Bændablaðið - 06.07.2023, Qupperneq 34

Bændablaðið - 06.07.2023, Qupperneq 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 www.byko.is BLÁ BOSCH RAFHLÖÐU- GARÐVERKFÆRI FÁST Í BYKO Rabarbari vex víða bæði í görðum og utan þeirra, en talið er að hann hafi verið landlægur á Íslandi síðan á seinni hluta 19. aldar. Í kringum seinni heimsstyrjöldina uxu vinsældir rabarbararæktunar og fólk hvatt til að kynna sér hvernig nýta mætti sér hann sem best. Kjartan H. Ágústsson á Löngumýri, Skeiðum hefur um langt skeið verið viðloðinn ræktun og vinnslu rabarbara og aflaði ungur tekna í kjölfar sölu góðrar uppskeru. Fyrir tilviljun var Kjartan að blaða í Handbók bænda frá árinu 1962 þar sem hann rakst á skráningu frá afa sínum og ömmu sem öfluðu gjarnan aukatekna með rabarbara- uppskeru. Höfðu þau hjónin þá selt 1,5 tonn af rabarbara og vel að merkja líka svolítið af sultu og saft. Sagan rakin Sjálfur hóf Kjartan viðskipti sín við Sölufélag garðyrkju- manna, þá með sölu á 5 kg pokum. Með tímanum jókst salan, viðskiptavinunum fjölgaði og pokarnir 20 kg. Fór þá mest í Mömmusultu og síðar Kjarnavörur sem enn er öflugasti viðskiptavinurinn. Vaninn var að tína rabarbarann, þvo, snyrta og brytja leggina auk þess að frysta, en með tímanum varð vinnslan slík að líkja mátti henni við verksmiðjuferli. Þetta var nú fyrir aldamótin 2000. „Í upphafi árs 2008 var haft samband við okkur, þáverandi sambýliskonu mína, Dorothee Lubecki, vegna verkefnis sem var verið að setja á laggirnar og hét Stefnumót hönnuða og bænda. Verið var að leita að fólki sem væri til í að prófa eitthvað nýtt, út fyrir rammann og við ákváðum að slá til. Listaháskólinn, úrval matreiðslumanna o.fl. gott fólk, ásamt okkur, fórum í verkefnið og úr varð rabarbarakaramella, heldur Kjartan áfram. Karamellan hlaut brautargengi og er enn framleidd undir heitinu Rabarbía. Hugmyndina að þessu sælgæti má rekja til bernskuminninga margra; neyslu rabarbara með sykri sem borðaður var með bestu lyst. Í framhaldinu var reist hús yfir starfsemina þar sem bæði var nægt vinnslurými sem og eldhús til framleiðslu. Styttist í lífræna sultu Síðan komu sultur og síróp og átti Dorothee stóran þátt í þessu upphafi öllu saman þegar kom að uppskriftum og hugmyndum að vinnslu. Hún framleiðir einnig í dag margs konar te og notar m.a. í það lífrænt vottaðar tegundir jurta sem ræktaðar eru á bænum. Þetta var skemmtilegt en krefjandi, almennileg áskorun,“ segir Kjartan sem stendur í framleiðslu áðurnefndra karamella auk fjögurra tegunda af rabarbarasultum, fífla og grenisíróps. Kjartan segir rabarbaraframleiðsluna og vinnsluna krefjast mikillar vinnu. Uppskeran sé tvisvar á sumri og venjulega 6-8 tonn, eftir tíðarfari. Hratt og örugglega þurfi að ganga til verks svo hægt sé að ná rabarbaranum sem bestum. Eru margir sem koma að uppskerunni, m.a. Lionskonurnar Emblur frá Selfossi sem hafa verið til aðstoðar í mörg ár. Mest af framleiðslunni fer svo í frekari vinnslu annars staðar, einkum í Kjarnavörur og Víngerð Reykjavíkur. „Gaman er að segja frá því,“ lýkur Kjartan máli sínu „að rabarbarinn er vottaður lífrænn, nú í júní fékk ég lífræna vottun á vinnsluna og því styttist í lífrænt vottaða sultu. Vörurnar eru seldar víða um land og má finna sultu og Rabarbía karamellur bæði í Melabúðinni og sætindaversluninni Fiðrildinu í Reykjavík, flestum verslunum Hagkaupa, auk Taste of Iceland, þar sem einnig má finna teið – sem fæst að auki m.a. í Me og Mu, Taste of Iceland, Efstadal, Ljómalind og Litlu Melabúðinni á Flúðum svo eitthvað sé nefnt. Karamellurnar jú líka í Hellisheiðarvirkjun, ef fólk á leið þar um.