Bændablaðið - 11.05.2023, Side 43

Bændablaðið - 11.05.2023, Side 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023 Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - 551-5464 www.wendel.is - wendel@wendel.is GÖNGUBRÝR OG ÖRYGGISGIRÐINGAR ____________________ FYRIR ÖRYGGI Á VINNUSVÆÐUM REYKJAVÍK AKUREYRI 590 5100 klettur.is Pressaðu á gæðin Aðalskipulag Sveitarfélagsins Hornafjarðar Endurskoðun gildandi aðalskipulags er hafin og gefst nú tækifæri til að kynna sér verkefnislýsingu fyrir þá vinnu og senda inn ábendingar eða sjónarmið um efni hennar í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar fyrir 10. júní nk. Lýsinguna er að finna í skipulagsgáttinni, skipulagsgatt.is og á vef sveitarfélagsins, hornafjordur.is/adalskipulag þar sem einnig er að finna frekari upplýsingar um endurskoðunina. Pappírsútgáfa af lýsingunni er einnig til sýnis á bæjarskrifstofum og bókasafni Hornafjarðar. Kynning lýsingarinnar er skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og 14. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is koma áfram en við erum með hærri kostnað á flutningum. Félagslega er þetta ekki gott þegar fækkar. Þótt okkur sé að fækka hér þá er að opnast tengingin við Barðaströndina. Þá geta þeir skotið fóðri í sílóin á sunnanverðum Vestfjörðum á sama tíma og þeir koma hingað. Það eru ákveðin ljós sem kvikna þó önnur slokkni,“ segir Árni. Öll mjólkin frá Vöðlum fer beint í Örnu í Bolungarvík. Árni segir að þau séu ekki í beinum viðskiptum við mjólkurbúið, heldur fari allt í gegnum Auðhumlu, eins og hjá öðrum. „Þannig að við njótum þess ekkert sérstaklega í okkar rekstri hvort að Arna sé þarna eða ekki. Upp á húmorinn er það mjög næs,“ segir Árni. Mannanna verk erfiðust Árni segir að veðurfarið eða náttúran séu ekki helstu áskoranirnar sem fylgi kúabúskap á Vestfjörðum. „Aðalvandræðin eru allt það sem fólk hefur búið til í kringum þetta. Vextir og annað í bönkum – það er miklu erfiðara að eiga við það. Við ráðum við allt sem snýr að náttúrunni – hitt tekur úr manni orkuna og flækjustigið er svo mikið. Auðvitað er ekkert annað í boði en að slást við það allt saman.“ Nýverið hækkaði grundvallarverð mjólkur og segir Árni hverja krónu skipta máli í þessum rekstri. „Ég tek hattinn ofan fyrir því að verðlagsnefndin virðist vera farin að virka. Það voru nokkur ár þar sem hún bara virkaði ekki,“ segir hann. Árni tekur virkan þátt í félags- starfi bænda og skynjar að víða sé rekstur búa orðinn þungur, enda eru öll aðföng og vextir búin að hækka. „Þetta væri kannski ekki voðalega flókið eða erfitt ef maður væri ekki með allar þessar skuldir út af framkvæmdum og kvótakaupum. Í okkar tilfelli væri þó enginn rekstur ef ekki hefði fengist fjármögnun – þá væri þetta bara eyðijörð.“ Eftir miklar verðhækkanir á öllum aðföngum og búnaði, segir Árni að besta rekstrarhugsunin sé að fara vel með hlutina, til að losna við dýrar viðgerðir. „Það er einn af kostunum við Jóa að hann er svakalega þægilegur í öllu í kringum vélar.“ Árni segir búskap ekki lengur einungis snúast um umgengni við dýrin, heldur sé vélavinna orðin mjög stór þáttur í landbúnaði. Mjög mikilvægt sé fyrir bændurna á Vöðlum að gera allt sjálfir þar sem takmarkað aðgengi sé að landbúnaðarverktökum á svæðinu. Allt hey innan fjarðar Stórir bændur á Vestfjörðum hafa löngum þurft að fara langar leiðir eftir heyi. Árni segist aldrei hafa þurft að fara styttra en í sumar eftir að Vaðlar urðu eina kúabúið eftir í Önundarfirði, en núna er allt heyið sótt innan fjarðar. „Við höfum annars farið í Dýrafjörð í nokkur ár.“ Um árabil heyjaði Árni tún á Ingjaldssandi. „Það er alveg geggjað að vera þar, en ég viðurkenni að það er svolítið langt. Ég var þarna heilu dagana og næturnar um hábjartan sumardaginn – það var alveg stórkostlegt að sjá sólina hníga og sitja í traktornum þegar hún kom upp. Það var ekkert símasamband og algjör friður. Grasgefin tún og alltaf trygg hey þarna.“ Aksturinn til að sækja rúllurnar á Ingjaldssand er býsna langur, en frá Vöðlum þarf að aka yfir Gemlufallsheiðina yfir í Dýrafjörð og þaðan yfir Sandsheiðina aftur yfir í Önundarfjörðinn. „Það var passlegt að fara tvær ferðir á dag, með öðrum verkum á búinu. Ég tók fjóra tíma í hverja ferð fram og til baka, með því að stoppa og fá mér að éta.“ Jóhann Ingi Þorsteinsson og Árni Brynjólfsson reka saman kúabúið á Vöðlum í Önundarfirði. Þeir segja flækjustigið að farsælum eigendaskiptum vera hátt. Þökk sé góðu samstarfi taka þeir sér þann tíma sem þeir þurfa. Vaðlar í baksýn. Mynd / ÁL

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.