Bændablaðið - 11.05.2023, Page 57

Bændablaðið - 11.05.2023, Page 57
57Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023 516-2600 vorukaup@vorukaup.is • Loft í loft • Loft í vatn • Vatn í vatn 17. – 24. september 2023 Fararstjórn: Inga S. Ragnarsdóttir Verð 289.800 kr. á mann í tvíbýli Bókaðu núna á bændaferðir.is Tíról í Austurríki er heill ævintýraheimur út af fyrir sig. Dvalið verður í sjö nætur í Seefeld í Tíról og farið þaðan í skemmtilegar skoðunarferðir, m.a. til Innsbruck, að Achensee vatninu sem er eitt fallegasta vatn Tíróls og til Gramai Alm þjóðgarðsins. Tindrandi Tíról Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2 108 Reykjavík Liebherr 900 Hjólagrafa Árgerð: 2009. Vinnustundir:14.000. Verð: 6.400.000 kr +vsk. Faun glussakrani - Faun RTF - 40 - 3 Vinnuvélastundir: 20.931. KM staða: 25.031. Verð: 5.300.000kr + vsk. Pallur á vörubíl til sölu. Verð 250.þús + vsk. Urð og Grjót ehf Lyngháls 12, 110 Reykjavík · sími: 660 0045 · netfang: urdoggrjot@urdoggrjot.is Til sölu! Áhugasamir hafið samband í síma 660-0040 eða á urdoggrjot@urdoggrjot.is Fuji Jari 2,3 Gravel Malarhjól Hvellur - G. Tómasson ehf. • Smiðjuvegi 30, rauð gata 200 Kópavogi • Sími 577 6400 hvellur@hvellur.com • hvellur.com Nú ferðumst við um náttúru Íslands og Fuji Jari 2,3 er traustur og hagkvæmur kostur í því verkefni. Fuji Jari 2,3 malarhjól er fjölhæfur hjólhestur fyrir allar aðstæður, svo sem malarvegi, fjallvegi og malbik. Styrkur Jari býður upp á nær ótakmarkaðan farangur í ferðalagið. Fuji Jari 2,3 Gravel Malarhjól Hvellur - G. Tó asson ehf. • Smiðjuvegi 30, rauð gata 200 Kópavogi • Sími 577 6400 hvellur@hvellur.com • hvellur.com Nú ferðumst við um náttúru Íslands og Fuji Jari 2,3 er traustur og hagkvæmur kostur í því verkefni. Fuji Jari 2,3 alarhjól er fjölhæfur hjólhestur fyrir allar aðstæður, svo sem malarv j lvegi og malbik. Styrkur Jari býður upp á nær ótakmarkaðan farangur í ferðalagið. Fuji Jari 2,3 Gravel Malarhjól Hvellur - G. Tómasson ehf. • Smiðjuvegi 30, rauð gata 200 Kópavogi • Sími 577 6400 hvellur@hvellur.com • hvellur.com Nú ferðumst við um náttúru Íslands og Fuji Jari 2,3 er traustur og hagkvæmur kostur í því verkefni. Fuji Jari 2,3 malarhjól er fjölhæfur hjólhestur fyrir allar aðstæður, svo sem malarvegi, fjallv gi og malbik. Styrkur Jari býður upp á nær ótakmarkaðan farangur í ferðalagið. ...Fuji has created a feature-loaded frameset that ticks all the boxes for bikes in this category. “ TILBOÐ á eldri árgerð (dark green) 15% afsláttur kr. 169.349 til 15. maí 2023 Hringrásarhagkerfi byggir á flokkun, endurvinnslu og endur- nýtingu en hvað með námurekstur? Hringrásarhagkerfi Mikið er rætt og ritað um þróun hagkerfa, sem reynd hafa verið mislengi til þessa, í átt til hagkerfis sem byggir á sem mestri hringrás áður nýttra hráefna, endurnýtingu nýrra efna úr auðlindum jarðar og á sjálfbærni. Samtíms eru fleiri en ein kenning og margar skilgreiningar á lofti um helstu þætti slíks hagkerfis og um hvernig helstu hagfræðikenningar