Bændablaðið - 06.07.2023, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023
LANDBÚNAÐUR Í SKÁLDSKAP
Orðsins list kemur að þessu
sinni frá Hjálmari Jónssyni,
kenndum við Bólu.
Hann fæddist á Hallandi í
Eyjafirði árið 1796. Hjálmar
ólst upp hjá vandalausum og
síðar föður sínum, fluttist 1920
að Silfrastöðum í Skagafirði
og kynntist þar konu sinni,
Guðnýju Ólafsdóttur, en þau voru
systrabörn. Eftir viðkomu á Bakka
í Öxnadal og Nýjabæ í Austurdal,
Skagafirði, fluttu hjónin árið
1829 að Bólu (Bólstaðargerði)
í Blönduhlíð, hjáleigu frá
Uppsölum. Var Hjálmar eftir það
kenndur við Bólu en fór þaðan
laust fyrir 1840 eftir ákæru, og
sýknu, um sauðaþjófnað. Hann var
í húsmennsku eftir að Guðný lést
1845, lengst í Minni-Akragerði í
Blönduhlíð og síðar í Grundargerði
í nágrenninu. Hjálmar var
ágætlega sjálfmenntaður, ekki síst
í fornfræðum. Hann var hefðbundið
rímnaskáld, fljúgandi hagorður og
myndvís, en orti einnig hvassyrt og
af íþrótt um eigið líf, samtíð sína
og samferðamenn, stjórnvaldið og
almættið. Skáldskapur hans var
mjög á skjön við þann róman-
tíska þjóð-
f r e l s i s a n d a
sem samtíma-
skáld hans
sum iðkuðu.
Listfengur var
hann og oddhagur
og hafa varð-
veist eftir hann
fagrir útskurðar-
gripir. Hann var
jafnan bláfátækur
og stóð í stöðugu stríði við allt
og alla, jafnt guð og menn. Hann
lést í beitarhúsum frá Brekku í
Seyluhreppi í júlímánuði 1875.
Gröf hans er á Miklabæ, við hlið
Guðnýjar. Minnismerki er um
Bólu-Hjálmar í minningarlundi
við Bólu, frá árinu 1955. /sá
Beinróa
Beinróa heitir partur af túninu á
Ökrum. Þar var Hjálmar að slá
í sólskini og þurrk, og beit illa.
Beinróa, þú grýtt og glær,
gnagi þig djöfla tennur.
Bölvi þér allt, sem andað fær,
einkanlega sá þig slær,
þar til stálhörð þú til kola brennur.
Raupsaldurinn 1875
Kveðið til gamans í ellinni til að
hlæja að.
Lífið, bæði blítt og strangt,
ber nú menjar sínar;
upp að telja ei er langt
íþróttirnar mínar.
Telgdi eg forðum tré með egg,
teygði járn og skírði,
Fjölnis brúðar skóf af skegg,
skeið á vatni stýrði.
Tætti eg ull og bjó úr band,
beitti hjörð um vetur,
heitum kopar hellti í sand,
hjó á fjalir letur.
Dró eg fisk úr veiðivök,
vanur að keipa færi,
streitti oft við steinatök,
þó sterkur ekki væri.
Sneið úr jörðu þarfleg þök,
þrýsti veggjum saman,
ýmsra sagna rakti rök,
rekkum þótti gaman.
...
Kælandi innlegg í sumarblíðuna
þegar smjör drýpur af hverju
strái:
Hestarnir í harðindum
Jarpur fyllir svangan sarp,
setur höm í norðanhret,
skarpur drifta veikir varp,
vetur sig ei buga lét.
Hringur lötrar húsin kring,
hanga lætur tóman svang,
bringustór með bógnasting
bangar fold á uslagang.
Hastur fær af hungri köst,
hristir af sér élin byrst,
kastar hóf um klakaröst,
kvistar hjarn af matarlyst.
Skjóni jörkum skefur frón,
skeinum flumbrar brædda hlein,
hrjónur mylur hófa ljón,
hrein í svellum dauðakvein.
Fífill skafla kannar kaf,
krofið er sem grindahrof,
dýfir sér í dauðans haf,
dofinn stendur upp í klof.
Rauður klaka rastir hrauð,
riðar út á fellis hlið,
dauðans vök er orðin auð,
iðar fjör við takmarkið.
Ljáðu, faðir, lýðum ráð,
leiðin bjargar verði greið,
gáðu að þörfin brauðs er bráð,
breiðist móti landi neyð.
Heimild: Sýnisbók íslenskra bókmennta
frá 1550 til 1900, Kristján Eiríksson tók
saman, Reykjavík 2003.
Hjálmar Jónsson frá Bólu, Ritsafn I,
Ljóðmæli, Ísafoldarprentsmiðja, 1965.
Lífið, bæði blítt og strangt ...
Smiðjuvellir 9 300 Akranes 430 6600 akur@akur.is
AKURShús - timbureiningahús
íslensk hönnun
& framleiðsla
Afhent uppsett á byggingarstað eða í einingum
– Við allra hæfi –
„
Kynntu þér
húsabæklinginn
okkar á akur.is
og fáðu
verðáætlun í
húsið þitt
Margar gerðir og
stærðir
Lífræn hreinsistöð
• Fyrirferðalítil fullkomin
sambyggð skolphreinsistöð
• Uppfyllir ýtrustu kröfur um
gæði hreinsunar
• Engin rotþró eða siturlögn
25 ára ábyrgð
• Tæming seyru á þriggja til
fimm ára fresti
• Engir hreyfanlegir hlutir
• Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar
Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík
Sími 517 2220 - petur@idnver.is
G
ra
fik
a
19
„Það er ótrúlegt að finna hvað þessi ACTIVE
JOINTS hefur gert mikið fyrir mig. Nánast öll
óþægindi eru farin í hnénu og ég er með vellíðunar
tilfinningu innra með mér sem ég hef ekki fundið
fyrir lengi. Ég er sannfærður um að ACTIVE
JOINTS er að gera mikið gagn fyrir mig.
Ég mæli svo sannarlega með ACTIVE JOINTS
frá Eylíf.“
Árni Pétur Aðalsteinsson