“ /SP Gullið í garðinum Fjölskyldan á góðri stund fyrir nokkrum árum. Myndir / Einkakeign Þessar dömur kunna svo sannarlega til verka. Að fara utan er þekkt þjóðaríþrótt þrátt fyrir forvarnarorð seðla- bankastjóra. Ástæðan er að stórum hluta til veðrið en líka ákveðin upplifun, að komast úr hversdeginum og upplifa menningu, andrúmsloft og sérvisku áfangastaðarins. Ilmurinn af nýju crêpes í París, rjúkandi pas ta a l la carbonara í Róm eða skreppa í „High Tea“ í London er hluti af þessari upplifun sem tugmilljónir ferðamanna leitast eftir á hverju ári og er hluti af aðdráttarafli viðkomandi áfangastaða. „Vonir standa til að laufa- brauðsgerð og sundlaugamenning á Íslandi verði viðurkennd sem menningarverðmæti á heimsvísu.“ Svo hófst frétt á RÚV sem birtist fyrr á árinu. Tilefnið var erindi sem menningar- og viðskiptaráðherra lagði fyrir ríkisstjórnina um að tilnefna þessa íslensku sérvisku á skrá UNESCO, Menningarmálastofnunar Sam- einuðu þjóðanna. Einhverjir gætu hafa brosað út í annað að menningarverðmæti hafi í huga okkar þróast frá skinnhandritum yfir í djúp- steikingarpottinn. En matur er menning og séríslenskir siðir skapa sögu og hefðir sem aftur búa til menningarverðmæti. Viðhorfsbreytingar er þörf Í ljósi stöðu efnahagsmála á Íslandi, þar sem rekstraraðilar veitingahúsa standa frammi fyrir hækkun á aðföngum, hækkandi fasteignaverði og hækkandi launakostnaði, eru fáir sem tileinka sér frasann: „Ég er reiðubúinn að greiða hærra fyrir íslenskar afurðir.“ Æ oftar heyrir maður það nefnt á hinn bóginn að veitingasalar telji sig einfaldlega ekki hafa efni á að bjóða upp á íslenskar vörur, séu þær yfirleitt dýrari en þær innfluttu, enda sé þetta „klink og aurabransi“ svo vitnað sé í góða vinkonu sem fer fyrir nýjum veitingastað hér í bæ. Sú er einstaklega fær í sínu starfi, brennur fyrir íslensk hráefni og íslenska matargerð en í samkeppni um viðskiptavini á hún ekki alltaf það val sem hún hefði viljað. Hér er þörf á viðhorfsbreytingu þar sem verslunin og veitingamenn þurfa að tileinka sér fremur: „Ég get ekki boðið eingöngu upp á erlent hráefni því þá kemur enginn ferðamaður.“ Staðreyndin er nefnilega sú að enginn kemur til Íslands til að borða carbonara eða nýsjálenska nautalund. Ferðamenn koma hingað til lands til þess að upplifa land og þjóð í gegnum okkar mat og okkar hefðir. Þeir koma hingað til þess að bragða á íslenskum mat og réttum úr íslenskum hráefnum og best væri auðvitað ef þeir gætu setið í heitapottinum á meðan þeir gæddu sér á, en það er önnur saga og önnur grein. Það væri frekar súrt að fara til Frakklands og fá ekki alvöru baguette sem þegar hefur hlotið náð fyrir augum UNESCO. Undirmeðvitund þjóðar Það er til lítils að tala um menningar- verðmæti þjóðar ef efling land- búnaðar er þar ekki nefnd í sömu andrá, hvort sem er í stjórnarsáttmála eða í ræðum stjórnmálamanna á tyllidögum. Jafnvel gæti verið nauðsynlegt fyrir okkur að stíga nokkur skref til baka, finna upprunann og kafa þar með ofan í undirmeðvitund þjóðarinnar og líta til þess að íslensk matvælaframleiðsla, landbúnaður, sjávarútvegur og frumframleiðsla annarra afurða, teljast til helstu menningarverðmæta íslensku þjóðarinnar. Á Norðurlöndunum hefur landbúnaðarframleiðsla rækilega náð að festa sig í undirmeðvitund frændþjóða okkar. Í Svíþjóð hefur verið notast við upprunamerkinguna Från Sverige, í 21 ár, sem notuð er á nánast alla matvöru sem búin er til úr sænskum hráefnum. Þannig er það greypt í vitund sænskra neytenda að AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA Menningar- verðmætin Vigdís Häsler. Bændablaðið www.bbl.is SMÁFRAMLEIÐENDUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.