föstum skorðum. „Þetta er góður félagsskapur fólks með sömu ástríðu og sömu áskoranir sem gott er að deila skoðunum um. Það eru um 400 félagsmenn núna í samtökunum en fólk svo sem misvirkt. Hagsmuna- og félagsstarfið byggist aðallega á fjórum landshlutasamtökum, sem hvert er með eigin stjórn. Þau sameinast síðan á aðalfundi sem flakkar á milli landshlutanna. Annars reynum við að vera öflugur málsvari ungra bænda og lágmarka þröskulda ungs fólks í landbúnaði svo sem flestir sjái sér fært að vera með.“ Steinþór og Eydís eru með um 570 fjár, en sauðburður var ekki hafinn þegar blaðamaður var á ferð um Dalina. Vagnhöfða 7, 110 Reykjavík - s. 787 9933 vpallar@vpallar.is - www.vpallar is NÝ VERSLUN VAGNHÖFÐA 7

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.