Bændablaðið - 06.07.2023, Side 45

Bændablaðið - 06.07.2023, Side 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 Hreinsun er komin í fullan gang! Getum bætt við okkur æðardúni í hreinsun og sölu. Greiðum flutningskostnað. ÆÐARBÆNDUR! TR AU ST OG ÖRUGG VIÐSKIPTI30 ÁR YFIR YFIR Traust og örugg viðskipti í yfir 30 ár Dúnhreinsun - Nesvegur 13 - 340 Stykkishólmi ÍSLENSKUR ÆÐARDÚNN Allar nánari upplýsingar veitir: Erla Friðriksdóttir í síma 899 8369 & erla@kingeider.is Eru gæðin á andrúmsloftinu í lagi? Er geymslulykt þegar bústaðurinn eða hjólhýsið hafa staðið ónotuð? K.Skúlason Ehf. . Sími 774.6220 . póstfang:sales@kskulason.is Aerus Mobile fyrir hjólhýsi og húsbíla Pure & Clean fyrir sumarbústaði Hafðu samband við okkur og leyfðu okkur að kynna þér málið Fyrir sumarbústaðinn, húsbílinn, hjólhýsið! REYKJAVÍK AKUREYRI 590 5100 klettur.is Rafmögnuð gæði GARÐYRKJA Það hefur færst töluvert í vöxt að garðeigendur komi sér upp litlum gróðurhúsum í garðinum. Einn val- kosturinn og sá ódýrasti er að hafa húsin óupphituð, en þá sér sólin ein um að halda uppi hitanum en eigandinn þarf aðallega að fylgjast með að hitastigið haldist nægilega lágt á löngum, björtum sumardögum sem við höfum að vísu ekki öll fengið að njóta í sumar. Síðsumarræktun í köldum húsum Í gróðurhúsum án upphitunar bjóðast margir möguleikar í matjurtarækt. Þar getum við búist við mun lengri vaxtartíma en utanhúss. Því er enn hægt að koma margs konar ræktun af stað. Flestar salattegundir eru nógu fljótvaxnar til að ná ágætum þroska síðla sumars og í haust í köldu húsunum. Næpur og hnúðkál ná líka góðum þroska þótt sáð sé til þeirra núna og sjálfsagt er að gróðursetja kryddjurtir þar ef þær eru ekki komnar í matjurtagarðinn nú þegar. Það getur verið erfiðleikum bundið fyrri hluta sumars að rækta þær tegundir matjurta sem hafa tilhneigingu til að blómstra of snemma. Dæmi um slíkar tegundir eru klettasalat (rucola), blaðkál (Pak Choy), Mizunakál og fleiri fljótvaxnar tegundir, einkum af krossblómaætt. Spínati hættir líka til að blómstra áður en það hefur myndað nægilega mörg lauf ef sáð er of snemma. Nú þegar dagurinn styttist hægt og rólega í báða enda minnkar þessi vandi, því hér erum við að ræða um svo kallaðar skammdegistegundir. Fljótvaxið og kuldaþolið grænmeti Þessar tegundir eru flestar fljótvaxnar og ætti að vera hægt að sá til þeirra í óupphituðum gróðurhúsum og búast við góðri uppskeru undir haustið. Vöxtur þeirra helst góður fram eftir septembermánuði og jafnvel fram í miðjan október en þá er bæði orðið heldur kalt fyrir þær og orkugjafinn, sólin, ekki jafn öflugur. Þess vegna ætti að fylgjast vel með þrifum plantnanna þegar á líður og taka uppskeruna áður en hætta er á skemmdum. Gæta þarf að vökvun og áburðargjöf, meindýrum og illgresi eins og í allri ræktun og mikilvægt er að hafa góða loftun, til dæmis með stórum opnanlegum gluggum á báðum göflum. Notagildi húsanna að vetri Að lokinni uppskeru er hægt að nota húsin til ýmiss konar gagns. Nærtækast er að nefna yfirvetrun fjölærra plantna sem þar hafa vaxið, einnig vetrargeymslu viðkvæmari garðplantna í blómakerjum. Það er líka ágætis leið til að auka notagildi kalda garðgróðurhússins með því að rækta hvítlauk að uppskeru lokinni. Notuð eru væn hvítlauksrif án sýnilegra sýkinga. Þau eru sett niður nokkuð þétt í raðir með t.d. 10X10 cm millibili og í fárra sentimetra dýpt. Rifin mynda fljótt rætur og e.t.v. nokkur smá lauf. Þau leggjast síðan í vetrardvala og hefja aftur vöxt þegar hlýna fer í húsinu næsta vor. Að einu ári liðnu frá niðursetningu er hægt að taka upp fallegan, ferskan hvítlauk, sem er hægt að nota strax eða geyma til vetrarforða. Ingólfur Guðnason, brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu Garðyrkjuskólanum Reykjum/FSu Óupphituð gróðurhús: Aukin ánægja af matjurtaræktinni Í gróðurhúsum án upphitunar bjóðast margir möguleikar í matjurtarækt. Ingólfur Guðnason.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.