og stjórnmál ríma við hringrásarhagkerfi. Umhverfisbreytingar, og einkum loftslagsbreytingar, hafa snaraukið umræður og stefnumótun í þessum efnum. Hugtakið er komið inn í íslensk lög er snúast um úrgangsmál og stefnumið um hringrásarhagkerfi eru til umræðu í stjórnmálum, vísindum og margvíslegri miðlun og ummræðu. Greinargerðin Samtaka um hringrásarhagkerfi (Environce, september 2022, fyrir Austurland) er fróðlegt dæmi um stöðu og aðgerðir í úrgangsmálum sem gagnast geta hringrásarhagkerfi, unnin fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga (sjá t.d. www.samband.is). Flokkun úrgangs Flokkar úrgangs úr mannvist síðustu áratuga, jafnvel alda, eru orðnir tugir talsins, eftir því í hvaða ríkjum og samfélögum borið er niður, allt frá mjög hættulegum spilliefnum til margþátta lífræns úrgangs án aðskotaefna. Hjá SORPU eru 12 megin úrgangsflokkar í söfnunarkerfi þess stóra þjónustusamlags. Þeir eru álíkir hjá öðrum fyrirtækjum sem veita þjónustu á sama sviði. Gjaldtöku fyrir förgun (sbr. úrgang frá fyrirtækjum og lögaðilum á endurvinnslustöðvum) eða greiðslum við skil (sbr. drykkjarumbúðir) er beitt til að minnka úrgangsmagn. Neytendur og fyrirtæki þurfa að kynna sér vel flokkun, afhendingu og förgun. Endurvinnsla Endurvinnsla er haft um alls konar ferli sem ná yfir meðferð á úrgangi er skilar vinnanlegu hráefni í vörur eða nothæfum hlutum. Algengur úrgangur til endurvinnslu eru málmar, pappír/ pappi, plast og gúmmí en margt fleira má endurvinna enda færist endurvinnsla í vöxt. Enn er þó miklu brennt í mis- fullkomnum brennslustöðvum og sorp enn víða urðað. Endurnýting Endurnýting söluvara eða hluta sem hafa lent eða enda í úrgangsferlum er frábrugðin endurvinnslu. Endurnýting á við þegar söluvara eða hlutur sem hefur verið notaður, eða ónotaður en telst úreltur, er tekinn til notkunar án viðgerða eða breytinga, eða gert er við hann. Endurnýting eykst og má þar nefna fatnað og skó, húsgögn og heimilistæki. Námurekstur Sumar náttúrunytjar eru augljóslega endurnýjanleg ferli. Dæmi um þau eru sjálfbærar skógarnytjar, raforkuframleiðsla með fallvatni og sjálfbærar lax- og silungsveiðar. Þess er þá gætt að jafnvægi sé á milli nytja og verndar og samfélag og efnahagur teljst vera „í blóma“ eins og sagt er. Námurekstur merkir að tekið er efni úr náttúrunni til gagns en um leið vitað að efnið endurnýjast seint á mannlegan mælikvarða eða endurnýjast ekki (og þannig er það oftast). Námurekstur var/er talinn nauðsynlegur eða óhjákvæmilegur í mörgum tilvikum en jafnframt augljóst að hann er ekki sjálfbær iðja. Dæmi eru kolavinnsla, járnnám og grjót- og malarám. Viðhorf til námureksturs getur breyst með tíð og tíma. /ATG Hann stendur árvakur sína vakt, starfsmaður Sorpu í Mosfellsbæ. Flokkun og endurvinnsla eru grunnþættir hringrásarhagkerfis sem orðið er lögbundið hér á landi. Mynd / ATG Að nýta vel það sem til fellur – Fróðleikur um orkumál og orkuskipti – 7. hluti. FRÆÐSLA

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.